Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Talað fyrir daufum eyrum STJÓRNVALDA -'Co Ungur nemur, gamall temur. Eitt sinn ungur - einhvern tíma gamall. Þetta ættu stjórnmálamenn að hafa í huga þegar kemur að hagsmunum aldraðra! í barcrttuliði samtaka eldri borg- ara eru margir einstaklingar, sem fyrr á árum gegndu ábyr<$- arstörfum í þjóðfélaginu og létu margt gott af sér leiða. Á þeim var tekið mark, þegar því var að skipta. Á málflutning þeirra var hlustað og viðbrögð vöktu gjarnan athygli. Margir af þessum eldri borgurum hafa tekið drjúgan þátt í að móta óskir og tillögur til stjórnvalda í sambandi við velferðar- og hagsmunamál eldra fólks. Nægir að minna á greinar eftir þetta fólk t.d. í Morgunblaðinu. Einnig má minna á tíða fundi t.d. á síðasta ársfjórðungi 1997 með ráð- herrum, þingnefndum, þingflokkum og fleiri valdastofnunum. Af hverju daufheyrast stjómvöld við málflutningi samtaka eldri borgara? Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldinn var 1. mars sl., er einnig athyglisverð- ur í þessu sambandi. Þar voru m.a. fluttar og samþykktar tillögur um eft- irfarandi hagsmunamál eldri borgara: 1. Skattlagningu Irfeyrissjóðstekna. 2. Afslátt af fasteignagjöldum. 3. Hœkkun skattleysismarka og frítekjumarks tekjutrygginga. 4. Verðfryggingu eftirlauna. 5. Hœkkun grunnlífeyris. 6. Vistunarmál aldraðra. 7. Samrœmingu á ellilífeyri og tekjutryggingu hjóna og ein- staklinga. Tillögur þessar voru að sjálfsögðu sendar stjórnvöldum og fylgt eftir á viðræðufundum með ráðamönnum. EN - ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Hversu vandaður sem málflutningur eldri borgara er, virðist hann fara inn um annað eyrað og út um hitt hjá þessum sömu ráðamönnum, enda þótt þeir séu jákvæðir og vingjarnlegir, þegar við þá er rætt. Niðurstaðan af þessari hugrenningu er þessi: Það er óviðunandi, að 10% af þjóð- inni, 27.250 manns, eða þeir sem eru 67 ára og eldri, séu ekki virtir svars, þegar samtök þeirra leita til stjórn- valda með málefni sín. Sé ekki grundvöllur til að verða við óskum eldri borgara, á einfaldlega að segja að svo sé. Eldri borgurum fer ört fjölgandi. Þeir sætta sig ekki lengur við að málflutningur þeirra sé virtur að vettugi. Sueúuv cflðjamss<uv, verkfrœðingur, íframkvœmdastjóm Landssambands eldri borgara 3-

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.