Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 26
„Ég skynja ákveðna samkennd alls
mannkyns, þegar ég horfi á söfnuðinn
safnast saman í kringum jötuna. Þá sé
ég hann fyrir mér sem hluta af stóru
ættartré, því að þegar upp er staðið, þá
erum við öll af Adamsætt og öll systk-
in hans, eins og sálmurinn segir:
„því fagni gjörvöll Adamsætt“
„vér erum systkin orðin hans“.
Vestur-íslendingur kom eitt sinn
með ættarskrá sína til mín, geysiþykka
bók. Hann vildi sýndi mér. hvernig
hægt var að rekja ætt hans frá upp-
runalegum foreldrum, allt aftur til Ad-
ams og Evu á síðustu blaðsíðu.
Samkvæmt þessu erum við öll
bræður og systur, aðeins misjafnlega
mikið skyld.
Jól á sjúkrahúsi eru mjög í stíl við
hin upprunalegu jól. Hér ríkir bæði
hyldjúp örvænting og djúp gleði, eins
og hin fyrstu jól. Hér er tekist á við
sjúkdóma, oft spurninguna um hvort
lífið eða dauðinn sigrar. I svona and-
rúmi er boðskapur jólanna svo hreinn
og tær. Fyrir fárveikt fólk, sem nær að
meðtaka hátíðleikann, er sérstakt að
upplifa þetta andrúm.
Skírnarfontur úr
Prestbakkakirkju,
eftir Ríkarð Jónsson.
Aðventustundir eru á þriðja tuginn,
sem við sjúkrahúsprestarnir þrír og
einn djákni sjáum um. Stærsta að-
ventustundin er á vegum starfsmanna-
ráðs fyrir starfsfólk og sjúklinga, en
þá koma saman um 300 manns. A
jóladag hefur skapast sú hefð, allt frá
byggingu Landspítalans árið 1930, að
Lúðrasveit Reykjavíkur spili í guðs-
|rjónustunni. Eins eru dæmi um tón-
listarfólk sem kemur færandi hendi.“
Bragi segist munu verða á vakt yfir
hátíðadagana, sem gefi sér mikið.
„En hér ríkir ekki hátíðleikinn einn.
Jól á sjúkrahúsi geta líka þýtt ofboðs-
lega einmanakennd. Sumir eiga ekki ör-
yggisnet fjölskyldunnar, og enginn
kemur í heimsókn. Hjá öðrum er ein-
manaleikinn landfræðilegur, fjölskyld-
an býr úti á landi, ófærð eða erfiðar
fjölskylduaðstæður. Þá er oft leitað eftir
einhverjum til að vera hjá viðkomandi."
Bragi segir að starfsfólk, sem búið
er að taka tryggð við sjúklinga sína,
vitji þeirra oft á aðfangadagskvöldi
eða jóladegi. Hann segir líka töluvert
um að prestar úti í bæ heimsæki sókn-
arbörn sín. „En það er fjölskyldan sem
skiptir sjúklinginn öllu máli, þegar
erfiður sjúkdómur herjar á og
dauðinn er kannski í nálægð.
SÁTT VIÐ DAUÐANN ER
SÁTT VIÐ LÍFIÐ
Eg ætla ekki að koma mér und-
an spurningunni um dauðann, sem
samfélagið er svo upptekið af, að
bíði handan við
hornið hjá öldruð-
um.
Cíceró benti á það
fyrir meira en 2000
árum, að dauðinn væri
til staðar í öllum kyn-
slóðum, og gæti mætt
okkur hvenær sem er á lífs-
leiðinni.
Af fenginni reynslu get ég
sagt, að börn eru mörg hver
reiðubúnari til að deyja en þeir
sem eldri eru. Dauðinn er ekki
flókinn hjá börnum, ekki tengdur
eins margvíslegum lífsverkefnum og
hjá fullorðnum. Þau sjá hann í ein-
földum myndum. Himinninn er
þarna, jörðin hér, og þegar við
deyjum förum við til guðs. Sum
eru viss um að við deyjum bara
pínulítið og komum svo aftur.“
Bragi segir sérkennilegt að sjá lítil
börn, alveg að dauða komin, teikna
dúl'u sem flýgur frjáls um himininn.
„Dúfan er fulltrúi sálarinnar sem lifir
líkamsdauðann. Börnin sjá sálina lifa,
þótt líkaminn deyi. Eitt sinn var ég að
hugga lítinn dreng, sem var nýbúinn
að missa afa sinn. „Geturðu teiknað
afa þinn?“ spurði ég, og barnið teikn-
aði svart höfuð. Af hverju? Jú. „Þar
sem hann er núna, er ekki hægt að
þekkja hann,“ var svarið.
Eitt verkefnið í námi mínu var að
velta upp hugmyndum um dauðann,
sem var m.a. fólgið í því að skrifa
minningargrein um sjálfan sig. I nútíma
þjóðfélagi hvílir næstum bannhelgi á
því að tala um dauðann, sem er hluti af
öllum æviskeiðum, eins og fæðingin.
Við megum ekki miða allt við líð-
andi stund, heldur hugsa þetta í miklu
lengra ferli, flétta fortíð og framtíð inn
í NÚ-ið, þannig getum við undirbúið
okkur fyrir síðasta augnablik lífs okk-
ar. Lykillinn að sátt við dauðann er
sátt við lífið. Mér fínnst makalaust,
hvað margir hugsa lítið um eigin
sjálfsmynd. Þá á ég ekki við ytra sjálf-
ið, myndina í speglinum, heldur hið
innra ég sem enginn annar sér, en bær-
ir á sér á síðustu augnablikum lífsins.
Innra sjálfið þarf hver maður að rækta
til að vera sáttur við líf sitt og dauða.“
Bragi hefur setið hjá mörgum dán-
arbeði og segir flesta óttast fyrst og
fremst aðskilnað við ástvini. „Þeir
sem snúa aftur eftir endurlífgun, eru
sannfærðir um, að sálin og andinn lifi
af líkamsdauðann. Tilfinningin fyrir
nánd þess sem dáinn er, tengist friði
hans, en það er ekki bara minningin
sem lifir, heldur lifir sá sem dáinn er.“
Bragi segir að þjónusta sín endi
ekki við andlátið. „Fyrir jólin er stór
aðventustund fyrir þá sem syrgja látna
ástvini. Þegar fólk deyr í heimahús-
um, ráðlegg ég ástvinum að láta líkið
standa uppi smátíma til að venjast að-
skilnaðinum. Síðan er kveðjustund
heima, skyld gömlu húskveðjunni.
Einnig býð ég upp á fræðslustundir á
árinu. Sorgina á að mýkja í lengra
ferli. Hún verður að fá útrás til að þeir
sem eftir lifa geti haldið áfram í lífs-
baráttunni.
Sorgin og dauðinn er þroskaverk-
efni sem allir þurfa að ganga í gegn-
um.
Dauðinn er ein af birtingarmyndum
26