Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 57

Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 57
Dæmi 1 Lífeyrisþegi hyggst selja öll hlutabréf sín í byrjun árs 2004 áður en arður er greiddur út. Miðað við gengi hlutabréf- anna í dag mun skattskyldur söluhagnaður verða um l.000.000 kr. 1. Þar sem gert er ráð fyrir að selja öll hlutabréfin áður en arður er greiddur út er ekki gert ráð fyrir neinum arð- greiðslum á árinu 2004. 2. Söluhagnaður er áætlaður 1.000.000 kr. 3 Fjármagnstekjur 3.1 Vexti r og verðbætur 0 3.2 Arður 400.000 0 3.3 Leigutekjur 0 3.4 Söluhagnaður 0 1.000.000 Dæmi 2 Lífeyrisþegi er hættur að vinna og farinn að fá greitt úr líf- eyrissjóði. Hann á von á því að tekjurnar frá lífeyrissjóðn- um verði um 600.000 kr. á árinu 2004. Þessi lífeyrisþegi var ekki búinn að tilkynna TR um þessar breytingar og því eru launatekjur í tillögu að tekjuáætlun en ekki lífeyris- sjóðstekjur. Hann þarf því að laga þetta í tekjuáætlun en hann þarf líka að gefa út tekjuyfirlýsingu vegna ársins 2003. 1. Launatekjur eru fallnar. 2. Aætlaðar tekjur úr lífeyrissjóði fyrir árið 2004 eru 600.000 kr. 1 Tekjur 1.1 Launatekjur 900.000 0 1.2 Lífeyrissj.tekjur 0 600.000 Þetta er þó ekki nóg vegna þess að greitt var bæði í al- mennan lífeyrissjóð og viðbótarlífeyrissjóð af þessum launatekjum. Slíkar greiðslur eru ekki greiddar af lífeyris- sjóðstekjunum. Því þarf að breyta þessum liðum til sam- ræmis. 2 Framlög í lífeyrissjóði til frádráttar 2.1 Iðgj. ílífeyrissjóð -36.000 0 2.2 Viðbótaiiífeyrisspam. -36.000 0 Dæmi 3 Laun lífeyrisþega lækka vegna lækkaðs starfshlutfalls. Hann greiðir bæði í almennan lífeyrissjóð og viðbótarlíf- eyrissjóð. Greiðslur eru 4% í báðum tilfellum og gert er ráð fyrir því að svo verði áfram. 1 Tekjur 1.1 Launatekjur 1.200.000 800.000 2 Framlög í lífeyrissjóði til frádráttar 2.1 Iðgj. í lífeyrissjóð -48.000 -32.000 2.2 Viðb.lífeyrisspam. -48.000 -32.000 Sé þessi tekjulækkun þegar orðin staðreynd sem TR var ekki tilkynnt um þarf einnig að athuga breytingar á tekju- áætlun fyrir árið 2003. Þess má geta að ef fólk lendir í vandræðum við útfyllingu eða er í vafa og einhverjar spurningar vakna í þessu sam- bandi þá mun starfsfólk þjónustumiðstöðvar TR og umboða um land allt veita alla aðstoð og frekari upplýsingar. Útreikningur og greiðslur bóta Eftir að hafa móttekið breytingar á tekjuáætlunum reiknar TR út bætur ársins á grundvelli fyrirliggjandi tekjuáætlana. Sú nýbreytni verður tekin upp á árinu 2004 að á greiðslu- seðlum TR munu koma fram upplýsingar um það, á hvaða tekjum útreikningar tekjutengdra bóta eru byggðir. Þetta ætti að auðvelda lífeyrisþegum að fylgjast með því að bóta- útreikningar verði ávallt réttir og í samræmi við réttar upp- lýsingar um tekjur þeirra á hverjum tíma. Verði aftur á móti breytingar á tekjum eða öðrum aðstæðum lífeyrisþega, t.d. hjúskaparstöðu, sem ekki voru fyrirsjáanlegar við gerð tekjuáætlunar, gefst honum kostur á að skila tekjuyfirlýs- ingu til TR og verður bótagreiðslum þá breytt í samræmi við þá yfirlýsingu. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að á heimasíðu TR, www.tr.is er að finna reikniforrit sem kallast Reiknhildur, en þar er hægt að slá inn nauðsynlegar forsendur, s.s. hjúskaparstöðu og tekjur, og reiknar fomtið þá nýjan bótarétt miðað við breyttar forsendur. Endurreikningur og uppgjör bóta Tekjuáætlanir ættu í flestum tilfellum að reynast réttar upp- lýsingar sé til þeirra vandað og á það að tryggja að bótaút- reikningar TR reynist réttir. Því má segja að það sé ákveðið samvinnuverkefni lífeyrisþega og TR að vel takist til. Þannig verður það fyrst og fremst á ábyrgð hvers og eins að tryggja að TR hafi ávallt réttar upplýsingar. Það er svo á ábyrgð TR að greiða út réttar bætur á grundvelli þeirra upplýsinga. I þeini lagabreytingu sem getið var um hér í upphafi kemur m.a. fram, að þegar endanlegar upplýsingar um tekjur bótagreiðsluársins liggja fyrir við álagningu skattyfirvalda á opinberum gjöldum skuli TR enduiTeikna bótafjárhæðir á grundvelli tekna. I þessu felst að bætur ársins 2004 verða í raun greiddar til bráðabirgða og þær síðan endurreiknaðar þegar fyrir liggja endanlegar upplýsingar um tekjur ársins í kjölfar skattuppgjörs. Sá endurreikningur ætti, ef vel tekst til, að leiða í ljós að bótagreiðslur hafi verið réttar. I þeim til- fellum þar sem í ljós kemur við endurreikning bóta að mis- ræmi er á milli þeirra greiðslna sem inntar hafa verið af hendi og bótaréttar, fer fram uppgjör þar sem bætur eru leið- réttar. Þetta þýðir að hafí lífeyrisþegi fengið of lágar greiðsl- ur á árinu, t.d. vegna þess að í tekjuáætlun var gert ráð fyrir hærri tekjum en raun varð á, fær hann vangreiðsluna greidda út. Hafi lífeyrisþegi aftur á móti fengið of háar greiðslur, s.s. vegna þess að árstekjur hans urðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir eða misfarist hefur að láta TR vita um tekjubreyt- ingar eða samsetningu tekna, er ofgreiðslan innheimt. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.