Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 25
arfjarðarkirkju, lýkur kennararéttinda- prófi frá Háskóla íslands, en stefnir síðan til Mountain í Norður-Dakota til að þjóna Vestur-íslendingum. Þar opn- ast fyrir honum ársnám í sérþjónustu á krabbameinsdeildum og í sálgæslu á Abott-Northwestem-spítala í Minnea- polis. Eftir 5 ára dvöl á meginlandinu, flytur hann til Vestmannaeyja til að leysa sóknarprestinn af í eitt ár. Sjálf- ur ólst Bragi upp á Akranesi og kunni því vel að komast aftur í nálægð við sjóinn. „Sterk tilfinning að koma heim í sjávarpláss eftir að hafa dvalið um árabil á miðju meginlandi fjarri sjó,“ segir Bragi, „og skólastjórinn var fljótur að ráða mig í forfallakennslu, þegar hann frétti af kennaraprófinu,“ bætir hann við hlæjandi, „það hefur reynst mér afar vel í störfum mín- um.“ MYNDRÆN BIRTING Þú segist hafa fengið köllun til að þjóna guði. Geturðu lýst því, hvernig hún birtist þér, séra Bragi? „I bænalífi og djúpri íhugun urðu mér ljósar fjórar birtingar- myndir, sem allar tengjast 23. Davíðssálmi. Fyrsta mynd: Ég sé mig staddan í dimmum dal, og finnst vera aðeins ein leið upp úr honum, sem ég verði að finna. Önnur mynd: Ég er enn í dalnum, en er búinn að átta mig á því að úr honum liggja margar leiðir. Nú er ég kominn með förunaut, Jesús Kristur er í fylgd með mér, og við tölum saman um, hvaða leið sé best. Þriðja mynd: Jesús og ég verðum sammála um, að engin ástæða sé til að fara úr dalnum. Þá breytist þessi dimmi dalur dauðans í lífsins dal, ljós lífsins færist yfir - dalurinn dimmi verður bjartur. Fjórða mynd: Er ófullgerð og verð- ur það kannski alltaf. senn. Hann er miklu stærra en nokkuð sem ég get ímyndað mér. Ég hef upp- lifað meira að guð geti unnið með mér, að hann geti haft okkur sem verkfæri til að koma góðu til leiðar.“ JÓL OG SJÚKRAHÚSPREST- URINN Sjúkrahúsprestur- inn situr á móti mér í hlýlegu herbergi, með þægilegum stólum og rólegu andrúmi. „Þetta er móttökuher- bergi fyrir þá sem fylgja sjúklingi á bráðavakt. Oft eru hér yfir tuttugu manns samankomnir, fullir af kvíða og angist,“ segir Bragi. Einhvem veginn finnst manni, að hér eigi að hljóma sálumessur og klass- ísk trúartónlist - og flöktandi kertaljós eina lýsingin. Starf sálusorgara á stóru sjúkrahúsi hlýtur að vera afar umfangs- mikið og fjölbreytt. Hann þarf bæði að hugsa um sálarheill hinna sjúku - og þeirra sem fylgja þeim. Bragi býr yfir trúarsannfæringu og geislar frá sér hlýju og öryggi. Hér sýnist vera réttur maður á réttum stað. Nú eru jólin að nálgast með sitt helgihald og bænastundir. Hvað viltu segja okkur um þau, séra Bragi? „Jólin eru ein af þremur stærstu hátíðum kristinna manna, sem færa okkur ætíð sitt eilífa, unga fagn- aðarerindi, um fæðingu frelsarans. Jólin eru sterk tjölskylduhátíð, sem gott er að hugsa um mynd- rænt,“ segir Bragi. Eftir því sem árin hafa liðið skynja ég þessar myndbirtingar sem samtal mitt við guð. Ég sé ekki á þessari stundu hvert köllunin muni leiða mig, en treysti því að hún muni leiða mig vel.“ - Hvað er guð, séra Bragi? „Guð er herra lífsins, vinur og allt í 25

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.