Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Qupperneq 16
Svarthöfði missti andlitið við að hlusta á dónaskapinn í Sindra Sindrasyni, fréttamanni Stöðvar 2, sem sýndi hæstvirtum forsætisráðherra þá ósvífni að raska ró hans með óundirbúnum fyrir- spurnum um efnahagsástandið. Þetta er kornið sem fyllir mælinn. Það er kominn tími til að fjölmiðla- menn skammist sín. Heldur Sindri Sindrason að það sé þægilegt fyrir Geir að vera minntur á hrap krón- unnar og óðaverðbólgu? Þetta er andlegt ofbeldi af hálfu Sindra og ger- ir tómt ógagn. Sindri vinnur gegn hagsmun- um þjóðarinnar. Með því að raska andlegri ró forsætisráðherra gerir Sindri honum erf- iðara fyrir að stýra þjóð- arskútunni í farsælan farveg. Eins og greindi frá í leiðara Morg- unblaðsins, þegar harðna fór í ári í vor, eigum við að gefa ráða- mönnum olnbogarými til að leysa vandann. Ekki er langt síðan fréttamenn Stöðvar 2 sýndu hæstvirtum utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þann rakta dónaskap að nudda henni upp úr kosningaloforðum hennar. Af því tilefni reit hæstvirtur alþingismað- ur Sigurður Kári Kristjánsson: „Það er athyglisvert að fréttastofa sjái ástæðu til að minna með þeim hætti sem gert var á kosningaloforð eins stjórn- málaflokks og það ekki einu sinni, heldur þrisvar! ... Að minnsta kosti veltir maður því fyrir sér hvað veldur því að fréttastofa Stöðvar 2 sýni þessu máli, umfram önnur, svo mikinn áhuga og reyni að setja þrýsting með þessum hætti á einn stjórnmálaflokk. Ég man ekki eftir því að slíkt hafi ver- ið gert áður.“ Svarthöfði deilir hneyksluninni með Sig-urði Kára Kristjánssyni. Það er fullkomin ósvífni að ota kosningaloforðum framan í stjórn- málamenn sem eru uppteknir við að stýra landinu. Það er ljóst að fjölmiðlamönn-um er ekkert heilagt. Það hef-ur heittelskaður borgarstjóri vor, Ólafur F. Magnússon, reynt á eigin skinni. Hann hefur ítrekað verið spurður óviðeigandi spurninga. Til dæm- is hefur hann verið spurður hvort hann glímdi við flug- hræðslu og hvort hann sé búinn að ná sér af veikindum sín- um. Þetta er allsend- is óþörf tímaeyðsla fyrir mikilvægan mann og einung- is til þess fallið að koma umróti á huga hans. Enn eitt dæmið af ósvífni fjöl-miðlamanna kom fyrir Hér-aðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku. Sjónvarpsfólkið í Kastljós- inu ætti að skammast sín fyrir að fjalla um að tengdadóttir um- hverfisráðherra skyldi hafa fengið ríkisborgararétt með auðveldari hætti en aðrir útlendingar. Það er ekki aðeins rakinn dónaskapur. Tengdadóttirin meiddi sig. Og umhverfisráðherr- ann féll út af þingi. Það hefði nú mátt geyma slíka umfjöllun fram yfir kosningar. Hvaða gagn getur fólk mögulega hafa haft af slíkri umfjöllun? Svarthöfði vonar að tengda-dótturinni líði betur eftir að dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að hún eigi að fá 3,5 milljónir króna. Því fylgir hræðilegt sálrænt tjón að vera sagður hafa fengið ríkisborgararétt með skjót- um hætti. Sérstaklega þegar ýjað er að því að ekki sé nógu merkilegt að maður ætli bara í nám til Bretlands. Dómstólarnir þurfa að grípa inn í þetta. Það væri réttast að dæma Sindra Sindrason til að borga Geir milljónir króna í miskabætur fyrir það umrót hugans sem hann olli ráðherranum. mánudagur 16. júní 200816 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þvílíkur dónaskapur Svarthöfði REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. ,,Þetta var eins og ég ætti að henda öðru hvoru barninu fram af kletti.