Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 33

Listin að lifa - 01.12.2003, Blaðsíða 33
Ólafur við málverkið af Baldri. gengt. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1945, þá 21 árs gamall. „Ég komst á togarann Venus frá Hafnarfirði fyrir tilviljun veturinn 1941. Það var mikið lán að lenda hjá þeim heiðursmönnum og njóta vináttu þeirra alla tíð. Haustið 1945 bauðst mér staða annars stýrimanns á bv. Júní. Þegar nýsköpunartogararnir komu fengu Keflvíkingar einn þeima, Keflvíking, maður mátti til með að fara á hann. Gaman var að sigla heim þegar fiskurinn flaut yfir þilfarið. Upp úr 1950 fór krukk stjórnvalda mjög að bitna á tog- urunum og kjörin á þeim versnuðu mikið miðað við bátana. Held ég rnuni rétt að um skeið var verðið á þorski, sem tog- ari landaði kr. 0.65, en á bátafiski kr. 1.05. Maður var líka þreyttur að þurfa að smala strætin í Reykjavík til að ná í mannskap. Ég var lítið á togara eftir 1952. Við þrír félagar af Keflvíking keyptum saman 27 tonna bát og skírðum hann Baldur. Minnihlutaríkisstjórnin sem tók við 1959 létti hömlum af því að Suðurnesjamenn mættu láta byggja báta. Þá réðust tveir okkar í að láta smíða nýjan bát og fengum hann frá Svíþjóð 1961. Nýi Baldur var 40 tonn og þótti býsna framúrstefnulegur, enda fyrsti fram- byggði báturinn sniðinn að íslenskum aðstæðum. Þennan bát gerðum við út í 25 ár. Mestur var aflinn á hann árið 1964, 1378 tonn, en alls öfluðust á hann rúm 18 þúsund tonn þessi 25 ár. Okkur gekk best á dragnót. Áður iðaði hér allt af lífi. Bátar fengu ekki pláss við bryggju, nema hafa tvo bíla til taks, mörg frystihús og margar saltfisk- og skreiðarverkunarstöðvar. Þá var allt á fullu fram yfir lágnætti mikið af vertíðinni. Nú sést ekki ljós í glugga.“ Þú segir að nú séu tveir bátar eftir. Býsna lítið þegar iitið er á 50-60 báta á þínu blómaskeiði. „Já, þetta er mikið breytt. Mér finnst þetta skelfileg þró- un. Örugglega er miklu minna af fiski, en sóknin er líka stór þáttur. Geggjað að taka megnið af aflanum með troll- veiðarfærum. Stór hluti af fiskinum er sóttur niður á miklu meira dýpi en við nokkum tíma komumst niður á. Sóknin er mikið vanmetin! Þab þóttu ryksugutogarar sem vib vorum ab reka út úr landhelginni, en þeir voru bara tappatogarar á móti þessu. Alltof langt gengib ab fara úr 1000 hest- öflum upp i allt ab 6000 hestafla vélar. Og dragnótin ábur var vasaklútur á vib dragnótina núna. Ólafur segist sammála því að kvótann hafi orðið að taka upp, en framkvæmdin á honum hafi verið skelfileg. „Kvótakerfið er eitt, framkvæmdin annað. Toppurinn á þeim mistökum er frjálsa framsalið! Nú eru þeir búnir að selja allan kvótann héðan, eins og bátaeignin ber með sér. En það er gott að vera eldri borgari í Reykjanesbæ. Með árunum hefur bærinn breyst mikið með alla snyrtimennsku. Kannski hafa aldrei verið tekin stærri skref en núna. Reykjanesbær á alla möguleika. Flugvöllurinn er langstærsti vinnustaðurinn hérna, og margar smáar fisk- verkunarstöðvar hafa atvinnu af því að flaka og selja fisk sem fer út um allt með flugi.” Ólafur missti konuna sína, Margréti Einarsdóttur, árið 1966. Þau áttu 6 börn. Þarna stendur Baldur hans Ólafs í nausti framan við Kaffi- Duus, fyrsti frambyggði báturinn smíðaður fyrir íslenskar að- stæður. Bamabömin eru orðin 18 og barnabarnabörnin 27. Allt heilbrigt og gott fólk segir hann. Ólafur giftist aftur Hrefnu Ólafsdóttur 1970 og er ánægður með heimilið og íbúðina. „Fólk yfir sextugt á ekki að standa í viðhaldi á lóð og ein- býlishúsi, kannski líka sumarhúsi. Þetta íbúðarform hentar 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.