Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 42

Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 42
Streita og streitudemparar í hjarta Hvað er streita? Streita er skil- greind sem líkamsástand sem skapast af andlegu og líkamlegu álagi. Við álag tekur varnarbún- aður líkamans til starfa, fram- leiðsla nýrnahettuhormóna, eink- um adrenalíns, eykst til muna og býr líkamann til átaka. í þessari grein verður fjallað um streitu af sjónarhóli lífefnafræðinnar og fjallað um rannsóknir á aðlögun að streitu. Streita er talin eiga þátt í myndun hjarta- og æðasjúkdóma en ekki eru menn á einu máli um það hvernig það gerist. Rannsóknir benda til þess að bæði langvarandi streita og/eða fæðufita geti breytt efnasam- setningu frumuhimnu í hjartavöðva- og æðaþelsfrumum og haft áhrif á við- brögð hjartans við langvarandi álagi eða streitu. Aðlögun að langvarandi streitu veldur marktækum breytingum á frumuhimnum í hjartavöðvafrumum og virðast þessar breytingar vera liður í stjórnun á streituviðbrögðum, m.a. leið til að dempa og draga úr við- brögðum hjartans við mikilli streitu. RANNSÓKNIR Á MANNA- HJÖRTUM Rannsóknir okkar beindust að frumu- himnum í hjartavöðvanum en frumu- himnur umlykja hjartavöðvafrumuna. Frumuhimnan er byggð úr tvöföldu lagi fituefna sem mynda einangrunar- lag. I þessari fituhimnu eru fjölmörg prótein sem ýmist eru fest við himn- una eða liggja í gegnum hana og mynda göng sem efni eru flutt um, ýmist inn eða út úr frumunni. Sum þessara próteina mynda einnig boð- kerfi sem flytja boð að utan og inn í frumuna og geta þessi boð kallað á hraðari hjartslátt og aukin afköst hjart- ans við aukna áreynslu. Fituefnin sem mynda einangrunarlag himnunnar eru byggð úr mismunandi fitusýrum en þær geta hins vegar haft mikil áhrif á Sigmundur Guðbjarnason prófessor Raunvísindastofnun Háskólans eiginleika og starfsemi þeirra próteina sem eru í frumuhimnunni, og þar með á efnaflutninga og boðflutninga, sem stjórna starfsemi hjartans. Fitusýrur þessar skiptast einkum í þrjá flokka, mettaðar fitusýrur (sams konar og við fáum í tólg og smjöri), omega-6 fitu- sýrur (sem við fáum einkuin úr jurta- olíum) og omega-3 fitusýrum (sem við fáum aðallega úr fiski og lýsi). í himnunum þurfa þessar mismunandi fitusýrur að vera til staðar í ákveðnum hlutföllum. Rannsóknirnar sýndu að þessi fitu- sýrusamsetning í frumuhimnunum breytist með aldrinum og getur hún einnig breyst með mataræðinu, þ.e. eftir því hvers konar feitmeti við fáurn í fæðunni. Rannsóknimar sýndu enn- fremur að streita veldur breytingum á fitusýrusamsetningu frumuhimnunnar í hjartanu og eru þessar breytingar þáttur í að stilla boðkerfin á hjartanu og dempa viðbrögð við langvarandi streitu. SKYNDILEGUR HJARTADAUÐI Rannsökuð voru sýni úr hjörtum manna sem látist höfðu skyndilega af slysförum eða dáið skyndilega og óvænt, venjulega úr kransæðasjúk- dómum. Skyndilegur hjartadauði í mönnum er oft samfara breytingum á hlutföllum omega-6 og omega-3 fitu- sýra í frumuhimnum í hjarta og er þá magn omega-6 fitusýra mun meira en magn omega-3 fitusýra í frumuhimnu. Ojafnvægi eða röskun á þessum efna- hlutföllum getur haft áhrif á boðkerfi í hjartanu og jafnframt aukið fram- leiðslu efna úr omega-6 fitusýrum sem örva samdrátt í kransæðum (spasma), myndun blóðtappa og valda skertu blóðstreymi í hjartanu. STREITA BREYTIR FITUEFNA- SAMSETNINGU í FRUMU- HIMNUM Ákveðið var að prófa þá tilgátu að fitusýrusamsetning frumuhimnu væri hluti af stjórntækjum frumunnar. Frumuhimnunni væri ef til vill breytt til þess að stjóma eiginleikum prót- eina í himnunni og þar með aðlögun að langvarandi streitu. Rannsóknir voru gerðar á tilraunadýrum og var kannað hvernig streita, mataræði eða hækkandi aldur hefði áhrif á þessar mismunandi fitusýrur í hjartavöðvan- um. Við hófum rannsóknir á áhrifum streitu á hjartavöðvann með því að kanna áhrif adrenalíns á fituefnahlut- föll í fumuhimnum hjartans í tilrauna- dýrum (rottum). Adrenalín er boðefni sem berst til hjartans með blóðinu og flytur þau boð að hjartað þurfi að vinna meira, slá hraðar og kröftugar og dæla meira blóði því áreynsla eða átök séu framundan eða þegar hafin. Adrenalín ber boðin að sérstökum hormónaviðtökum í frumuyfirborðinu sem bera síðan boðin í gegnum frumuhimnuna inn í frumuna þar sem önnur kerfi taka við og stjórna við- brögðum við þessum boðum eða á- reiti. Þegar tilraunadýrunum var gefið adrenalín daglega í eina til tvær vikur þá er aðlögunin m.a. fólgin í því að breyta fituefnahlutföllunum í frumu- himnunni og koma þar við sögu eink- um fjölómettaðar fitusýrur, bæði omega-6 og omega-3 fitusýrur. Sams konar breytingar fundust einnig hjá nýfæddum ungum á fyrstu viku æv- innar þegar adrenalínmagn í blóði er mikið. Þá hefur einnig komið í ljós að hliðstæðar breytingar urðu í hjörtum dýra sem sett voru í megrun og látin léttast um 8% á fyrstu viku megrunar með því að draga úr fóðurgjöf. Slík 42

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.