Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 7
með kjötinu, en það kemur í hlut kon- unnar að útbúa það, eins að sjá um súpuna eða annan forrétt og eftirrétt- inn. Ef ekki er til leirpottur, má nota aflangan emaleraðan pott, (hiti 200°) en leirpottur er bestur. Hveitibrauð: I seinni tíð er ég farinn að baka hveiti- brauð sem er notað með súpunni, líka með lambalærinu. Hefur það mælst mjög vel fyrir, ekki síst hjá bömunum og er nú nær ómissandi. Uppskriftin er sænsk, aðeins notað hveiti og vatn, engin fita. Brauðið er best nýbakað, en endist ekki sérlega vel. Efni í brauðið: 25 gr þurrger; 5 dl volgt vatn úr krananum; 1 matskeið salt; 1,4-1,5 lítrar hveiti. 1. Gerið er leyst upp í litlum hluta af vatninu, síðan er því sem eftir er af vatninu hellt saman við, salti og hveiti bætt út í. 2. Deigið er hnoðað í hrærivél eða á borði, þannig að það verði mjúkt og látið lyfta sér undir léreftsstykki í um 1 klst. 3. Deigið er aftur hnoðað á borði, bætt við dálitlu hveiti, síðan flatt út með kökukefli og rúllað saman í lengju. 4. Örlitlu hveiti er stráð ofan á lengj- una og skomar í hana grunnar risp- ur með beittum hnífi, þvert eða á ská, millibil um 4 sm. 5. Brauðið er látið lyfta sér undir yfir- breiðslu í um 30 mín. 6. Bakað við 250 gráður í 10 mínútur, hitinn lækkaður í 200 gráður og bakað áfram í 25 mínútur. Brauðið er borið fram volgt á löngu trébretti, skorið eftir þörfum. Verði ykkur að góðu, ’óÞo'Una.’v Kartöflusalat Salal úr t.d. köldum kartöfluafgöngum er handhægt að búa til og hafa með síld, hangikjöti, öðru reyktu kjöti og fleiru. Margar góðar ábendingar hafa borist um hvað er best í kartöflusalat til bragðbætis og drýginda. Það er t.d. laukur eða blaðlaukur (púrra), epli, gúrkur, ananaskurl (án safa), pikles (Sweet relish) og sumir hafa harðsoð- in egg í salatið. Veljum það sem okk- ur og heimafólki finnst best. í sósuna hafa flestir: Mayonnes, franskt sinnep, sýrðan rjóma og krydd ef vill. Sósunni er blandað varlega saman við kart- öfluteningana og annað sem smækkað hefur verið, misgróft eftir tegund. Berið salatið fram vel kalt. Skinkufrauð (mousse) fyrir fjóra I þennan rétt er tilvalið að nýta af- ganga af skinku eða hamborgarhrygg. 3 blöð matarlím 350 g soðin skinka (fitulítil) 1 lítil paprika rauð 2 litlar sultugúrkur (niðursoðnar) eða pikles 2 dl rjómi steinselja, salt, pipar eða annað krydd Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Saxið skinkuna smátt. Best er að mauka hana í matvinnsluvél. Saxið paprikuna og sýrðu gúrkurnar smátt. Skoðið og saxið steinseljuna. Kreistið mesta vatnið úr matarlíminu og bræð- ið það í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Blandið síðan öllu saman. Kryddið ef vill. Þeytið rjómann og hrærið varlega saman við. Skolið fjórar litlar skálar eða bolla. Skiptið hrærunni í þá og kælið í um 2 tíma. Hvolfíð frauðinu á litla diska, t.d. á salatblöð, og skreytið með einhverju af því sem er í frauð- inu. Gróft brauð er gott með þessum rétti. Norsk hátíðakaka frá Berit 100 g smjör 100 g sykur 4 eggjarauður 100 g hveiti 11/2 tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur eða dropar 4 msk mjólk Hitið ofninn í 180 gráður. Hrærið smjörlíki og sykur vel saman og eggjarauðunum þar saman við einni og einni. Hrærið síðan því sem eftir er varlega saman við. Setjið deigið í pappírsklætt rúllutertumót eða papp- írsmót. Marens: 4 eggjahvítur; 2 dl sykur; 2 dl möndluflögur Stífþeytið eggjahvítumar og þeytið þær síðan með sykrinum í þétta froðu sem smurt er varlega ofan á deigið í mótinu. Möndluflögunum stráð yfír. Bakið kökuna neðarlega í ofninum um 25-30 mínútur eða þar til marensinn er ljósgulbrúnn og gegnumbakaður. Skiptið kökunni í 2 hluta og leggið hana saman með vanillukremi. Búð- ingur (frómas), pakkabúðingur eða þeyttur rjómi með ávöxtum og rifnu súkkulaði er einnig ágætt á þessa góðu, fljótlegu köku sem best er að búa til sama dag og hún er borin fram. Látið hana bíða á köldum stað með fyllingunni í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Listin að lifa á jólunum Flestir eru sammála um að listin að lifa felist m.a. í því að útiloka það sem skiptir ekki máli og einnig það sem við getum ekki breytt. Horfum fram á við og höldum gleðilega jólahátíð. Látum ekki spyrjast um okkur að það taki því ekki að gera jólalegt í kring- um okkur, það komi hvort sem er eng- inn í heimsókn! Jólin er sá tími sem við höldum gömlum hefðum. Tökum fram gamla jólaskrautið. Leggjum fallega á borð fyrir okkur þó við séum ein. Yljum okkur við gömlu, góðu minningamar, tónlist og lestur góðra bóka. Höfum samband við fjölskyldu og vini. Tök- um þátt í því sem þeir yngri hafa fram að bjóða og sköpum þeim ekki áhyggjur af okkur. Verum hjálpsöm og bjartsýn eldri kynslóð. ujtuUa rSteinfiáisdátth', hússtjómarkennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.