Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 43

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 43
megrun olli samsvarandi breytingum í hjarta hjá tilraunadýrum og dagleg adrenalíngjöf. Ef slíkt á einnig við hjá mönnum þá ætti ekki að fara mjög hratt í megrun hjartasjúklinga því slík hraðmegrun mundi samsvara miklu streituálagi. HORMÓNAVIÐTAKAR í BREYTILEGU UMHVERFI í FRUMUHIMNUM Leitað var svara við þeirri spurningu hvort og þá hvernig breytingar á fitu- efnahlutföllum í frumuhimnum tengj- ast aðlögun að langvarandi streitu- ástandi. Samfara aðlögun að streitu og endurteknu áreiti þá breytast eigin- leikar þeirra viðtaka í frumuhimnum sem taka við og binda boðefnin sem berast með blóðinu. Bindieiginleikar þessara viðtaka minnka við endurtekið áreiti eða streitu og eru viðbrögð þeirra dempuð niður. Niðurstöður okkar sýna að rneð breyttum fituefna- hlutföllum í himnunni breytast bindi- eiginleikar viðtakanna t.d. á þann veg að fjölda bindistaða fyrir boðefni eða adrenalín fækkar. Við höfum sett fram þá tilgátu að dempunin fari m.a. fram með því að breyta fituumhverfi þess- ara viðtaka í himnunni og bindieigin- leikurn. Breytingar á nánasta umhverfi viðtaka í frumuhimnum með matar- æði, streitu eða með aldri geta ef til vill einnig haft áhrif á ýmis önnur boðkerfi og samskipti í frumusamfé- laginu. SKYNDILEGUR HJARTADAUÐI VEGNA HJARTATITRINGS Rannsóknirnar sýndu að tilraunadýr sem alin voru á fóðri sem inniheldur þorskalýsi höfðu mun minni tilhneig- ingu til að deyja skyndilega af ban- vænum hjartatitringi þegar dýrin voru undir miklu streituálagi en dýr sem voru alin á fóðri sem í var blandað jafnmiklu af kornolíu eða smjöri. Nið- urstöður rannsókna á mönnunr og dýr- um víða erlendis sýna að lýsi dregur úr hættu á skyndilegum hjartadauða eftir kransæðastíflu. Með frekari rannsóknum er leitað skýringa og skilnings á því hvernig neysla á lýsi dregur úr hættu á skyndidauða af völdum truflana á hjartsláttartíðni. Rannsóknir benda til þess að ákveðin fjölómettuð omega-3 fitusýra, DHA (docosahexaenoic acid, 22:6n-3), sem er ríkulega fyrir hendi í fiski og lýsi, verndi hjartað fyrir skyndidauða með því að hindra tiltekna efnallutninga eftir prótein-göngum í himnunni og með því að dempa boðflutninga inn í frumuhimnuna, þ.e. hindra of mikla örvun með adrenalíni. Skiptar skoðan- ir eru raunar um það hvernig lýsi eða DHA hindrar skyndidauða en sú er samt raunin. HVERNIG GETUR HÆFILEG STREITA VERNDAÐ HJARTAÐ? Aðlögun að hæfdegri áreynslu og örv- un, t.d. við hóflega líkamsrækt, íþróttaiðkan eða reglubundna áreynslu, felur í sér aðlögun að auknu magni boðefnisins adrenalíns í blóði. Streitu- dempunin verður í frumuhimnunni sjálfri þegar bæði hormónaviðtakarnir og umhverfi þeirra í frumuhimnunni breytist, boðkerfið dempar niður við- brögðin við örvuninni. Þannig hindrar þetta dempaða boðkerfi ofurörvun, sem gæti valdið skaða og jafnvel ban- vænum truflunum á hjartsláttartíðni, þ.e. skyndilegum hjartadauða. HVERNIG GETUR MIKIL STREITA VALDIÐ HJARTA- SKEMMDUM ? Langvarandi og mikla streitu er unnt að framkalla í tilraunadýrum með því að sprauta þau daglega með streitu- hormónum, sem getur valdið miklum og viðvarandi breytingum á fituefna- samsetningu frumuhimnu í hjarta, og töluvert hárri dánartíðni. Breytingarn- ar sem verða á frumuhimnu eru eink- um mikil aukning á fjölómettuðum fitusýrum inni í himnunni sem gerir frumuhimnuna mjög viðkvæma fyrir oxun og skemmdum. Afleiðing skerts blóðstreymis til hluta af hjartavöðvan- um er röskun á orkuvinnslu og vöðva- samdrætti og síðan myndun hjarta- dreps á súrefnissnauða svæðinu. Ef blóðstreymi vex að nýju um þetta svæði þá vex magn súrefnisríkra efna (stakeinda) á svæðinu og valda oft umtalsverðum skemmdum á frumu- himnunni með því m.a. að ráðast á og jafnvel kljúfa niður fjölómettuðu fitu- sýrurnar í himnunni. Unnt er að draga úr þessum hjartaskemmdum og minnka dánartíðnina um helming hjá tilraunadýrunum með því að gefa þeim andoxunarefnið E-vítamín. Hægt er að framkalla slíkar hjarta- skemmdir eða hjartadrep í tilraunadýr- um með streituhormónum sem valda mikilli örvun á hjartastarfseminni, auka vinnuálagið og þá orkunotkun- ina. Getur of mikil örvun á hjartastarf- seminni valdið orkuskorti þegar orku- vinnslan er ófullnægjandi miðað við orkuþörfma. Aukning á fjölómettuð- um fitusýrum í frumuhimnu vegna langvarandi streitu getur aukið hætt- una á myndun hjartadreps við skert eða ófullnægjandi blóðstreymi um kransæðarnar af völdum kransæða- þrengsla. Slík skemmd á hjartavöðv- anum sjálfum getur skert hæfileika eða getu hjartans til að dæla blóði um líkamann og valdið þannig hjartabilun. SAMANTEKT 1. Alag eða streita eykur framleiðslu á adrenalíni sem ber þau boð til hjartans að slá hraðar og kröftugar því áreynsla eða átök séu framundan eða hafin. Boðefnið adrenalín binst sérstökum viðtökum í frumuhimnunni og skilar boðunum inn í frumuna þar sem þau kalla á margvísleg viðbrögð. 2. Aðlögun að endurteknu álagi og streitu felur m.a. í sér breytingar á bindieiginleikum hormónaviðtaka og einnig á fituríku umhverfi þessara við- taka í frumuhimnunni þar sem viðtak- amir hafa aðsetur og starfa. 3. Langvarandi og mikil streita getur valdið varanlegum breytingum á frumuhimnunni sem gerir hana næm- ari fyrir skemmdum. Aukið álag á hjartað getur þá valdið frumuskemmd- um og hjartadrepi þegar orkuþörfin vex en blóðstreymið um kransæðarnar er ófullnægjandi til að mæta aukinni þörf fyrir súrefni og orkuvinnslu. 4. Breytingarnar á viðtökunum og á umhverfi þeirra, t.d. með neyslu á fiski eða lýsi, dempa viðbrögðin við álagi og áreiti og hindra ýkt og skað- leg viðbrögð við álagi og auknu adrenalíni. 5. Hófleg líkamsrækt og áreynsla still- ir þessa streitudempara á þann veg að auka streituþol. SiqmutuUw ^éjud&jattutsaiv prófessor 43

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.