Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 28

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 28
ELLIN STÆRSTA ÞROSKA- VERKEFNIÐ „Það að verða gamall“ tengist því til- teknum gildum í huga mér. Öldrun er ekki þroskahefting, heldur þroska- verkefni. Hún hefur mest gildi í sam- félögum, sem geta sýnt fram á mikil- vægi þess - að styðjast við reynslu, getu og visku þeirra sem hafa verið hér lengst. Það eru þeir eldri sem segja okkur sögurnar og þær verða okkur veganesti út í lífið. Til að eldast vel, er mikilvægt að verða gamall snemma, sagði Markús Túllíus Cíceró í bók sinni um ellina. Hressilegt, nútímalegt viðhorf hjá Cíceró, þótt hann hafi fæðst 106 f. Kr. og dáið 43 f. Kr. Ég segi „hressilegt, nútímalegt viðhorf' í lok 20. aldar, þegar ellin þykir ekki eftirsóknarvert hugtak í opinberri umræðu og tengist auk þess ímyndinni að vera öðrum háður. Hvílík klisja! Mín reynsla af þeim eldri er þvert á móti, að þeir kunni betur þá list að standa á eigin fótum en ungviðið. Fyr- irmyndirnar í minni fjölskyldu eru með traustar rætur og grunn, sem hef- ur nýst yngri kynslóðunum vel. Ég vil halda því fram að þegar yngri kyn- slóðin rofni úr tengslum við hina eldri, þá verði hún rótlaus - það þarf ekki mikla vinda til að feykja rótlausu tré um koll. Ennfremur hlýtur að vera eftirsókn- arvert að eldast til að geta lifað allan reynslutíma mannlegrar ævi. Hið eina sem getur stöðvað okkur í þeirri við- leitni er dauðinn. Ögrandi þroskaverk- efni felst í því að eldast, einkum í samfélagi sem reynir með öllum ráð- um að viðhalda æskunni. Æskudýrkun okkar er löngu gengin út í öfgar - og NU-ið sem viðmiðun gengur alls ekki upp. Ef svo væri, gætum við ekki lært neitt af reynslu annarra. Cíceró taldi það fagnaðarefni að losna úr ástríðu- fjötrum æskunnar og leggja í þess stað rækt við viskuna. Ég vil tala um ellina sem morgun og vor, fremur en sem kvöld og vetur. Ég vil sjá hana sem tíma visku og reynslu, sem upphaf að einhverju nýju, fremur en sem lokakafla lífsins. Von- andi færumst við nær „nútímalegu“ viðhorfi Cícerós til öldrunar á kom- andi Ári aldraðra - förum að sjá hana í ljósi nýs morguns eins og hún er.“ Ljóðræna lífsspeki séra Braga Skúlasonar fínnum við aftan á litlu kveri „Andlát ástvinar“. Jk k -% r „Alla œvi erumviðað ganga í gegnum aðstœður sem vekja með okkur gleði og sorg. Við getum afneitað þessum titfinningum, eða haldið utan um þœr, fundið þœr og uppgötvað, aðvegna þeirra höfum við fœrst nœr því að skilja, hvað það er að vera mann- eskja. Heimsókn í Biskupstungur: ttföfðinglegar nrnttikur Hópur frá félagsstarfinu í Gerðu- bergi heimsótti FEB í Biskups- tungum, þegar félagið var að hefja vetrarstarfið. Móttökurnar í Bisk- upstungum voru höfðinglegar, og gestir og gestgjafar áttu stund saman sem verður lengi í minnum höfð. Formaður FEB í Biskups- tungum, Sigurður Þorsteinsson bauð gesti velkomna. Síðan beið glæsilegt hlaðborð gestanna. Gerðubergskórinn söng, og karla- og kvennaraddir skiptu sér í nokkrum lögum sem vöktu mikla hrifningu. Sýndur var dans og hljóðfæraleikarar spiluðu. Og að sjálfsögðu tóku allir undir fjölda- söng, og tóku fjörug dansspor í lokin. Mikla lukku vakti, þegar unglingar í sveitinni komu í heimsókn og buðu upp á brodd sem þeir höfðu safnað saman á bæjunum. Einnig buðu þeir upp á hverabakað rúgbrauð. Unga fólkið var að safna í ferðasjóð, en það hyggur á utanlandsferð. I kvöldkyrrðinni var haldið heim á leið í tunglsskini og stjömubirtu. Rútulögin ómuðu - og leiðin heim þótti alltof stutt. 28

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.