Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Auglýsing um breytingu á skipulagi ásamt umhverfisskýrslu, Fossárvirkjun, Ísafjarðarbæ Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda breytingu deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu á fundi sínum þann 10. apríl 2014. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir fjórum lóðum ásamt byggingarreit- um eru skilgreindar innan skipulagssvæðisins, þar af eru þrjár lóðir fyrir núverandi byggingar, þ.e. stöðvarhús, bílskúr og sumarhús. Ný lóð og byggingarreitur eru skilgreind fyrir nýtt stöðvarhús u.þ.b. 280 m neðan við núverandi stöðvarhús. Gert er ráð fyrir allt að 160 m² stöðvarhúsi innan byggingarreits á lóð C. Fjarlægð lóðar C frá Langá skal að lágmarki vera 10 m. Húsið skal vera lágreist og falla vel að náttúrulegu umhverfi og mannvirkjum í ná- grenninu. Heimilt er að móta landið innan lóðar í þessum tilgangi. Hönn- un stöðvarhúss skal miðast við að húsið stendur á ofnaflóðahættusvæði. Heimilt er að endurbæta byggingar á lóðum A, B og D. Núverandi stöðvarhús á lóð A mun þjóna Nónhornsvatnsvirkjun líkt og áður, en auk þess mun byggingin áfram hýsa núverandi Fossavatnsvél sem verður notuð sem varavél ef á þarf að halda. Gert er ráð fyrir að í stöðv- arhúsinu geti einnig verið starfrækt safn þar sem gömlu vélarnar verða til sýnis. Ekki er gert ráð fyrir breyttri nýtingu sumarhúss á lóð B eða bíl- skúr á lóð D. Gert er ráð fyrir afar lítilli viðveru í öllum byggingum á svæðinu, líkt og verið hefur hingað til. Gert er ráð fyrir nýrri þrýstivatnspípu frá Fossavatni að stöðvarhúsi á lóð C. Gert er ráð fyrir að heildarlengd þrýstivatnspípunnar verði allt að 1950 m en núverandi þrýstivatnspípa er um 1800 m löng. Vatnspípan skal falla vel að landslagi og ekki trufla vatnsrennsli Langár þar sem hún þverar ána. Engin breyting verður á miðlunarlóni eða stíflu og tengdum mann- virkjum. Heildarafl hennar fer úr 600 kW í 1200 kW Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www. isafjordur.is frá og með 16. apríl 2014 til og með 28. maí 2014. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal inn athuga- semdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnar- stræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 11. apríl 2014. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs. Matsáætlun HG komin í næsta fasa Hraðfrysihúsið – Gunnvör hf. hefur lagt fram tillögu að mats- áætlun fyrir umhverfismat á 7000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Í janúar kynnti HG drög að mats- áætluninni og hélt fjölmennan kynningarfund á Ísafirði þar sem áform fyrirtækisins voru kynnt. Kristján G. Jóakimsson, verkefn- isstjóri fiskeldis hjá HG, segir að eftir kynningarfundinn hafi HG fundað með hagsmunaðilum, s.s. rækjusjómönnum, veiðiréttar- höfum og Ferðamálasamtökum Vestfjarða og að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða þeirra við skrif tillögunnar. Í stórum dráttum hefur þó matsáætlunin ekki breyst. Kristján segist vonast til að Skipulagsstofnun klári umhverf- ismatið í haust en þá tekur við umsókn um starfsleyfi hjá Um- hverfisstofnun og rekstarleyfis- umsókn hjá Fiskistofu. Ef nýtt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegs- ráðherra verður að lögum mun það ferli ganga mun fljótar fyrir sig þar sem starfs- og rekstrar- leyfi verður á hendi einnar stofn- unar, þ.e. Matvælastofnunar. „Ef hlutirnir ganga hratt og vel fyrir sig þá gætum við verið komnir með leyfi um næstu áramót,“ seg- ir Kristján. Aðspurður hvort að möguleiki sé á því að seiði verði sett í sjó sumarið 2015 segir Kristján það velta á því hvort HG kaupi seiði á næsta ári eða rækti sín eigin í eldisstöðinni á Nauteyri. „Það er möguleiki að kaupa seiði og setja þau út 2015 en við höfum ekki tekið neina ákvörðun um það en við viljum byrja sem fyrst,“ segir Kristján. Áform HG eru að ala 6.800 tonn af regnbogasilungi í ár- gangaskiptu eldi í Ísafjarðar- djúpi. Innifalið í matsáætluninni er einnig 200 tonna þorskeldi en HG hefur stundað það í meira en áratug en er að draga verulega úr því. – smari@bb.is Fasteignasala Vestfjarða á Ísa- firði auglýsir um þessar mundir eftir fasteignum á skrá á Ísafirði og í öðrum byggðum á norður- svæði Vestfjarða. Guðmundur Óli Tryggvason fasteignasali segir of snemmt að segja hvort markaðurinn sé eitthvað að breyt- ast að ráði, en alltaf komi einhver kippur í söluna á vorin. Salan hafi verið góð að undanförnu en meiri fjölbreytileika vanti í fram- boðið á eignum á söluskrá. Í heildina hafi markaðurinn verið nokkuð stöðugur síðustu ár. Bæði á Ísafirði og í Bolungarvík eru það aðallega einbýlishús af ýms- um stærðum sem seljast núna, segir hann, en líka hafi verið þokkaleg sala í minni íbúðum. „Það sem kannski helst hefur vantað hérna til lengri tíma eru íbúðir sem henta fólki sem er að minnka við sig, og svo fleiri ein- býlishús,“ segir Guðmundur Óli. Hann nefnir líka íbúðir í lyftuhús- um. „Hér á Ísafirði eru ekki nema tvö fjölbýlishús með lyftum,“ segir hann. Verðþróunin hefur verið hægt og sígandi upp á við undanfarin ár, að sögn Guðmundar Óla, þó ekki sé um mikla hækkun á fast- eignaverði að ræða. Hann segir að hrunið hafi ekki haft mikil áhrif á fasteignaverð á svæðinu. Verðið hafi haldist hér fyrir vest- an enda hafi hækkunin í bólunni fyrir hrun ekki verið mikil. „Salan hér á Ísafirði var dræm á árunum 2008-2009 og fram á árið 2010 en svo tók þetta aðeins við sér og verðið hefur aðeins farið hækk- andi síðan þá. Í Bolungarvík hef- ur hækkun fasteignaverðs verið heldur meiri síðustu tvö ár“, segir Guðmundur Óli Tryggvason hjá Fasteignasölu Vestfjarða. Fasteignir vantar á söluskrá „Fyrirkomulagið verður þann- ig að fimm kennsludögum verður bætt við önnina. Kennt verður á þriðjudegi eftir páska, á sumar- daginn fyrsta og þrír kennslu- dagar koma í stað prófdaga 12.- 14. maí. Einum prófdegi verður bætt við 22. maí. Útskriftardagur verður laugardaginn 24. maí eins og fyrirhugað var,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson skólameist- ari Menntaskólans á Ísafirði. Að sögn Jóns Reynis voru nið- urstöðurnar kynntar fyrir nem- endum skólans í morgun. Á vef skólans segir að mikil vinna sé fyrir höndum hjá nemendum og kennurum næstu vikurnar og mikilvægt að nemendur mæti vel í kennslustundir og sinni náminu af kappi það sem eftir lifir annar. – harpa@bb.is Útskriftardagur í MÍ óbreyttur

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.