Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 54
Sérferðir árid 2004
- skipulagbar af nefnd utanlandsferba FEB í Reykjavík
Við skipulag ferðanna hér á eftir er leitast við
að mæta sérþörfum eldri borgara. Ferðirnar
verða kynntar betur á fundi í Ásgarði sunnu-
daginn 18. janúar n.k., kl. 14. Þá geta þeir
sem vilja skráð sig í ferð(ir). I þessari kynn-
ingu eru taldir áfangastaðir, dagsetningar,
ferðadagskrá, fararstjórar og verð tilgreind. í
öllum ferðunum eru margvíslegar skoðunar-
ferðir í boði alla daga. Áætlað er að skoða
byggingar og stofnanir, svo sem söfn, kirkjur
og náttúrufyrirbæri, horfa á götulíf og mann-
fólk.
í rútuferðunum eru dagleiðir yfirleitt stuttar og stansað oft
á leiðinni á áhugaverðum stöðum og oftast komið snemma
á áfangastað.
I verði er innifalið: flug, gisting, akstur að og frá hótel-
um og fararstjórn. Þegar þátttaka er ljós, og vitað hverjir
fara hvert, þarf að ákveða hvað fólk vill gera sameiginlega
og breytist þá verð í samræmi við það. Minnt er á að enn er
langt í ferðirnar, einkum þær síðustu. En uppgefin verð nú
ættu að auðvelda þeim sem hugsa til ferðalaga að gera
verðsamanburð.
Vorferð til Washington DC,
4.-12. apríl 2004
Fararstjórar: Þorsteinn Magnússon og Bryndís Víglunds-
dóttir
Verð: 90/100 þúsund krónur.
Höfuðborg Bandaríkjanna er mjög áhugaverð borg eins og
líka ýmsir staðir í umhverfi hennar sem fyrirhugað er að
skoða.
Eystrasaltsferð að vori,
tvœr vikur, 14.-28. júní 2004
Fararstjórar: Þorsteinn Magnússon og Bryndís Víglunds-
dóttir.
Verð: 110/120 þúsund krónur.
Á síðasta vori fór Söngfélagið (Söngfélag FEB) mjög
ánægjulega söngför um þetta svæði. Nú er boðið upp á
svipaða ferð. Þrjár borgir eru heimsóttar, Tallin, Hólm-
garður (Novgorod) og St. Pétursborg.
Norður-Ítalía,
tvœr vikur, 10.-24. ágúst
Fararstjórar: Þorsteinn Magnússon og Bryndís Víglunds-
dóttir.
Verð: 120/130 þúsund krónur.
Ekið í rútu um Norður-Ítalíu, gist á fimm stöðum, þrjár
nætur á hverjum stað.
Ferðin er skipulögð um norðurhéruð Itah'u. Fjölmargar
borgir og þorp verða á leið okkar, allt áhugaverðir staðir á
sinn hátt. Nægir þar að nefna Feneyjar, Flórens, Písa,
Veróna og Ravenna.
Haustferð til Majorka,
tvœr vikur, 28. september-10. október
Tveggja vikna sólar-, menningar- og skemmtiferð. Búið á
sama stað allan tímann.
Fararstórar: Þorsteinn Magnússon og Bryndís Víglunds-
dóttir.
Verð: 120/130 þúsund krónur.
í lok september eru mestu sumarhitamir um garð gengnir á
unaðseyjunni Majorka (Mallorca), en gott veður samt,
ákjósanlegt til göngu- og skoðunarferða. Gist verður á
sama hóteli allan tímann með hálfu fæði á einni af bestu
ströndum eyjunnar, Palma Nova, skammt frá höfuðborg-
inni Palma.
Boston í haustlitum,
17.-25. október
Fararstjórar: Þorsteinn Magnússon og Bryndís Víglunds-
dóttir
Verð: 95/100 þúsund krónur.
Haustið í Nýja Englandi er rómað fyrir litadýrð. Boston er
þekkt sem skólabær Bandaríkjanna og þar var vagga frels-
isbaráttu nýlendubúanna. Fyrirhugað er að skoða hina
sögufrægu Boston og fara í dagsferðir til vesturhluta ríkis-
ins og norður með ströndinni. Allsstaðar er yfrið nóg að sjá
og njóta.
Ferð til Færeyja,
/ maí-júní 2004
Blanda af innanlands- og utanlandsferð.
Fararstjóri: Valgarð Runólfsson.
Róta: Reykjavík-Seyðisfjörður, gist við Mývatn.
Sigling: Seyðisfjörður-Þórshöfn-Seyðisfjörður.
Gist í Þórshöfn á Hótel Færeyjum í fimm nætur.
Róta: Seyðisfjörður-Reykjavík, gist á Kirkjubæjarklaustri.
Verð: um 90 þúsund krónur.
Ferðanefndin hefur ekki milligöngu umferðir sem almenn-
ar ferðaskrifstofur bjóða, en bendir eldri borgurum á að
hafa beint samband við þáfulltrúa sem annast sérstaklega
ferðirfyrir (h)eldri borgara.
54