Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 16. júní 2008 9 TAPA FIMMTUNGI AF ÍBÚÐARVERÐI Frosinn íbúðamarkaður Þegar jafnfáir kaupsamningar eru gerðir og undanfarnar vikur er nauðsynlegt að taka tillit til fleiri þátta til að leggja mat á markaðinn. Íbúðalán Við lántöku Eftir 12 mánuði íbúðalánasjóður 18 milljónir* 19,03 milljónir Sparisjóðurinn 7 milljónir** 7,59 milljónir alls 25 milljónir 26,62 milljónir Hækkun á láni 1,62 milljónir * 5,7% VExtir Hjá íbúðalánaSjóði án uppgrEiðSlugjaldS * 8,4% VExtir Hjá SpariSjóðnum án uppgrEiðSlugjaldS 12 próSEnta VErðbólga Er Viðmið í báðum dæmum íbúðarverð í júní 2008 25 milljónir Verðgildi íbúðar í júní 2009*** 23,25 milljónir Skuldir umfram verðgildi á 12 mánuðum 1,75 milljónir tap vegna kaupanna (Hækkun á láni + skuldir umfram verðgildi) 3,37 milljónir *** miðað Við Spá grEiningadEilda um 7% lækkun faStEignaVErðS Íbúar og sumarhúsaeigendur við Laugarvatn eru margir ósáttir við að framkvæmdir við nýja og endur- bætta gufubaðsaðstöðu eru enn ekki hafnar. Áætlað var að um það bil 750 fermetra glæsileg heilsulind við gufubaðið yrði tekin í notkun í apríl á þessu ári, en ljóst er að framkvæmd- in mun tefjast um að minnsta kosti ár. Nokkuð er síðan hinu fornfræga gufubaði á Laugarvatni var lokað og aðstaðan var rifin til þess að fram- kvæmdir gætu hafist. Íbúi á Laug- arvatni sagði í samtali við DV að sér fyndist það hneyksli að svona væri í pottinn búið. Það er fyrirtækið Gufa ehf. og Bláa Lónið sem standa að framkvæmd- unum við Laugarvatn og samkvæmt upplýsinum hleypur kostnaðurinn á hundruðum milljóna. Kristján Ein- arsson, formaður Gufu ehf., sagði í samtali við DV að tafir hefðu orðið á framkvæmdinni, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Hafþór Guðmundsson hjá Hollvinasamtök- um Gufubaðsins segir rétt að íbúar og aðrir vegfarendur við Laugarvatn hafi lýst yfir óánægju sinni með að framkvæmdirnar hefðu tafist í ljósi þess að sú leið hafi verið valin að rífa gömlu aðstöðuna, svo gufuhverinn er nú ónothæfur. „Þetta er gríðarlega stór framkvæmd og hleypur á hundr- uðum milljóna króna.“ Hann segir stefnt að því að taka fyrstu skóflus- tunguna á næstu dögum, en málið hafi tafist af margvíslegum ástæðum. Teikningavinnan við mannvirkið hafi verið flóknari en gert var ráð fyrir í upphafi. „Við ætluðum að byrja síð- asta haust, en það er nokkuð síðan að það varð ljóst að við myndum ekki ná að klára mannvirkið á réttum tíma og því var ákveðið að fresta þessu um eitt ár.“ valgeir@dv.is Íbúar og sumarhúsaeigendur við Laugarvatn ósáttir við seinagang: Gufubaðið ári á eftir áætlun Bláa Lónið ráðgert er að heilsulindin við laugarvatn verði að fyrirmynd bláa lónsins. Enn hafa framkvæmdir ekki hafist. Komin í Kilju „Fantaskemmtileg“ - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga „Sjaldgæf nautn að lesa þessa bók“ - Þráinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður        Linnetsstíg 2, Hafnarrði, sími 551 0424 Seyma Ítilefni17.júnigefumvið 25til40%afslátt afbarnafatnaði, stærðirtveggjatiltólfára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.