Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 8
Ekki er í neinum tengslum við raun- veruleikann að tala um hækkun fasteignaverðs þrátt fyrir að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um hálft prósent á milli mánaða. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er ljóst að fast- eignaverðið fer áfram lækkandi að raunvirði. Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningadeildar Kaupþings, segir að vísitalan hagi sér undarlega þegar lítil velta sé á markaðnum. Þau misvísandi skilaboð sem hún gefur nú eru dæmi um það. Ekki raunhæf viðmið Vísitala íbúðaverðs hækkaði um hálft prósent í maímánuði. Mikið hefur verið gert úr þessu, sérstak- lega af þeim sem byggja afkomu sína á fasteignaviðskiptum. Á sama tíma jókst þó verðbólgan um tæp 1,4 prósent. Raunlækkun fasteigna- verðs á milli mánaða er því um 0,9 prósent. Þegar litið er lengra aftur í tím- ann sést að vísitala íbúðaverðs lækkaði mjög mikið í apríl, um 1,8 prósent. Mánuðinn áður hafði lækk- unin verið minni, eða 0,4 prósent. Með hliðsjón af því hversu stórt stökk lækkunin tók í apríl þurfa ekki að vera tíðindi að hún hækki örlítið aftur tímabundið. Kaupsamningum fækkar um hundruð „Það er biðstaða á fasteigna- markaði,“ segir Ásgeir og bendir á að þegar viðskiptin eru lítil þarf ekki marga samninga til að skekkja töl- una. Rúmlega 200 færri kaupsamn- ingar voru þinglýstir á höfuð- borgarsvæðinu aðra vikuna í júní miðað við sama tíma í fyrra. Aðra vikuna í júní voru 47 kaup- samningar þing- lýstir en fyr- ir ári voru þeir 252. Heildarveltan var rétt tæp- ir 1,3 milljarðar króna en var tæpir 6,9 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Skekkir niðurstöðuna Ásgeir segir vísitölu fasteigna- verðs ekki gæðaleiðrétta, það er leiðréttir ekki fyrir atriði sem hafa áhrif á gæði íbúðar- húsnæðis. Fjölbýlis- húsnæði á ódýrum og lítt eftirsótt- um stað fer því inn í hana á sama hátt og lúxusíbúðir miðsvæðis. Ásgeir tekur dæmi af hruni á fast- eignamarkaði árið 1993. Þá sýndu mælingar að meðallaun bygginga- verkamanna hækkuðu á sama tíma og byggingariðnaðurinn var á nið- urleið. Ástæðan fyrir þessu var sú að þegar engin verk var að fá var hand- löngurum sagt upp störfum. Þannig stóð fasti kjarninn eftir hjá fyrirtækj- unum og skekkti meðaltalið því ekki var leiðrétt fyrir þessa breytingu. Litlar breytingar í sumar Undanfarnar vikur hafa viðskipti með litlar eignir verið algengastar, meðal annars vegna þess að fæstir fá lán vegna þeirra stærri. Almennt er fermetraverð minni eignanna hærra og bætist það því við til að skekkja heildarmyndina. Þegar jafnfáar eignir skipta um hendur og raun ber vitni þarf síðan ekki marga sölu- samninga til að hafa mikil áhrif, ýmist til hækkunar eða lækkun- ar vísitöl- unnar. Óvissa um framhald- ið einkennir fasteignamark- aðinn um þess- ar mundir. Ás- geir býst ekki við að miklar breyting- ar eigi sér þar stað í sumar. Til að markaðurinn fari af stað þarf ákveðnar breytingar í efna- hagsumhverfinu, og þar fara vaxta- lækkanir, styrking á gengi krónunn- ar og lækkun á verðbólgu fremstar í flokki. Mögulega þurfa þó frekari lækkanir fasteignaverðs að koma til áður en breytinga verður vart. Útlitið á fasteignamarkaði er hins vegar ekki bjart. Spáð er allt að 14 prósenta verðbólgu á næstunni, íbúðafjárfesting hefur dregist veru- lega saman og almennt er snögg kólnun í efnahagslífinu. Þegar þetta leggst ofan á þá staðreynd að fast- eignaverð hefur hækkað gríðarlega frá árinu 2004 er líklegasta útkoman enn frekari lækkun á fasteignaverði, líkt og Seðlabankinn hefur spáð. mánudagur 16. júní 20088 Fréttir DV „Vísitalan hegðar sér undarlega ef það er lítil velta á markaðnum.“ ErLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is TAPA FIMMTUNGI AF ÍBÚÐARVERÐI Þeir sem keyptu 25 milljóna króna íbúð um áramótin hafa nú tapað 2,5 milljónum vegna viðskiptanna. Ekki er enn kominn tími til fjárfestinga því þeir sem nú kaupa 25 milljóna króna íbúð munu tapa tæpum 3,4 milljónum á komandi ári. Heildartap íbúðarkaupanda um áramótin myndi því nema um 5 milljónum á átján mánuðum. