Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 56

Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 56
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Nýtt greibslufyrirkomulag í lífeyristryggingum Áætlun tekna og nppgjör bóta Inngangur Nýverið voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lög- um um almannatryggingar nr. 117/1993. Lög þessi fela í sér grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi greiðslna ellilíf- eyris og tengdra bóta frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Því þykir ástæða til að fara nokkrum orðum um þær breyt- ingar sem um ræðir, en breytingarnar varða alla þá sem fá greiddan ellilífeyri og tengdar bætur frá TR. Það ákvæði sem mest reynir á í þessu sambandi er 10. gr. almannatryggingalaga, en þar segir orðrétt í 5. mgr.: „Til grundvallar bótaútreikningi hvers mánaðar skal leggja 1/12 af áætluðum tekjum bótagreiðsluársins. Bóta- greiðsluár er almanaksár. Aætlun um tekjuupplýsingar skal byggjast á nýjustu upplýsingum frá þeim aðilum sem getið er um í 2. mgr. 47. gr. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur bótagreiðsluársins liggja fyrir við álagningu skattyf- irvalda á opinberum gjöldum skal Tryggingastofnun ríkis- ins endurreikna bótafjárhæðir á grundvelli tekna sam- kvæmt þessari grein. Við þann endurreikning er Trygginga- stofnun heimilt að taka tillit til almennra breytinga á laun- um frá þeim tíma sem ætlaðar tekjur tilheyra til þess tíma sem endanlegar tekjur varða. Komi í ljós að bætur hafi ver- ið vangreiddar skal bótaþega greitt það sem upp á vantar. Hafi tekjutengdar bætur verið ofgreiddar skal um inn- heimtu fara skv. 50. gr. Tryggingastofnun skal upplýsa um- sækjanda eða bótaþega um forsendur bótaútreiknings og gefa honum kost á að koma að athugasemdum.“ Hér er m.ö.o. kveðið á um nýtt fyrirkomulag bóta- greiðslna sem skipta má í þrennt, þ.e. 1) áætlun um tekjur 2) útreikning og greiðslu bóta í samræmi við tekjuáætlun 3) endurreikning og uppgjör bóta. Þessum þremur þáttum verða gerð nokkur skil hér á eftir en megináherslan lögð á fyrsta þáttinn, þ.e. áætlun unt tekj- ur, þar sem mest reynir á lífeyrisþegana sjálfa hvað þann þátt varðar, auk þess sem þessi þáttur er mikilvægastur einmitt um þessar mundir. Tekjuáætlanir Eins og fram kemur í framangreindu lagaákvæði er nú gert ráð fyrir að TR áætli tekjur almanaksársins og að bætur ársins séu reiknaðar út frá þeirri áætlun. Einnig er gert ráð fyrir að bótaþega sé gefinn kostur á að koma að athuga- semdum um forsendur bótaútreiknings. Þegar þetta er ritað hefur TR sent öllum lífeyrisþegum tekjuáætlun ásaml bréfi og skýringum. í tekjuáætlun stofn- unarinnar eru tekjur hvers og eins á árinu 2004 áætlaðar út frá nýjustu upplýsingum sem stofnunin hefur handbærar, sem er yfirleitt nýjasta skattframtal og/eða síðasta tekjuyf- irlýsing. Þar eru tekjur framreiknaðar til ársins 2004 og er þar miðað við launavísitölu. Það skal tekið fram í þessu sambandi að gert er ráð fyrir að frítekjumörk verði hækkuð með reglugerð frá og með 1. janúar 2004. Á eyðublaðinu er lífeyrisþegum gefinn kostur á að færa inn breytingar ef þeir telja nauðsynlegt að gera athugasemdir við áætlun stofnun- arinnar. Þetta getur t.d. komið til vegna orðinna eða fyrir- hugaðra breytinga á tekjum, vegna breyttrar samsetningar tekna eða annama atriða sem TR er ekki kunnugt um og er þar af leiðandi ekki er gert ráð fyrir í tekjuáætlun. Má hér geta þess að nokkuð nákvæmar skýringar eru á bakhlið tekjuáætlunarinnar sem ættu að auðvelda fólki útfyllingu eyðublaðsins. Breytta tekjuáætlun þarf síðan að senda til TR eigi síðar en 5. desember nk. Það er afar mikilvægt að hafa í huga að aðeins þarf að fylla út í tekjuáætlunina og endursenda hana ef breytingar eru gerðar. Ef lífeyrisþegi telur áætlun TR standast og telur því ekki þörf á að gera at- hugasemdir við hana, þarf hann ekkert að gera og greiðslur ársins 2004 verða þá reiknaðar út frá þeim tekjurn sem þar koma fram. Það ber að leggja mikla áherslu á að fólk fari vel yfir þá tekjuáætlun sem TR hefur sent og færi inn nauðsynlegar breytingar, ef þörf krefur. Áætlun stofnunarinnar byggir í langflestum tilfellum á á skattframtali 2003, þ.e. tekjum ársins 2002. Ekki er ólíklegt að í einhverjum tilfellum hafi orðið breytingar á tekjurn fólks frá þeim tíma eða þær eru fyrirsjáanlegar. Hér verður sérstaklega að huga vel að fjár- magnstekjúm en þær sveiflast yfirleitt nokkuð á milli ára. Sem dæmi má nefna að söluhagnaður sem til kom á árinu 2002 og fram kemur á skattframtali 2003 þarf t.d. alls ekki að endurtaka sig á árinu 2004 og er þá mikilvægt að geta þess í tekjuáætlun. Hið sama gildir ef t.d. er von á arð- greiðslu á árinu 2004 sem ekki átti sér stað á árinu 2002 og þ.a.l. ekki er gert ráð fyrir í áætlun TR. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hvernig skuli færa inn breytingar á eyðublaðið sem inniheldur tekjuáætlun TR. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.