Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 14
Oðfús ekki ófús d lífoim aegiim... Eitt skemmtilegasta bréfið kemur frá Eyjólfi R. Eyjólfssyni, sem er góður hagyrðingur með skopskyn- ið í lagi, enda öllum hollt að geta gert grin að sjálfum sér. Þessi eiginleiki kom sér vel fyrir Eyjólf, þegar hann fletti upp í Ættum Austfirðinga og sá þar skráð, að faðir hans hefði dáið ókvœntur og barnlaus! Skemmtilegar skopvís- ur hans um þetta atvik birtust í maíblaði '98 með greininni „Grúskað í œttfrœði", en... gefum Eyjólfi orðið. - Þegar ættfræði ber á góma, þá er ekki ósjaldan sem maður fær framan í sig: Það er ekkert að marka þetta, þessir prestar voru eins og hanar úti um allar jarðir, og fengu svo hina og þessa til að játa á sig ávöxtinn, eða bændurnir neyddu vinnukonurnar til samræðis og létu svo vinnumennina taka á sig þungann. Það voru ekki allar konur eins og sýslumannsfrúin í Víðidalstungu, sem lét berja vinnukonu sína til óbóta, vegna þess að henni fannst bóndi sinn renna helst til hýru auga til hennar. Það hefði ekki verið í frásögur færandi, ef vinnukonan hcfði ekki verið svo ósvíf- in að kæra verknaðinn, og það sem tók út yfir allan þjófabálk. vinnukonan vann málið fyrir dómi á Þingvöllum! Þær vom líka til húsfreyjumar sem töldu að bændur þeirra ættu skilyrðis- laust að bera ábyrgð á sínum verkum, og sóttu jafnvel nýfædd böm til bams- mæðra bænda sinna til að ala upp sjálfar. Mannleg náttúra lætur ekki að sér hæða, það sýna nýlegar kannanir. Hún á lengi við vísan: Hýrnar brá og hjörtun slá, handtak náið œsir. Engin slá né önnur skrá úti þrána lœsir. Ég er ekki viss um að það hafi bara verið franskir duggukarlar, ekki að- eins á Austfjörðum, heldur víða hring- inn í kringum landið, sem fengu hjörtu giftra og ógiftra kvenna til að slá örar. Gæti ekki verið að skinið af grútartýrunni hafi orðið vitni að heit- um ástarleik í moðbásnum í gamla fjósinu, á milli húsfreyjunnar og lag- legs vinnumanns? Hver veit! Þær gætu víða leynst gloppurnar í ættfræðinni, og ekki hef ég trú á að það hafi batnað með árunum. En hvað um það, það gerir ættfræðina ekki síð- ur skemmtilega. Það er mesti misskilningur að ég hafi verið ófús að kanna galla eða kosti lífsins, mikið frekar mætti segja að ég hafi stundum verið helst til „óð- fús“ til þeirra hluta, enda stundum fengið að súpa seyðið af því. Hendingarnar eiga að vera á þessa leið: Á brattann hef ég gengið í gegnum þetta líf, galla þess og kosti ÓÐFÚS kannað. Ég lítt við sögn af lífshlaupinu yki, né liðlega frá sannleikanum viki. ÞóaðBiðH) sem átti að vera með, fengið hefði að halda sínu striki. Tækifærisljóð eru Eyjólfi töm. Þeg- ar Gerðubergskórinn heimsótti Kópa- vogskirkju 16. nóv. 1997 í tilefni þess að 35 ár voru liðin frá vígslu hennar, afhenti Eyjólfur sóknarpresti, séra Ægi Sigurgeirssyni, eftirfarandi ljóð frá Gerðubergi: í mínum ermum engin hef orð sem mœðast hvergi, en kveðju flyt og stuðlað stef af streng frá Gerðubergi. Hér vísan eigum vina fund og vermir friðar logi, er við nemum stutta stund staðar í Kópavogi. 14

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.