Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 40
Þarna er Valgerður innan um myndir og muni sem fylgdu for-
eldrum hennar.
Valgerður heyrir vel og les allar bækur, er skýr og
minnug á alla hluti.
Geturðu gefíð lesendum uppskrift að svona góðri
heilsu á efri árum? „Ætli það sé ekki af því hvað ég hef
hreyft mig mikið um ævina og geri enn. Mér finnst mjög
gott að vinna úti í garði. Bróðir minn bauð mér að stinga
upp kartöflugarðinn í vor, en ég neitaði. Ég hef alveg efni á
að kaupa mér kartöflur, sagði ég við hann - en ég geri þetta
til að vera úti.“ Jón bróðir Valgerðar er 82 ára.
„Ég er ekkert að kvarta eins og mörg gamalmenni. Ég
fer út og sting upp smábeðstubb. Síðan fer ég inn og legg
mig. Svo aftur út og set sæðið smám saman niður. í vor
setti ég niður kartöflur, rófur, gulrætur og kál - og fékk
svo mikla uppskeru að ég gaf mikið frá mér. Hitt set ég allt
niður í frystikistu og nota eftir hendinni.
Sama geri ég með húsið. Er nýbúin að þurrka allar
myndir og þrífa veggina. Tek bara einn vegg í einu. Ég vil
enga húshjálp, finnst gott að vinna til að stytta daginn. Ég
elda allt sjálf, en hætti að baka eftir að pabbi dó 1977,
fannst ekki taka því fyrir mig eina. Á fimmtudögum fer ég
að spila. Út að ganga ef gott er veður. Ég er farin að sofa
töluvert meira, legg mig flesta daga. Heimsóknir stytta
daginn og flesta dagana kemur einhver.“
Valgerður er búin að búa hér í 36 ár, en átti heima á
Isólfsskála í 511/2 ár. „Ég sé ljóslifandi fyrir mér daginn
sem við lluttum upp að Skála. Þarna reið mamma í söðli út
Valgerður um 23 ára.
traðirnar frá Hrauni þar sem ég fæddist. Yfirsetukonan við
hlið hennar með systur mína þriggja vikna ungbarn í fang-
inu. Ég var fjögra ára.
Isólfsskáli er landnámsjörð, heitir eftir landnámsmannin-
um sem var heygður ofan við skálann. Pabbi og mamma vom
með sauðfé og tvær kýr til heimilisins. Hestar?“ Valgerður
hlær. „Jú, ein hryssa svo þrjósk að hún gekk venjulega aftur á
bak upp Bjallann, brekkuna fyrir ofan bæinn. Svo var útræði
frá bænum. Pabbi ræktaði kom handa skepnunum og græddi
út túnin. Og blómsturgarðurinn hennar mömmu þótti alveg
sérstakur, enda sá fyrsti í Grindavík. Allt var nýtt og notað,
mamma bjó til skyr og smjör, ekki hlaupið út í búð þá, þótt
metta þyrfti marga munna. Við vomm 12 systkinin, þau tóku
líka böm til dvalar - og það var gestkvæmt á ísólfsskála. Þeg-
ar gestir komu var okkur krökkunum hrúgað saman í rúm.
Hvað ég gerði í uppvextinum? Maður var alltaf að
vinna. I heyskap, sinna skepnunum, túninu og kálgarðin-
um. Mikill tími fór í að ná í eldivið niður að sjó. I skóla
gekk ég einn vetur, pabbi þurfti að borga með okkur svo að
skólagangan varð ekki lengri. Mig langaði til að læra mat-
reiðslu, en námið þurfti að sækja til Isafjarðar og engir pen-
ingar til. Ég eldaði samt ofan í marga, t.d., Flosa Ólafsson."
Valgerður vann mikið sem ráðskona hjá rafveituflokkum
um allt land og man sérstaklega eftir hvað sumrin voru
miklu heitari norður í Fnjóskadal og á Akureyri. „Þetta var
mjög skemmtilegt, ég fór svo víða og sá svo margt. Ég
vann líka í fiski og var oft hlutakona frá 6. febrúar til 11.
maí.“
Hvað er að vera hlutakona? „Vinnukona á heimili sem
tók vertíðarmenn í fæði og húsnæði. Það var mikil vinna að
sjá um mat fyrir þá, búa um rúmin og þvo af þeim, verka
sundmaga og fleira. Menn ættu að hugsa um það núna,
kvartandi og kveinandi yfir öllu. Vertíðarmenn komu af sitt
hvorum stað á landinu, en alltaf þurfti að setja tvo menn
saman í rúm, plássið var ekki meira.“
40