Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 19 þá merkir maður hann inn á plott- erinn. Það hjálpar manni að muna, en oft er þetta bara tilfinn- ingin. Bara það sem manni dettur í hug, en það heppnast ekkert alltaf þó að það geri það oft.“ Meðferðin á fisk- inum hefur stórlagast – Kvótakerfið hefur verið þrot- laust umræðuefni og deiluefni í fjölda ára. Hvaða viðhorf hefur þú til þess? „Ég var nú á sjó áður en kvóta- kerfið kom á og hef verið það alla tíð síðan það kom til sögunn- ar. Ég var algerlega andstæður kvótakerfinu þegar það var sett á. En munurinn sem ég sé fyrir og eftir kvótakerfi er, að um- gengnin við fiskimiðin er miklu betri. Eins og viðhorfin voru á togurunum fyrir tíð kvótakerfis- ins, þá var ekki verið að koma með gott hráefni. Það var verið að taka mjög stór höl þannig að oft var þetta hálfgert gúanó. Í dag eru menn bara reknir ef þeir ganga illa um miðin. Umgengnin er allt önnur. En það má alltaf deila um braskið í kringum þetta, að menn geti selt kvótann frá sér og lagt heilu byggðarlögin í rúst. Það er náttúrlega umdeilanlegt. En það þurfti að hagræða, það var ekkert sem mátti veiða, það var búið að skera þorskkvótann svo mikið niður að það varð að gera eitt- hvað. Og meðferðin á fiskinum hefur stórlagast og ég þakka kvóta- kerfinu það fyrst og fremst.“ – Framtíð sjávarbyggðanna úti um land og þó sérstaklega á Vestfjörðum, hvernig sérðu hana fyrir þér? „Vinnslan er orðin svo full- komin í dag. Þeir staðir sem eru nærri flugvellinum í Keflavík virðast standa aðeins framar en við erum á eftir, því er nú verr og miður. Það verða alltaf einhverjir staðir sem dragast aftur úr þó að maður voni það besta. En það er bara ekki hægt að vera með frysti- hús og togara á hverjum stað. Það gengur ekki upp, kvótinn leyfir það ekki.“ Makríllinn, sílið og fuglalífið – Hefur þú einhverjar áhyggjur af framtíð fiskistofnanna? Ein- hver hætta á að þeir hrynji? „Nei, ekki út af ofveiði, engin hætta á því. Það þyrfti þá eitthvað annað að koma til í lífríkinu. Stofnarnir eru allir mjög góðir. Þorskurinn er mjög sterkur. Það er mjög gott að ná í fisk í dag. Það væri ekkert gaman ef það væri allt of stór floti á þessu og allir að eyða olíu og fá ekki neitt. Það er miklu ódýrara að ná í hvert kíló eins og þetta er. Ég held að hérna séu engir stofnar í hættu, nema þá sílið, og þá út af makrílnum. Sílið er náttúrlega í stórhættu.“ – Makríllinn, vel á minnst, hann hefur verið að koma hingað á nýjar slóðir í stórum stíl síðustu árin og talið að það sé vegna hlýnunar í hafinu. Hefur þú orðið var við einhverjar aðrar sérstakar breytingar á fiskigengd sem rekja mætti til slíks? „Það eina sem ég hef séð og varð áberandi var við í fyrra og líka árin á undan, að eftir að makr- íllinn kemur á svæðið, þá hreinsar hann upp allt æti og allt fuglalíf hverfur. Það deyr út og það sést ekkert fuglalíf aftur fyrr en á vorin. Til dæmis er allt iðandi í svartfugli hérna núna, svo kemur makríllinn á miðju sumri og hreinsar upp allt sílið. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Það hverfur allt líf. En það gengur ágætlega að ná í fisk fyrir því. Það hefur ekkert breyst, ekki ennþá að minnsta kosti.“ Lenti í höfninni í Bolungarvík – Hvaða atvik eru þér einna minnisstæðust frá sjómannsferl- inum í meira en fjörutíu ár? „Nú er stórt spurt!“ segir Guð- mundur og hlær. „Minnisstæð- ast? Maður er búinn að fara svo margar ferðir. Ég eiginlega veit það ekki.