Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 30
1-9-9?
Nú eru allir ábyrgðarlausir!
- segir Sigurbjörg Björgvinsdóttir sem á sœti í framkvœmdanefnd um ár aldraðra.
Ár aldraðra 1999
- Að móta nýja hugmyndafrœði í
viðhorfum til eldri kynslóðar - er
vissulega forvitnilegt viðfangs-
efni, sem hlýtur að snerta allt
þjóðfélagið. Stórt verkefni, sem
framkvœmdanefnd um ár aldr-
aðra er að kljást við. í síðasta blaði
kvaddi nefndaroddvitinn, Jón
Helgason sér hljóðs. Nú er leitað
svara hjá Sigurbjörgu Björgvins-
dóttur, forstöðukonu félagsheim-
ilis eldri borgara að Gjábakka í
Kópavogi.
A Gjábakka voru kátar konur ýmist að
útbúa jólagjafir eða raða saman
blómaskreytingum. Fjörugar umræður
í einu horni, niðursokkið spilafólk í
öðru, kaffi á könnunni og heimilislegt
andrúmsloft. Erfitt að ná Sigurbjörgu
undir fjögur augu, en í bókahorni var
gott afdrep.
Nú er búið að setja ár aldraðra 1999
á íslandi. Ráðstefnan í Gullsmára 1.
okt. sl. var býsna fróðleg og erindin
mörg í gamansömum tón, þótt alvara
byggi undir. - Varstu ánægð með setn-
ingu ársins, Sigurbjörg?
„Já. Ráðstefnan markaði ákveðin
tímamót, og fjallaði sem betur fer ekki
eingöngu um peninga. Hamingjan
felst í öðru, þótt peningar séu nauð-
synlegir. Mikið var lagt upp úr því, að
eldra fólk hefði tækifæri til þátttöku í
samfélaginu. Einnig var rætt um, að
eldra fólkið ætti að leggja sig fram um
að styrkja fjölskyldutengslin. Gott
fjölskyldulíf er meginstoð trausts
þjóðfélags."
Starfslok voru yfirskrift ráðstefn-
unnar. Tvímælalaust ein viðkvæmasta
stökkbreyting á æviskeiðinu er að
þurfa að víkja af starfsvelli vegna ald-
urs. - Hver er þín afstaða til starfs-
loka?
„Starfslok eiga að vera sjálfsögð og
ánægjuleg tímamót í lífi okkar - og
eiga ekki að koma á óvart. Eins og
rætt var um á ráðstefnunni er mikil-
vægt að fara að huga að ellinni upp úr
fimmtugu, og viturlegt að leggja fyrir
til efri áranna, í stað þess að þurfa að
spara á eftirlaunum. Öll sveitarfélög
ættu að styðja fólk á miðjum aldri í að
hittast og ræða um væntanleg starfs-
lok. I Hana-Nú hópnum undirbýr fé-
lagsfólk sig vel fyrir þessi tímamót.
Hann var stofnaður hér í Kópavogsbæ
fyrir 15 árum, og við sjáum mikinn ár-
angur af starfi hans.
Hins vegar tel ég, að ótímabær
starfslok séu þjóðfélaginu dýr, þegar
fólki á miðjum aldri er sagt upp störf-
um og lendir síðan í því að fá endur-
tekna neitun um störf, sem brýtur það
niður og veldur andlegri og líkamlegri
vanlíðan. En það er eins og enginn
beri ábyrgð á þessum aðgerðum og af-
leiðingum þeirra.
Reyndar finnst mér almennt að
enginn beri ábyrð í þjóðfélaginu, varla
á lífi sínu. Foreldrar varpa ábyrgð af
uppeldi bama sinna yfir á leik- og
grunnskóla sem bera takmarkaða á-
byrgð. Og ábyrgð opinberra aðila er
afar fljótandi, til dæmis ber enginn á-
byrgð á eiturlyfjavandanum, hvorki
neytendur né seljendur. Allir varpa á-
byrgðinni yfir á einhvern NN.“
- Freistandi að hugsa sér, að NN sé
markaðurinn sem virðist stjórna flestu
í nútímaþjóðfélagi.
„Já, markaðurinn stjórnar lleim en
okkur grunar, hvað maður borðar,
hvað maður kaupir, hvað maður gerir,
en ég sé ekki að hann beri ábyrgð.
Upplýsingaflæðið er svo mikið, að
venjulegur maður á ekki möguleika á
að meta, hvað hann raunverulega vill.
Brýnt er orðið að kenna rökhugsun í
grunnskólum, svo að uppvaxandi kyn-
slóð kunni að meta gæði upplýsinga
og eigi möguleika til að velja og hafna
á eigin forsendum.“
- Er eldra fólkið einnig ofurselt?
„Já, mikil ósköp! Það væri nú
meira misréttið, ef markaðurinn hugs-
aði ekki lfka fyrir eldra fólkið - segði
því hvernig það á að skemmta sér,
klæða sig og hvar það á að búa. Eg er
þeirrar skoðunar, að fólk á öllum aldri
eigi og geti notið lífsins saman í sátt
og samlyndi. Þess vegna tel ég, að það
eigi að vera eitt félagsheimili fyrir
fólk á öllum aldri. Þar væri hægt að
vera með popptónlist kl. 5 fyrir þá
sem það vilja, gamla dægurtónlist kl.
7, svo að eitthvað sé nefnt. Þannig
ættu þeir yngri meiri möguleika til að
skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra
eldri, og þeir eldri fengju betri tæki-
færi til að skilja þá sem yngri eru.“
- Nú er hugmyndaheimur eldra
fólksins mjög margbreytilegur.
„Vissulega. Eldri kynslóðin er lík-
lega með ólíkastan bakgrunn af öllum
þeim sem mynda íslenskt samfélag.
Margir hafa kynnst sveitastörfum, þar
sem handverkfæri voru notuð, og því
gengið í gegnum stökkbreytingu frá
bændasamfélagi yfir í hátæknisamfélag.
En eldra fólkið er eins ólíkt og það er
margt, ekkert eitt hentar fyrir alla. það
væru góð tímamót á Ari aldraðra, ef
fólk gæti hætt að tala um okkur og þau.
Öll þessi kynslóðahólfun í þjóðfé-
laginu er til hins verra, eins og að
setja lög um fólk, sem á ekkert sam-
eiginlegt nema að vera gamalt. Eiga
aldraðir ekki rétt á heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu eins og aðrir, án sérstakr-
ar lagasetningar? Mér finnst að það
jaðri við mannréttindabrot að stefna
30