Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 30
mánudagur 16. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Hver er konan? „Þuríður Pálsdóttir söngkona.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég hef voða mikið innra „drive“, eða hvað á að kalla þetta. Og það er í hverju sem er, enda taugaveikluð kona. Maður verður svo taugaveikl- aður þegar maður er alltaf að koma fram.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Laxdæla er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Svo finnst mér bækurnar hans Halldórs Laxness alveg dásam- legar. Ég les Heimsljós að meðaltali einu sinni til tvisvar á ári.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Þau eru svo mörg. Ég get eiginlega ekki valið á milli.“ Hvert er eftirminnilegasta hlutverkið þitt á ferlinum? „Leonoru í Il Trovatore hefur mér fundist skemmtilegast að syngja. Þar eru ofboðslega fallegar aríur. Þær áttu líka svo vel við mína rödd.“ Kom þér á óvart að þú skyldir vera valin til að fá heiðursverð- launin að þessu sinni? „Já, það segi ég satt. Af því að ég er af þessari fyrstu kynslóð söngvara veit maður aldrei hvenær maður er orðinn gleymdur. En mér þykir mjög vænt um þetta.“ Hvenær söngstu fyrst á sviði? „Þegar ég var sautján ára gömul. Þá söng ég í Trípólíbíó á hátíðinni Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar. En þegar ég var ellefu ára söng ég í útvarpsleikriti. Það má segja að það hafi verið í fyrsta skiptið sem ég söng opinberlega.“ Hverjar eru stærstu breytingarn- ar sem orðið hafa á íslenska söngheiminum síðan þú byrjaðir að syngja? „Söngskólinn var náttúrlega mikil breyting. Þar menntum við krakkana alveg upp í topp. Nú eru til margir söngkennarar á Íslandi sem ekki var áður þegar þurfti að fara út að ná sér í söngmenntun.“ Hver er mesti söngvari sem Ísland hefur átt að þínu mati? „Ég get ekki nefnt neinn einn. En þeir eru margir mjög góðir, til dæmis Elín Ósk Óskarsdóttir, nemandi minn, og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.“ MAÐUR DAGSINS Sandkorn n Tímaritið Reykjavík Grape- vine fagnaði fimm ára afmæli sínu með heljarinnar gleðskap í Viðey í blíðskaparveðri síðast- liðið föstu- dagskvöld. Að venju voru gestir ferjaðir yfir í eyjuna með bátum. Stjörnur kvöldsins létu bátinn þó ekki nægja og skömmu eftir að gestir voru komnir í eyjuna kom þyrla fljúgandi inn á svæð- ið og lenti í miðju partíinu. Út stigu engir aðrir en strákarnir í hljómsveitinni Dáðadrengjum sem ekki hefur heyrst í í dágóð- an tíma en nokkrir meðlima skipa nú sveitina Morðingj- ana. Dáðadrengirnir skemmtu svo afmælisgestum fram eftir kvöldi við gríðargóðar viðtökur. n Meira af Viðeyjarpartíinu. Daníel Ágúst Haraldsson fór á kostum þegar hann steig um borð í einn bátinn, enda var hann klæddur síðum svörtum pels. Pelsinn hefur sennilega komið sér vel í partí- inu þar sem flestir voru utandyra allt kvöldið. Á leiðinni til baka smeygði kappinn sér í gegnum röðina til að komast fyrr í bátinn. Var fólk lítið að kippa sér upp við það og höfðu menn orð á því að maður í svona flottum pels kæmist upp með nánast hvað sem er. n Fræga fólkið var líka úti á líf- inu á laugardagskvöldið. Á Q- bar mættu til að mynda knatt- spyrnuhetjan Eiður Smári Guðjohnsen og góðvinur hans, Auðunn Blöndal. Þeir stopp- uðu ekki ýkja lengi, en þegar þeir voru komnir út rákust þeir á aðra knattspyrnuhetju, Birki Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, og hans ektamær, Ragnhildi Gísla- dóttur. Urðu fagnaðarfund- ir og virtust Eiður og Auðunn ekki síst ánægðir með köflóttu buxurnar sem Birkir klæddist þetta kvöld. Þuríður Pálsdóttir söngkona fékk heiðursverðlaun grímunnar í ár þegar grímuverð- launin voru afhent á föstudags- kvöldið. Verðlaunin fékk hún fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á íslandi. BókStAfleGA „Brasilíumenn eru hálf- gerð letiblóð og vilja fyrst og fremst hafa gaman af kennslunni, oft endaði ég á því að leika hluti og dýr fyrir bekkinn og reyndist það mjög vel.