“ Fátækt fólk svipt barni Leiðari Saga barnaverndar á Íslandi á sér kolsvartar hliðar. Nær-tækt er að rifja upp Breiðu-víkurbörnin sem þurftu mörg að þola niðurlægingu kerfis- ins vegna þess eins að fjölskyldu- aðstæður voru þannig að þeim var sumum komið í klær illmenna. Önnur dæmi eru um að þetta ofur- vald sem ætlað er að vernda börn gengur fram af harðfylgi og ræn- ir börnum af foreldrum. Hanna Jónsdóttir og Jón Viðarsson lentu í þeim skelfilegum aðstæðum árið 1984 að þeim var gert að velja hvort barna þeirra yrði tekið og því kom- ið í fóstur til óskyldra aðila. Hanna og Jón höfðu ekki annað til sakar unnið en að vera fátækt fólk sem átti af þeim ástæðum erfitt með að festa sér heimili. Þau voru ekki þroskaskert, óreglufólk eða í afbrotum og þau van- ræktu ekki börnin sín. Þau voru einfaldlega fátæk sem varð til þess að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur gekk fram af hörku og krafðist þess að þau veldu á milli barna sinna. ,,Þetta var eins og ég ætti að henda öðru hvoru barninu fram af kletti,“ lýsti Hanna minningu sinni í DV frá þeim tíma þegar vont fólk skipaði henni að velja. Ára- löng barátta fyrir réttlæti tók við en klær kerfisins slepptu ekki takinu. Afleiðingar gjörða Barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur árið 1984 eru þær að samband Hönnu og Jóns við stúlkuna rofnaði og mun aldrei verða samt. Á þessu bera barnavernd- aryfirvöld fulla og óskor- aða ábyrgð. Þeir sem stóðu að þessum gjörningi eiga að skammast sín. Óljóst er hvernig hægt er að verðleggja skaða- bætur eftir að fólk hefur verið að ósekju svipt barni. Líklega er það óbætanlegt tjón. Hanna og Jón eiga rétt á því að farið verði í gegnum mál þeirra með tilliti til þess hvort ekki eigi að greiða þeim bætur. Og það á að kalla fulltrúa Barnaverndar Reykjavík- ur til ábyrgðar. DómStóLL götunnar Hvernig ætlar þú að eyða þjóðHátíðardeginum? „Ég ætla að eyða honum heima með krökkunum. síðan getur verið að við förum í skrúðgöngu.“ Hörður Páll Harðarson, 27 ára þjónustufulltrúi „Ætli ég eyði honum ekki bara í vinnu. Ég er í sumarfríi og verð að vinna heima við.“ Guðný Óskarsdóttir, 59 ára ræstitæknir „Ég ætla að vera heima hjá mér. Ég er alveg hættur að fara eitthvað á þjóðhátíðardaginn.“ Jón Halldórsson, 83 ára ellilífeyrisþegi. „Ég er frá noregi og ég ætla að fara heim til noregs. Þannig eyði ég þjóðhátíðardeginum.“ Grete Vikstrand, 47 ára öryggisfulltrúi SanDkorn n Starfsfólk Kastljóssins á erfitt verk fyrir höndum, að sann- færa Héraðsdóm Reykjavík- ur um að gvatemalska blómarós- in Lucia Celeste Mol- ina Sierra hafi ekki orðið fyrir meiðyrðum í umfjöllun um veitingu á ríkisborgararétt henni til handa. Undanfarin ár hafa meiðyrðamál iðulega fallið stefnanda í hag. Lucia lýsti harmi sínum yfir umfjöll- uninni fyrir dómara á fimmtu- dag. Hún talar ágæta íslensku, en einhver misskilningur varð við réttarhaldið, þannig að Fréttablaðið misskildi orð hennar sem svo að hún hefði misst vinnu, en blaðamaður DV heyrði hana segja að hún hefði misst vini. n Þegar haft var samband við Luciu Celeste Molina Sierra á föstudag og hún innt eftir því hvort væri réttara, að hún hefði misst vini eða vinnu vegna um- fjöllunar Kastljóss, brást hún fremur illa við og kvaðst ekki vilja tjá sig. Svo fór að þessi sakleysislega tengda- dóttir Jónínu Bjartmarz skellti á blaðamann DV.is, sem í sakleysi sínu innti hana góðlátlega eftir hinu rétta. Ljóst er að Luciu eru fjölmiðlar ekki hugleiknir. n Fjölmiðlamenn eru náð- arsamlegast beðnir um að spyrja Geir H. Haarde forsæt- isráðherra ekki út í efnahags- ástandið án þess að vara hann við því fyrirfram. Annað er dónaskapur, eins og fram kom í svari hans við skyndilegri viðtalsbeiðni Sindra Sindra- sonar, fréttamanns Stöðvar 2. n Fjölmiðlarisinn 365 hef- ur verið leiðandi í lækkun á íslenskum hlutabréfamark- aði undanfarin ár. Í fyrra var grínast með að fyrirtæk- ið myndi stabíliserast í genginu 3,65, en það þótti mikið fall. Fyrir helgi var gengið kom- ið niður í 1,1, og hafði fallið um 250 prósent á einu ári. Nú er svo hart í ári hjá fyrirtæk- inu að peningarauf hefur verið sett upp á kaffivél í húsnæði fyrirtækisins að Lynghálsi 5 og starfsmenn rukkaðir um 100 krónur fyrir hvern bolla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.