“ – Aldrei lent í sjávarháska? „Ja, nei, ekki beint. En ég hef farið í sjóinn. Það var reyndar í höfninni hérna í Bolungarvík. Við fórum á sjó, ég og Guð- mundur Jens mágur minn, á þess- um 5,7 tonna bát sem við létum smíða fyrir okkur. Þegar við komum út í Djúpkjaftinn, þá leist mér einhvern veginn ekki á veðr- ið og sneri við. Höfnin var öll full af ís og það var kalt. Við vorum að færa bátinn til í höfn- inni, ég var frammá og ætlaði svo að labba aftur fyrir, en hrasaði í krapanum á dekkinu og datt í sjóinn,“ segir Guðmundur og hlær. „Hann varð ekkert var við þetta, og ég ætlaði að synda að bryggjunni, en sá að ég myndi fljótlega örmagn- ast í kuldanum þannig að ég fór að öskra á hann. Þá sér hann mig og ég er að synda að bátnum, en um leið og ég er að sökkva nær hann í hettuna á mér. Hann náði að þrykkja mér um borð, en það voru mikil átök. Hann sagðist hafa verið lengi að jafna sig eftir það. Ég á honum líf mitt að þakka.“ – Varstu orðinn mjög kaldur? „Já, ég var byrjaður að kólna, það var helvíti kalt því höfnin var öll í mínus og öll í krapa og ís. En ég fór bara heim í heita sturtu og var góður eftir. Þá hét ég að snúa aldrei við aftur, betra væri að halda áfram á sjóinn! En þegar maður lítur til baka, þá eru nú sumar sjóferðir sem hefði mátt sleppa. Þegar maður var yngri og áræðnari var maður kannski ekki svo mikið að spá í þetta.“ Arnarfjörðinn. Það braut á Arnar- firðinum, það var ekki fyrr en við vorum komnir vel inn fyrir fjarðarkjaftinn að það fór að draga úr þessu. Við fórum langt inn á fjörðinn og sigldum svo út með Sléttanesinu. Þetta er sjóferð þar sem maður hefði átt að taka mark á veðurspánni í stað þess að fara að leggja sig.“ Helvítis báturinn mátti fara – Fleiri tilvik? „Ég man eftir einu atviki þegar gerði kolbrjálað veður á okkur þegar ég var á Guðbjörginni á Ísafirði, fyrsta skuttogaranum. Við vorum úti á Hala í þungum sjó og vorum að hífa. Það voru sex tonn af þorski í, sem þótti bara fínt. Svo var kastað aftur og við vorum varla sestir niður strákarnir að frá okkur kaffisopa áður en við byrjuðum að blóðga. Þá var kallað hífopp og við skildum ekki neitt í neinu. Þá kallar kallinn að súrra allt niður. Við gerðum allt sjóklárt og svo var byrjað að dóla upp. Þá hafði skip út af Patreksfjarðarflóanum látið vita að þar væri komið arfavitlaust veður. Þetta var með verra veðri sem ég hef lent í þegar við vorum að sigla upp. Sem dæmi um veðurofsann, þá barst í tal að zódíakinn væri að losna og hvort ekki væri rétt að fara út og festa hann betur. Geiri Bjartar skipstjóri vildi það alls ekki og sagði að helvítis báturinn mætti fara, hér færi enginn maður út á dekk. Í þessu mikla óveðri fórust tveir rækju- bátar í Djúpinu. Þetta var rosa- legt veður og skellti á eins og hendi væri veifað.“ Að steikja harðsoðin egg Guðmundur segir að strák- arnir á Guggunni hafi verið skemmtilegir og uppátækja- samir þegar hann var að byrja þar sem háseti. „Já, þetta voru fjörugir Eftirminnilegur steinbítsróður – Viltu nefna eitthvert dæmi? „Ja, ég get kannski sagt frá einni sjóferð. Við Ólafur Jens Daðason frændi minn fórum í steinbítsróður, ætli það hafi ekki verið í apríl eða maí, og vorum út af Arnarfirðinum á eitthvað sextán-átján mílum. Alveg blíðu- veður. Vorum að róa frá Þingeyri. Við vorum búnir að draga svolít- inn slatta og vorum að leggja líka. Ég var einhvern veginn al- veg búinn á því og segi við Jenna: Það er best að leggja sig smá- stund, fá sér smákríu, veðrið er ekkert að fara að versna, enginn bakki í hafinu. Síðan legg ég mig smástund, það átti eftir að draga eitthvað fjórtán bala. Síðan vakna ég og þá er byrjað að ýfa sjó. Við kláruðum að draga og sjóinn þyngdi alltaf og komið alveg djöf- ulsins veður. Ég segi að þetta hljóti að lagast þegar við kæmum upp á átta mílurnar. En það lagaðist ekkert, það versnaði alltaf, kom- in átta-níu vindstig og þungur sjór. Við vor- um bara á átta tonna trillu. Ég þorði ekki að lensa, hann var svo leiðinlegur á lensi, svo að ég lét bara vaða inn á

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.