Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 28
Við kynnumst fjölskyldu sem í kjölfarið á gríðarlegum hörmung- um er neydd á flótta. Hörmungarnar lýsa sér í því að stórir hópar manna á austurströnd Bandaríkjanna trufl- ast, tyggja sömu hlutina, ganga aftur á bak og myrða sig loks á þann hátt sem aðstæður leyfa. Eitthvað óskil- greint í loftinu virðist orsaka fjölda- sjálfsmorð mannskepnanna. Suma grunar hryðjuverkamenn en aðra grunar að skýringin sé mun flókn- ari. Um leið fylgjumst við með ást- arsambandi Elliot og Ölmu Moore. Mark Wahlberg túlkar Elliot og minnir hér enn og aftur á að hann er enginn stórleikari þótt hann sé prýðilegur í stökum hlutverkum sem reyna ekki mikið á leikhæfileik- ana. Konan hans í þessari ræmu, Alma, er mun verri og með þeim í för er einnig illa leikið stúlkubarn. Þetta er sérstaklega vandræðalegt í senum þar sem sorg og grátur eiga að heltaka þrenninguna. Ástarsaga Elliot og Ölmu er grunn og hallær- isleg en á stöku stað er í henni vel heppnuð kímni. John Leguizamo er fínn en hans rulla er ekki stór. Myndin er mjög lengi að byrja, hæg, hálfdauð og hrjáist af alvar- legum skorti á spennu sem er nú ekki heillavænlegt í mynd af þessu tagi. Maður missir athygli og skynj- ar það léttvægt þegar börn eru skot- in í hausinn. Það er ekki merki um áhrif af góðri kvikmyndagerð. En tónlistin er fín, effektar eru frábærir og brellurnar eru vel útfærðar. Það er vel þess virði að sjá hvernig liðið sem hefur sýkst kemur sjálfu sér fyrir kattarnef, skýtur sig, gengur fram af húsþökum, keyrir á og svo framveg- is. Það er ekkert út á það að setja. Eftir mikla ládeyðu tekur mynd- in kipp í seinni partinum. Snar- geðveik einbúakerling birtist sem hálfgerður útúrdúr en þar upplifir maður skyndilega spennu og hryll- ing sem myndina hefur fram að því skort. Hápunktur myndarinn- ar er eflaust þar. Grunnpælingin er svo sem í lagi og vísar til sambúð- ar manneskju og náttúru sem er nú ekki fyrirmyndarefni. En Shyamal- an er mistækur. Hann hefur gert allt frá The Sixth Sense sem þótti góð og allt niður í Lady in the Water sem er djöflaræpa í kvikmyndaformi. Happening er að lenda mitt á milli. Sæmileg afþreying en á köflum var maður eins og hinir sýktu - byrjaður að líta í kringum sig að einhverju til að hoppa fram af. Erpur Eyvindarson MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 200828 Fókus DV á m á n u d e g i SkítSæmilegt fjöldaSjálfS orð Eitt megineinkenni skyndi- bitastaða er hröð og oft hávær tónlist. Tónlist sem fólki líður ekk- ert sérstaklega vel við að hlusta á, til þess fallin að matargest- ir staldri ekkert alltof lengi við. Í stíl við það er innvols ekkert sér- lega hlýlegt. Þetta fyrra á við um mexíkóska veitingastaðinn Santa Maria. Hið seinna ekki. Af því má draga þá ályktun að hann sé skyndibitastaður í sauðargæru. Santa Maria hefur fengið ágæt- is kynningu í hinum ýmsu blöð- um frá því hann var opnaður fyr- ir nokkrum vikum. Staðfestingu á því má sjá á eins konar korktöflu sem hangir uppi á staðnum. Fólki verður skiljanlega tíðrætt um hið lága verð á veitingunum þar sem enginn réttur kostar meira en 990 krónur. Ljós í okurmyrkrinu. Ég fór á Santa Maria síðastlið- ið fimmtudagskvöld. Fékk sæti á mjúkum sófabekk, með hið óhemju flotta barborð í seiling- arfjarlægð, en tónlistin fór ekki jafn mjúkum höndum um eyrun á mér. Kjúklingaburritos var það sem ég valdi af hinum húmoríska matseðli, á hinu ánægjuvekjandi verði. Pantaði eftir að enskumæl- andi þjónustustúlkan hafði spurt mig og þá sem voru með mér, að ég held, þrisvar hvort við vær- um tilbúin að panta. Í öll skiptin fékk hún það svar að við værum að bíða eftir einum til viðbótar. Lá á að koma okkur út til að fá fleiri krónur í kassann? Maður spyr sig. Þjónustan að öðru leyti var á hinn bóginn fín. Eftir að við höfð- um pantað matinn kom hann frek- ar fljótt og drykkirnir sömuleiðis. Bragðið? Alveg ágætt, en vantaði smá búst í það. Fjórir þeirra sem voru með mér pöntuðu quasad- illas og hafa alveg smakkað það betra. Verðið minnkar samt erg- elsið yfir því. Og allir þeir krakk- ar á framhaldsskólaaldri sem snæddu á Santa Maria á sama tíma voru ekki beint argir yfir því. KRistJÁN HRAfN GUðMUNDssoN fór á Santa Maria SkyndibitaStaður í Sauðargæru í skyndi Hvað veistu? 