Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 17
Einhvern tíma í kringum 1980 þótti tveimur núllum ofaukið á krón- unni og þeim velt úr hlassi, eftir stóð íslenskur gjaldmiðill jafnfætis þeim danska. Einar Ben, hinn stórhuga skáldjöfur, 5000-kall þásins, er 50- kall núsins. Myntbreytingin hefur því forðað íslensku þjóðinni frá þeirri niðurlægingu að aka um í Ikea með skáldabúntin í hjólbörum. Um líkt leyti fögnuðu Íslend- ingar unnum þorskastríðum og út- færslu landhelginnar svo mjög að óheftri sjósókn á Íslandsmiðum lauk skömmu síðar. Frá sjónarhóli þjóð- arinnar var fiskifriðun skynsamleg, í öðrum gægjugötum var einkavæð- ing fiskimiðanna keppikeflið. Nú, aldarfjórðungi síðar, veiðum við einn fisk miðað við þrjá áður. Hitt mark- miðið, einkavæðing fiskimiðanna, náðist hins vegar og varðar sektum eða tukthúsvist hverjum sem ekki virðir. Þak yfir höfuðið er ein elsta fylgja mannkyns. Á Ís- landi reyndar óbúandi án þess. En nægjusemi fyrri tíma er útdauð og land- inn kröfuharður á pláss. En allir boltar uppi koma niður, líka þessi og nú selj- ast gímöldin illa, verðgildi hverrar spýtu, hverrar flís- ar rýrnar hratt. Jafnvel þrjá- tíu prósenta pompi spáð og magasýrurnar brenna í þétt- býlingum. Vil því minna á, og vísa til framangreindrar einka- væðingar fiskimiðanna, að fast- eignir landsbyggðarfólks hafa unn- vörpum tapað nær öllu verðgildi sínu, þykja ekki veðtækar og marg- ar æviafkomur riða á sviðinni jörð. Eða eins og Einseyringar hrópuðu, þróun, þróun, þegar kvótinn kom en skemmdarverk, skemmdarverk þeg- ar hann fór. Þegar mæra skal efnahagssnilld ráða- manna er gjarnan fiskað í ABCD. Sá elexír hýsir vísitölur og verðbólgur, kaupmætti og stýrivexti, allskonar kvikindi sem stjórnmálamenn ein- ir skilja. Enda firnagóðir í matbún- ingi þessa framandi fyrirbæra sem þjóðin gleypir þakklát eins og sjúk- lingur sem bíður fregna frá lækni af líðan sinni. Og nú er kátt í höllinni því samkvæmt ABCD er Ísland ein ríkasta þjóð í heimi. Og enn kætist höllin því búið er að bjarga krón- unni úr klóm óprúttinna alþjóðlegra myntsala með trilljón króna láni úr nálægum frændgarði. Og allt ætlar um koll að keyra af fögnuði á næsta landsfundi, sama hverjir halda hann og hvar. Þegar Jón keypti hlutabréf í Flón var standurinn hár. Núna er risið lágt, nánast bara hnappur og Viagr- að löngu hætt að virka. Jón græt- ur við öxl forsætisráðherra, kollsteyptur en æðstráðand- inn minnir Jón góðlátlega á hinn frjálsa markað, hann sé sjálfbær og eng- inn geri neitt tilneyddur. Á hinni öxlinni hang- ir Guðjón og minnir æðstráðandann á koll- steypuna sem yrði ef farið væri eftir mann- réttindaáliti Sameinuðu þjóðanna og kvótakerf- inu breytt. Ráðherrann glottir og minnir Guðjón á sjálfbærni flokksins og þar geri menn ekkert ótilneyddir. Þá spyr Guðjón: En Ingibjörg? Ingibjörg?! Hvaða Ingibjörg? Og þar hlæja þeir enn. Sandkassinn Útlönd eru ofmetin. Þau eru bara alls ekkert spes. Ég fer lík- lega ekki til útlanda á þessu ári, enda langar mig ekkert til þess- ara asnalegu landa. Mig langar ekkert til þess að baða mig í sólinni á ströndum Spánar eða skoða Eiffel-turninn í París. Mig langar ekki vitund í siglingu um Miðjarðarhafið eða í fjallaferð um Alpafjöllin. Allra síst langar mig að eyða tíma og peningum í það að kynnast framandi menn- ingu, mat og siðum. Mig langar ekki til Asíu, ekki til Ameríku, ekki til Afríku og alls ekki til Ástralíu þar sem hægt væri að skoða kengúr- ur og kóala- birni í þeirra náttúrulega umhverfi. Ég vil bara vera heima enda hef ég ekkert erindi í burtu. Ég hef reyndar stundum heyrt góðar sögur af útlöndum. Þær eru flestar upp- spuni frá rótum og allar ýktar. Er virkilega ætlast til þess að ég trúi því að í Portúgal sé meira en 20 gráðu hiti alla daga sumarsins? Það væri reyndar ekkert afleitt að vera í sól og 20 gráðu hita í nokkra daga. Ekki gerist það á Íslandi. Þá gæti ég kannski prófað sund- skýluna mína og viðrað stuttermabol- ina. Ég gæti smakkað þetta Pina Colada og hrakið þær sögusagnir að sandur í Evrópu geti verið gulur. Ég gæti prófað að synda í sjón- um án þess að vera í þurrbún- ingi. Þá gæti ég tekið léttan kúrs í erlendum tungumálum og stundað framandi veitingastaði. Það væri kannski bara ágætt að fara til útlanda í sumar. París er víst sæmileg og hringleikahús- ið í Róm líka. Það er ekki alltaf bræla á Miðjarðarhafinu og ef til vill gæti verið fallegt útsýni af Ölpunum. Ástralar þykja nokk- uð „kammó“ og Nýja-Sjáland er víst æði. Ég verð eiginlega að skreppa út. Útlönd eru vanmet- in. Efnahagsundrið DV Umræða mánudagur 16. júní 2008 17 Landhelgisgæslan fylgist með Parið á steininum lætur eftirlit Landhelgisgæslunnar sér í léttu rúmi liggja enda vanari að þeir fylgist með landhelgi íslands heldur en því sem landkrabbarnir aðhafast. DV-MYND Ásgeirmyndin P lús eð a m ínu s Spurningin „nei, hver er ber að baki nema sér hverfisbar eigi,“ segir Kormákur geirharðsson veitingamaður, en honum var gert að stytta afgreiðslu- tíma Ölstofunnar, kráar sem hann rekur, vegna óláta gestanna. Eins og dV greindi frá eru nágrannar skemmti- staða farnir að selja íbúðir sínar til að losna við hávaðann um helgar. Endar þú Einn í hvErfinu? Drangsnesingar fá plúsinn fyrir frumleika en á hinni árlegu bryggjuhátíð þar í júlí verður keppt um fallegustu fuglahræðuna. Öllum er heimil þátttaka, hvaðan sem þeir eru af landinu. LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Þak yfir höfuðið er ein elsta fylgja mannkyns. Á Íslandi reyndar óbúandi án þess.“ -hvað er að frétta? BALDUR GUÐMUNDSSON skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.