Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 14
mánudagur 16. júní 200814 Neytendur DV Lof&Last n Lofið fær starfsfólk Vesturbæjarlaugar fyrir að taka alltaf vel á móti manni þegar maður kemur í sund. Þar hefur lengi verið sama starfsfólk og gerir það staðinn heimilislegri. gufan er frábær og allir geta fundið heitan pott við hæfi. n Lastið fær þvottahúsið a. Smith. Viðskiptavinur fór þangað með fín föt í hreinsun og minntist sérstaklega á að fötin þyrfti að þvo á lágum hita. Þegar þau voru tilbúin tók viðskiptavinurinn eftir því að þau voru öll þvæld og mislit og augljóst var að þau voru þvegin á of háum hita. Álfheimum 170,40 186,80 Bensín dísel Flatahrauni 168,70 185,20 Bensín dísel Birkimel 170,40 186,80 Bensín dísel Grafarvogi 168,60 185,10 Bensín dísel Melabraut 168,70 185,20 Bensín dísel Hæðasmára 168,70 185,20 Bensín dísel Ægisíðu 170,40 186,80 Bensín díselel d sn ey t i Ódýr skinka getur í rauninni verið verri kaup en dýr skinka, því sú fyrrnefnda hefur oft mun hærra vatnsinnihald. Mörg önnur dæmi eru um að neytendur tapi á því að kaupa ódýrt. Sparnaður í Sauðargæru Hefur þér liðið eins og þú hafir gert kjarakaup en við nánari athugun ekki verið jafnviss? Þegar þú kaupir skinku á tilboði, þrjú suðusúkkulaði saman í pakka eða flugferð hjá lág- gjaldaflugfélagi er ekki öruggt að þú sért að gera bestu kaupin. Réttar upplýsingar „Það er okkar sjónarmið að upp- lýsingar um viðbætt vatn eigi að koma fram á pakkningunum og er það í raun grundvallaratriði fyr- ir neytendur að þessar upplýsingar komi fram,“ segir Jóhannes Gunn- Vinningshafar dagsins Eftirfarandi eru vinningshafar 12. júní 2008 í leiknum dV gefur milljón. Þau hlutu í verðlaun tíu þúsund króna inneign í Bónus. dV óskar þeim innilega til hamingju. Hans Sævarsson Helgi Sveinbjörnsson Ólöf Ólafsdóttir Sveinn Ragnar Jörundsson Viðar Eggertsson ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is arsson, formaður Neytendasamtak- anna. Mikið magn af vatnssprautaðri skinku er ekki betri kaup en skinka sem ekki hefur verið sprautuð með vatni með tilliti til kjötmagns. „Að auki er það lagaleg skylda að upp- lýsa um mælieiningaverð og það verður að koma fram á pakkning- unum til að hægt sé að bera saman vörur. Þess vegna eiga verslanir að sýna kílóverð, lítraverð, fermetra- verð o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að hægt sé að bera saman vörur til þess að sjá hvað er ódýrast.“ Vatn í kjötinu „Mjög mikið er kvartað til okkar vegna viðbætts vatns í matvælum. Frystur fiskur er með svokallaða glanseringu, fiskurinn er húðað- ur með frosnu vatni. Þetta á líka við um kjúklingabringur, reynd- ar segja kjúklingaframleiðendur að þeir bæti við sykurblönduðu vatni til þess að kjúklingabring- urnar haldi upprunalegu útliti en þetta auðvitað þyngir vöruna og fer í burtu þegar þú afþíðir. Þetta á við um skinku, hangikjöt, ýmiss konar reykt kjöt, svínakjöt og fleira. Það er ekki ólöglegt en ef neytandinn á að hafa frjálst val þarf hann ákveðnar upplýsingar.“ Ekki ódýrt að kaupa stórt Þuríður Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendastofu, seg- ir að fólk ætti sérstaklega að fylgj- ast með mælieiningaverðinu. „Það er komið í undirmeðvitundina hjá okkur að það sé ódýrara að kaupa stóru umbúðirnar frekar en þær litlu. Ég tek samt oft eftir því að stærri umbúðir eru með hærra kílóverð en minni umbúðir. Til dæmis er lítraverð stórrar rjóma- fernu oft hærra en lítlillar,“ seg- ir Þuríður. „Það er neytandans að vera alltaf á verði. Á tímabili var ódýrara að kaupa þrjár suðusúkk- ulaðiplötur sína í hvorum pakkan- um frekar en pakkann með þremur plötum saman, en fólk tekur stærri pakkninguna hugsunarlaust því það heldur að hún sé ódýrari. Fólk verður að kíkja á mælieiningaverð- ið, það á að birtast, en ef það birtist ekki er um að gera að reikna sjálfur út kílóverðið.“ Þegar fólk heldur stórar veislur er algengur misskilningur að hag- stæðara sé að kaupa bjórkút en jafnmikið magn í dósum. En ef að er gáð er hagstæðara að kaupa bjórdósirnar. Ef bjórinn klárast ekki úr kútnum geymist hann að- eins í stuttan tíma en dósirnar er hægt að geyma í lengri tíma. Flugfargjöld Það sama á við um flugfar og matvörur, það er nauðsynlegt að gera verðsamanburð. Ekki áætla að flugfarið sé ódýrara hjá lággjalda- flugfélögum. Mikill munur er á flug- fargjaldi frá Íslandi til Frankfurt hjá Iceland express og Icelandair. Gert var ráð fyrir að farið yrði út 20. júní og komið heim 24. júní. Viðbætt vatn Standa þarf á pakkningum hvort viðbætt vatn sé í kjötinu. Carlsberg-bjórkútur 14.215 kr. 30 lítrar. Einn lítri á 474 krónur. Þar að auki þarf að fá dælu hjá Vífilfell sem kostar 5000 krónur, en þú færð 4000 endurgreitt þegar henni er skilað. Carlsberg-bjór í dós 219 krónur 500 ml. Einn lítri á 438 krónur. Niðurstaða: Það er 36 krónum dýrara að kaupa bjórkút en bjórdósir miðað við lítraverð og 1000 krónur bætast við vegna bjórdælunnar. ICelaNd express Frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt Hahn Verð: 48.789 krónur almenningssamgöngur: Þar sem flugvöllurinn er langt frá borginni þarf að gera ráð fyrir næstum tveggja tíma ferð í rútu sem kostar 15 evrur eða 1838 krónur. Leigubíll á hótel. ICelaNdaIr Frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt International Verð: 45.490 krónur almenningssamgöngur: Flugvöllurinn er nálægt borginni, hægt að taka leigubíl beint á hótelið. Niðurstöður: Samtals er það 5137 krónum dýrara (flugfar og rúta) að ferðast með Iceland Express til Frankfurt en að ferðast með Icelandair til Frankfurt. Samanburður nauðsynlegt er að bera saman flugfargjöld. neytendur@dv.is umSjón: áSdíS Björg jóhannESdóttir asdisbjorg@dv.is Neyte ur ÞJÓNuSTA mJÖG GÓð Á ÍSlANDI „Það sem fólk leggur mest upp úr í sambandi við þjónustu er hraði, áreiðanleiki og viðmót,“ segir jón gnarr. „mér finnst hafa orðið bylting á þessum þremur atriðum þjónustu hér á landi. Það ríkir mjög mikill metnaður að veita góða þjónustu og tileinka sér betri hæfni í mannleg- um samskiptum. Því mundi ég segja að þjón- ustan á íslandi sé yfirhöfuð mjög góð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.