1. Upp úr hvaða Íslendingasögu ætlar Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari að vinna leikgerð? 2. Næsta iceland Airwaves-hátíð var kynnt fyrir helgi. Hvað hefur hátíðin verið haldin oft? 3. Hvað heitir nýjasta plata Bubba Morthens sem kom út á dögunum? 1. Njálu 2. Níu sinnum 3. fjórir naglar Hraði: HHHHH VEiTiNGar: HHHHH ViðmóT: HHHHH UmHVErfi: HHHHH VErð: HHHHH Vantar Sæta- Staðgengla Hin árlegu Grímuverðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóð- leikhúsinu á föstudagskvöldið. Sjón- varpsáhorfendur fengu að fylgjast með Grímunni i beinni útsendingu á RÚV. Athöfnin var með hefðbundu sniði og veit áhorfandi við hverju á að búast er hann kveikir á sjónvarp- inu. Svona er þetta með allar íslensk- ar verðlaunahátíðir. Kynnar kvöldsins voru þeir Jói og Gói, betur þekktir sem Jóhann- es Haukur og Guðjón Davíð. Þess- ir tveir félagar eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Báðir hafa leikið með Leikfélagi Akureyrar undanfar- in misseri, en eru nú komnir í Borg- arleikhúsið ásamt nýjum leikhús- stjóra, honum Magnúsi Geir. Það var skondið að sjá að í hvert sinn sem þeir sögðu eitthvað fyndið fór myndavél- in beint á Magnús Geir sem var ávallt í hláturskasti. Hefði verið skemmti- legra að sjá Tinnu Hrafns. Það var hressandi að hafa þá á skjánum og góð tilbreyting. Þeir voru lausir við alla tilgerð og voru skemmtiatriði þeirra með eindæmum skemmtileg. Það sem vantaði upp á Grímuna eru sætastaðgenglar. Sjónvarpsáhorf- endur veltu því fyrir sér hvort mæt- ing á verðlaunin hafi verið dræm því lausu sætin voru úti um allt. Það leit ekki vel út. Aðstandendur Grímunn- ar þurfa að leita til Hollywood til að læra að gera þetta almennilega. Hanna Eiríksdóttir sjónvarpsdómur GRÍMUveRðlAUNiN Ríkissjónvarpið HHHHH frábær fyrir djammara Annar þátturinn af Litlu hafmeyj- unni var sendur út síðastliðið föstu- dagskvöld á Rás 2. Þáttur þessi er í umsjón þeirra Andra Freys Viðars- sonar og Dodda litla sem þjóðin ætti að þekkja efitr áralangan feril á út- varpsstöðvunum X-inu og Reykjavík FM. Eftir að Reykjavík FM var lögð niður hefur ekki heyrst í þeim félög- um og löngu orðið tímabært að heyra raddir þeirra hljóma í viðtækjunum á ný, enda Andri og Doddi með betri útvarpsmönnum landsins. Þátturinn dregur nafn sitt af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn þar sem Andri er búsettur um þessar mundir og kemur þátturinn því til með að verða sendur út í beinni útsendingu frá íbúð Andra í Kaupmannahöfn og stúdíóinu í Efsta- leiti. Í þetta skiptið var Andri hins veg- ar staddur í heimsókn á landinu og sat því við hlið félaga síns í stúdíóinu. Eins og við er að búast af Andra og Dodda voru þeir duglegir að bregða á leik sem brýtur þáttinn skemmti- lega upp og hafði ég einstaklega gam- an af innslagi Andra um helgarplanið þar sem hann kenndi Íslendingum að detta í það að dönskum sið. Tónlistar- maðurinn Hairdoctor kíkti í skemmti- legt spjall við strákana og rennur þátt- urinn þægilega og skemmtilega í gegn með nokkrum góðum partíslögurum inn á milli til að koma manni í helgar- stemninguna. Frábær hlustun fyrir þá sem eru að taka sig til fyrir djammið á föstudagskvöldum. Krista Hall Útvarpsdómur litlA HAfMeyJAN Rás 2 HHHHH bíódómur tHe HAppeNiNG HHHHH leiKstJóRN: M. Night Shyamalan AðAlHlUtveRK: Mark Wahlberg, Zooey Deschanel, John Leguizamo, Betty Buckley Sæmilegt „sæmileg afþreying en á köflum var maður eins og hinir sýktu - byrjaður að líta í kringum sig að einhverju til að hoppa fram af.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.