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 17. janúar 2008 da gblaðið vísir 11. tbl. – 98. árg. – ve rð kr. 295 ekki kaupa íbúð blásið til sóknaR á vatnsleysustRönd: berjast gegn glæpum dv sport >> Landsmenn ættu að varast að kaupa s ér húsnæði á næstunni. Þetta er álit viðmæ lenda DV sem leggja mat á fasteignamark aðinn í dag. Verðbólga, háir vextir og vísb endingar um að fasteignaverð haldi ekki í við verðbólgu á næstunni er meðal þess sem gerir húsnæ ðiskaup óráðleg í dag. Þá er láglaunafólk s érstaklega hvatt til að bíða nokkuð með a ð kaupa sér íbúðarhúsnæði, alla vega þangað til stjórn völd hafa ákveðið hvort og þá hvernig þa u komi til móts við fólk vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. fréttir bjargaði mömmu >> Tveggja ára sonur Söru Rósar Kavanagh varð henni til bjargar þegar tveir menn vopnaðir öxi og hnífi brutust inn. Íbúar í Vogum hafa áhyggjur af ofbeldi og glæpum. Handrukkun um síðustu helgi og íkveikja í lúxusbílum er til marks um aukna glæpi. Þá hefur íbúum sem hafa komist í kast við lögin fjölgað síðustu ár. sjá baksíðu. veislan hefst rotin epli alls staðar fréttir fréttir >> „Allar þjóðir eiga sín rotnu epli,“ segir Katarzyna Kraciuk. Hún og Silvia Kryszewsk a vinna að aðlögun innflytjenda og útlend- inga í Reykjanesbæ. Þær vilja að Íslendingar læri líka að aðlagast útlendingum. >> EM í handbolta hefst í dag. Íslenska liðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, Svíar eru mótherjar dagsins. Háklassa djass á nasa >> „Þetta eru allt mjög uppteknir menn og allir í hálfgerðum meistaraflokki,“ segir Björn Thoroddsen um félaga sína í Cold Front. Hljómsveitin heldur tónleika á Nasa um helgina. Hljómsveitin er að verða fimm ára en þetta er í fyrsta skipti sem hún spilar á Íslandi. Forsíða DV 17. janú r dV varaði við yfi v f di kreppu á fasteignamarkaði í janúar síðastliðnum. á hálfu ári hefur kaupandi venjulegrar íbúðar tapað 2,5 milljónum króna. Verðgildi íbúðar minnkar íbúðarverð janúar 2008 25 milljónir Verðrýrnun vegna lækkunar íbúðar* - 625 þúsund Verðrýrnum vegna verðbólgu** - 1,83 milljónir Verðgildi íbúðar nú 22,54 milljónir Tap á íbúðarkaupum frá áramótum 2,46 milljónir * íbúðaVerð hefur lækkað 2,5 prósenT frá áramóTum. ** Verðbólga hefur aukisT um 7,3 prósenT frá áramóTum. Vafasöm vísitala ásgeir jónsson segir vísitölu fasteignaverðs ekki alltaf gefa rétta mynd af markaðnum. Vísitalan nú sýnir verðhækkun á fasteignamarkaði en í raun halda lækkanir áfram. „Við vonum að þeir sem eru sjá- andi geti þarna fengið smá nasasjón af því að vera blindir. Þarna getur fólk upplifað hvernig það er að sjá ekki og borðað og drukkið í myrkr- inu,“ segir Bergvin Oddsson hjá Ungblind, ungmennadeild Blindra- félags Íslands. Hann er einn af fimm blindum og sjónskertum ungmenn- um sem þjóna til borðs á myrkvuðu kaffihúsi í sumar. Kaffihúsið verður opnað í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð á þjóð- hátíðardaginn og verður opið til 20. júlí. Hægt verður að gæða sér á kaffi, bakkelsi, súpu og léttum sérréttum á kaffihúsinu. Allt verður þar með hefðbundnum hætti, nema hvað að enginn sér nokkurn skapaðan hlut. Myrkvuð kaffihús sem þessi eru víða í erlendum stórborgum og yf- irleitt eru það blindir sem þjóna til borðs enda hægara sagt en gert fyrir aðra að rata í myrkrinu. Löngum hefur verið talað um að með því að útiloka eitt skilningar- vit eflist önnur og því er það sérstök upplifum fyrir hina sjáandi að borða í kolsvarta myrkri. Bergvin talar sérstaklega um þekkt myrkvað veitingahús í Berlín og er fyrirmyndin óbeint sótt þang- að. Ekkert ungmennanna hefur þó komið þangað. Auk þess að veita almenningi nýja sýn inn í heim blindra miðar þetta verkefni Ungblindar að því að búa til sumarstörf fyrir blind ung- menni. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við Hitt húsið og bensínstöð Orkunnar, en Ungblind hefur síð- ustu sumur tekið sérstaklega á að- gengismálum blindra í samstarfi við Hitt húsið. Orkan styrkir starfið síðan með bakkelsi og segir Bergvin að hendinni verði ekki slegið á móti fleiri styrkjum af því tagi. Seinna í dag afhendir Ungblind hvatningarverðlaun þeim sem þyk- ir hafa skarað fram úr í starfi fyrir blind ungmenni. erla@dv.is Ungmennadeild Blindrafélagsins tekur upp nýjung á Íslandi: Blindir þjónar á myrkvuðu kaffihúsi ný sýn bergvin Oddsson ætlar að opna augu þeirra sjáandi fyrir veröld blindra í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.