Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 23
Sjálfboðaliði fyrir aldraða
í 23 ár
Cubrún Sigurbergsdóttir er stofnandi Styrktarfé-
lags aldrabra á Suburnesjum
Sagan á bak við stofnun Styrktarfélags aldraðra á Suður-
nesjum minnir á ævintýri. Ég heyrði hana svona: Skósmið-
urinn í Keflavík átti fjórar dætur sem allar eru kenndar við
hann: Gunna skó, Erla skó, Rósa skó og Erna skó. Sigur-
bergur skóari missir eiginkonuna frá ungum dætrum og
fær sér ráðskonu til að sjá um heimilið. Dæturnar eru á
miðjum aldri þegar faðir þeirra deyr og ráðskonan öldruð.
Hún neitar að búa lengur í Keflavík. Nú voru góð ráð dýr.
Gunna skó gerir sér ferð með ráðskonuna til Gísla í Hvera-
gerði sem segir við hana: „Ég skal taka prímadonnuna, ef
þú vilt gera eitthvað fyrir aldraða á Suðurnesjum.” Þetta
var í júlí 1973. í febrúar 1974 er Gunna skó búin að stofna
Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum.
„Frumkvæðið að því að fara með ráðskonuna hans pabba til
Hveragerðis kom frá Kjartani héraðslækni sem var alveg ein-
stakur maður,” segir Guðrún. Stefán sonur hennar teiknaði
myndina sem á að sýna lífsstarf móður hans.
Ennþá hangir skóaraskilti við dymar hjá Gunnu skó. „Er
það ekki undarlegt?" segir hún. „Eg sem þoldi aldrei leður-
Merki Styrktarfélags aldraðra sem sonur Guðrúnar og Jóns,
Stefán Jónsson, teiknaði.
lyktina á verkstæðinu hjá pabba, að maðurinn minn, Jón
Stefánsson, skuli líka vera skósmiður! Þetta gerist bara
svona.“ Og Guðrún segir frá fyrstu kynnum þeirra Jóns á
Laugarvatni. Hvernig það var þegar hann fór að vinna á
vellinum frá því eldsnemma á morgnana oft fram til ellefu
á kvöldin. „Við hittumst bara yfir blánóttina! Pabbi var
einn með verkstæðið og orðinn fullorðinn, svo að Jón fór
að hjálpa honum og ílengdist þar.“
„Já,“ segir Jón. „Nú er ég búinn að vinna við skósmíðar
í 41 ár. Eg er síðasti skóarinn á Suðurnesjum.“ Jón rekur
skóverkstæði í bflskúrnum.
Eg sit yfir notalegu kaffiborði hjá Guðrúnu og Jóni. Datt
inn á heimilið með engum fyrirvara og hef á tilfinningunni
að hingað detti oft inn gestir, svo vel taka húsráðendur á
móti fólki. „Elskan mín, hjá mér er enginn gestur. Hingað
koma bara vinir mínir.“
Oft er gestkvæmt í þessu litla húsi. Guðrún og Jón
byggðu húsið 1952 og fluttu inn í eitt herbergi og eldhús
‘53, ekki af því að húsið væri ekki tilbúið. Nei, herinn var
að koma og húsnæðisekla mikil. „Þá datt engum í hug að
byggja. Tímamir voru þannig. Við seldum sófasettið til að
eiga fyrir teikningum. Fyrsta árið bjuggu hjón hjá okkur.
Eg eignaðist þriðja barnið okkar héma í stofunni með tvö
böm sofandi hjá mér. í herberginu til hliðar var önnur sem
átti von á barni.“
Guðrún segir líflega frá með lýsandi svipbrigðum. Hún
er litríkur persónuleiki sem passar vel inn í ævintýrið, enda
ekki fyrir alla að ná saman sjálfboðaliðum og stofna félag
fyrir aldraða. „Þetta var nú ekki auðvelt! Hér var bara
kvenféla^ með eitt ball á ári og elliheimili gefið af góðum
manni. Eg gekk á milli til að fá fólk til að vera með. Oft
var sagt við mann: „Sniðugt! Þetta vantar svo mikið hérna,
en ég má bara ekki vera að þessu - hef svo mikið að gera.“
Sem betur fer fékk Guðrún líka önnur svör, annars hefði
Styrktarfélagið aldrei litið dagsins ljós.
„Byrjaðu bara, þá kemur það,“ sagði Gísli kenndur við
Grund og gamla fólkið. Hann var vítamínsprautan á bak
við þetta. Hann sagði líka: „Guðrún mín, eftir því sem
koma meiri aurar inn hjá mér, því meira get ég gert fyrir
aldraða.“ Og hann stóð við það. Gaf okkur bækur til að
selja og peninga. Bauð okkur í vikudvalir til Hveragerðis í
einskonar sumarfrí.
23