“ n anna Smáradóttir sem vann í þrjá mánuði sem enskukennari í einu af fátækrahverfum rio de janeiro í Brasilíu. - Fréttablaðið „Þetta var döpur frammi- staða ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar og við inni í leiknum. Svo gefum við þeim mark á silfurfati vegna einbeit- ingar- og samskiptaleys- is milli manna. Eftir það virðist hausinn á mönn- um fara út í veður og vind.“ n Leifur garðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 tap sinna manna gegn Kr í gær. - Vísir „Ég vildi gjarn- an gera það, Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega.“ n geir H. Haarde forsætisráðherra við Sindra Sindrason, fréttamann markaðarins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn, spurður um komment um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna efnahags- ástandsins. „Ég hugsa að fáir hafi lifað jafn skemmti- legu lífi og ég sjálfur.“ n Fjölnir Þorgeirsson um pabbahlut- verkið, baráttuna um sameiginlegt forræði, sorgir og sigra. - dV „Árið 1990. Þá var ég fá- tækur námsmaður og fékk frítt á leiki fyrir að hafa dómararéttindi.“ n Kristinn jakobsson, eftirlitsdómari á Em, spurður hvenær hann hafi ákveðið að verða dómari. - dV „Eins og að lenda óvænt á þjóðhátíð. Fótboltabullur höfðu lagt undir sig landið og það voru hróp og köll alla daga og fólk í skrautleg- um treyjum.“ n ásdís Olsen, aðjúnkt og dagskrár- gerðarkona, um hvernig það var að vera í Sviss á dögunum þar sem Em í fótbolta er nú í fullum gangi. - 24 stundir „Ég hugsaði aldrei „nú er ég hættur“. Til þess er ég of þakklát- ur fyrir þetta tækifæri að fá að læra við skólann. En ég hugs- aði stundum „er ég að verða brjálaður?“ n Þorvaldur davíð Kristjánsson leikari um fyrsta veturinn í hinum virta juilliard listaskóla í new York. - dV „Ætli ég sé ekki svolítill barna- kall,“ segir leikarinn Ívar Örn Sverr- isson, sem nú yfirgefur Stundina okkar eftir tveggja vetra umsjón. Eins og kunnugt er hefur Ívar séð um Stundina okkar með leikkon- unni Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur. Nýlega var leikarinn Björgvin Franz Gíslason ráðinn til að hafa umsjón með Stundinni okkar næsta vetur svo það eru breytingar fram und- an hjá Ívari. Ríkissjónvarpið ger- ir samning til eins árs í senn og nú hefur það ákveðið að breyta til. Ívari líst vel á eftirmann sinn. „Ég gæti ekki hugsað mér betri arftaka en Björgvin,“ segir hann og vonast til þess að sjónvarpið haldi áfram að búa til metnaðarfullt efni fyrir börn. Hann hefur þó ekki alveg slit- ið „barnsskónum“ því auk þess að eiga tvö börn sjálfur flytur hann inn vönduð tréhjól fyrir 2 til 5 ára börn sem finna má á síðunni www.likea- bike.is. Hjólin sem fást meðal ann- ars í Húsgagnahöllinni eru kjörin til að þroska jafnvægisskyn og hreyfi- getu barna. Aðspurður hvernig hjól- in virka segir Ívar: „Þau nota eig- ið afl til að spyrna hjólinu áfram og fæturna til að stöðva sig, sannarlega góð leið til að svala hreyfiþörf kraft- mikilla barna.“ Hann vinnur nú að því að koma sér aftur í leiklistargírinn. Ívar var að koma úr fæðingarorlofi og er nýlentur eftir heimsreisu. Ívar og kona hans ferðuðust meðal annars til Kaliforníu og Mexíkó með börn- in sín tvö. liljag@dv.is Leikarinn Ívar Örn Sverrisson segir skilið við Stundina okkar: Úr heimsreisu í tréhjól Ívar Örn Sverrisson Er algjör barnakall. dV-mynd ásgeir Likeabike Hjólin eru þýsk og úr birkikrossviði. Taugaveikluð af því að koma fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.