Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 41

Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 41
Frá Isólfsskála, Valgerður lengst til hægri í efri röð. „Heima var gengið inn um hlóðaeldhús, en fjárhúsin hinum megin við húsið. Nýtt hús var byggt ‘32—‘33.” Fjölskyldan á enn húsið. Ýmsar þekktar persónur tengjast Valgerði. Guðbergur Bergsson er systursonur hennar. Og þjóðsagnapersónan „Sæfinnur með sextán skó” var afabróðir Valgerðar. Hún segir okkur söguna af honum. Sæfinnur var bráðhuggulegur. Fór til mennta í höfuð- borgina og trúlofaðist, en truflaðist þegar kærastan sveik hann. Þá settist hann að í aflóga skúr og fór að vinna ýmis störf, eins og segir í vísunni: Sœfinnur á sextán skóm, sækir vatn og ber heim mó... Sterk er myndin af manninum í hverjum slitna sauð- skinnsskónum utan yfir öðrum. Eitt sinn var hann lagður inn á spítala. Þá fannst í rúminu hans sjóður tíeyringa og tuttuguogfimmeyringa - hann var alltaf að safna, svo að kærastan kæmi aftur til hans. Þegar hann kom heim var búið að rífa skúrinn hans. Sagt er að þá hafi hann truflast endanlega. Sæfinnur á sextán skóm var mikill mæðumaður. „Þessi afabróðir minn fæddist 1826. Hann var fyrsta bam Hannesar sem bjó á Hjalla í Ölfusi og eignaðist 33 börn með 3 konum. Hannes átti að fá verðlaun fyrir að ala börnin sín öll upp utan sveitar, en þá komst upp að hann átti eitt barn utan hjónabands. Hann fékk því ekki verð- launin, þótt hann giftist konunni síðar. Pabbi var frá Isólfsskála. Atta ára var hann að byggja sér kofa, þegar steinn datt ofan á höfuðið á honum. Þetta var um 300 punda blágrýtissteinn sem alsterkustu menn gátu vart bifað. En afi lyfti steininum, sjálfsagt í krafti sonarást- ar. Pabbi var þá tvíhandleggsbrotinn og illa skorinn í and- liti. Sjáðu örið, segir Valgerður og bendir á mynd af föður sínum. „Hann var búinn að læra bibíusögumar utan að eins og þá var siður, en missti skammtímaminnið svo að hann þurfti að læra þær upp aftur, en hann náði sér alveg.“ Valgerður er búin að hella á könnuna og ber fram mynd- arlegt meðlæti. Gaman að setjast í pússaða eldhúsið hennar, skoða myndir af henni ungri, fallegri konu með mikið rautt hár. „Þá þótti nú ekki fínt að vera rauðhærð! Eitt sumar vann ég í sveit og auðvitað gengu sögur um nýju kaupa- konuna. Ég var úti á engi þegar kona af næsta bæ þeysti framhjá mér, virti mig fyrir sér og sagði stundarhátt: „Hún er ekki mikið rauðhærð! Þetta er mesta myndarstúlka.“ Ég er oft búin að hlæja að þessu,“ segir Valgerður. „Þarna erum við nokkrar saman úr fiskvinnunni. Við fórum í ferðalag austur í Fljótshlíð og gistum eina nótt í tjaldinu.” Þær ferðuðust í boddýbíl og gistu í tjaldi. Samt lögðu þær það á sig að klæða sig upp í íslenska búninginn. Valgerður er í annarri röð lengst til vinstri. Af hverju giftist svona myndarleg kona aldrei? „Ætli guð hafi ekki gleymt að skapa einhvern nógu auman fyrir mig. Ég gekk í tvo tíma til að komast á ball til Grindavíkur, og skemmti mér eins og aðrir, en fólk er misjafnt.“ Nú eruð þið þrjú eftir af tólf systkinum og foreldrar ykkar horfin. Hvað viltu segja um eilífðarmálin? „Fólk deyr og það er jarðað, en við viturn ekkert hvaðan við kom- um eða hvert við förum. Allir óska að líf sé eftir þetta líf, en hver hefur sína trú.“ Valgerður þegir um stund, en segir síðan: „Það kemur fyrir að ég geri vísu.” En samt viö vonum alvalds drottinn á, óskum ab mega búa honum hjá. Jesús oss leiöi um ijóssins sólariöndin og lífiö haldi áfram þótt slitni jarölífsböndin. I ljóðinu liggur von Valgerðar. Hún er að fara í augnað- gerð eftir helgina, segist vera í vandræðum með smátt letur. Um ellihrörleikann segir hún þetta: Hárin fækka, hrukkum fjölgar, herpist fótur, kreppist hönd. Bakiö bognar, brjóst inn fellur, beyglast líka liöabönd. Hugsjónin hún hefur dofnaö, heyrnin líka og sjónin dvín. En ég biö minn alvaldsfööur alla tíma aö gæta mín. Hún er ógleymanleg, konan í litla húsinu í Grindavík sem geislar af friði og fullnægju með lífið og umhverfi sitt. Já, þetta er lífiö, ekkert viö því aö segja, þaö er aö fæöast, gleöjast, starfa, þjást og deyja. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.