Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 20
mánudagur 16. júní 200820 Sport DV AdebAyor er dýr Emmanuel adebayor, leikmaður arsenal, gæti reynst aC milan of dýr kostur og það viðurkennir Silvio Berlusconi, forseti mílanóliðsins. adebayor gaf það í skyn í síðustu viku að hann vildi spila fyrir aC milan en talið er að arsenal vilji fá nálægt 30 milljónum punda fyrir leikmanninn. Fyrir vikið er talið líklegt að forráðamenn ítalska stórliðsins einbeiti sér að Samuel Eto’o og di- dier drogba í stað adebayor. „Ég veit ekki hvort hann mun klæðast treyju aC milan. Hann kostar mikið. á mánudag munum við skoða markaðinn aftur og sjá hvort við getum borgað minna fyrir annan leikmann,“ segir antonio galliani, aðstoðarforseti aC milan. MOLAR VillA Vill liVerpool Spænska markamaskínan david Villa viðurkennir að hann sé tilbúinn til þess að spila fyrir Liverpool í ensku úrvals- deildinni. Sam- vinna hans og Fernando Torres hefur verið mjög góð það sem af er Em 2008 og forráðamenn Liverpool gætu freistast til þess að fá Spánverj- ann frá Valencia til þess að auka sóknarþunga liðsins á næstu leiktíð. „Liverpool og Chelsea eru bæði stórlið sem eru góður kostur. Liverpool er með spænskan þjálfara og ég á marga vini þar,“ sagði Villa og ýjaði þar með að því að hann kjósi frekar að fara til Liverpool. ToTTenhAm á mArkAðnum Tottenham ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. nýjustu leikmennirnir sem eru orðaðir við félagið eru Fabric- io Collocini, leikmaður deportivo La Coruna, og Cata diaz sem leikur með getafe. Báðir þessir leikmenn eru varnarmenn og ekki veitir af þar sem jonathan Woodgate og Ledley King eru oft meiddir þó báðir séu góðir leikmenn. michael dawson heillaði ekki juande ramos og í kjölfarið hefur ramos verið á hött- unum eftir miðvörðum í vörnina. Coll- ocini er argentínskur varnarmaður en Barcelona og real madrid hafa bæði verið orðuð við kappann. Hann hefur þegar keypt króatíska leikmanninn milan modric sem farið hefur á kostum á Em 2008. Alonso Til JuVenTus Fjölmiðlar á ítalíu segja Liverpool búið að samþykkja tilboð frá juventus í miðjumanninn sterka Xabi alonso. Kaupverðið er talið nema um 18 millj- ónum evra eða um 2,2 milljörðum króna. Búist er við því að alonso verði kynntur sem nýr leikmaður juventus um næstu heldgi en ítalska liðið er ekki hætt á markaðnum. Branislav Ivan- ovic, leikmaður Chelsea, ku vera næst- ur á óskalistanum en hinn 24 ára gamli varnarmaður fékk lítið að spreyta sig með Chelsea. juventus leikur í meist- aradeildinni á komandi leiktíð. Claudio ranieri er mikið í mun að styrkja lið sitt og undirbúa það sem best fyrir átökin næsta vetur. neTzer segir VAn bAsTen snilling Hollendingar eru í skýjunum þessa dagana vegna frábærrar frammi- stöðu landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrrum þýska knattspyrnu- hetjan gunther netzer sparar ekki marco Van Basten, þjálfara liðsins, lofið og segir hann snilling. „Hann er einfaldlega snillingur. Við höfum sjaldan séð slíka frammistöðu í leikjum á milli lands- liða. Frakkar sóttu á þá en breytingar Van Basten í leiknum voru snilldarleg- ar og hann sótti til sigurs í stað þess að bíða og verja forystuna. Van Basten er búinn að sannfæra mig um gríðarlega hæfileika sem þjálfari í Frakkaleiknum þar sem hann tók miklar áhættur. Þær borguðu sig enda var nóg af svæði fyrir sóknarmennina til þess að sækja í,“ segir netzer. ÍTAlir brJálAðir menn innan herbúða ítalíu eru brjálaðir eftir jafn- tefli gegn rúmeníu í öðrum leiknum í riðlakeppninni á Em. Löglegt mark var dæmt af Luca Toni auk þess sem rúmenar fengu umdeilt víti. góð markvarsla gigi Buffon hélt þeim inni í keppninni en leikmenn liðsins eru ósáttir við dómgæsluna í leiknum. „Leikmennirnir eru reiðir vegna þess að þeir vita að þeir sýndu góða frammistöðu í leiknum. markið sem dæmt var af Toni hefði breytt leiknum. dómarinn er þarna til þess að sinna skyldum sínum og ég vona að hann hafi ekki tekið ákvarðanirnar út frá því að honum líki illa við okkur. dómarinn var ekki nógu góður fyrir þennan leik,“ segir gianluca Buffon, markvörður ítalíu. KR-ingar léku sér að slökum Fylkis- mönnum og sigruðu 3-0 á heimavelli sínum að Frostaskjóli. Björgólfur Takefusa átti skínandi leik og skoraði þrennu. Fátt benti til þess að KR myndi rúlla Fylkismönnum upp framan af leik en eftir að Björgólfur skoraði fyrsta markið á 31. mínútu var aldrei spurning um það hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Jónas Guðni Sævarsson lagði upp markið fyrir Björgólf, sem skoraði með skalla af stuttu færi, en þess má geta að Jónas lék mjög vel og miðjumenn Fylkis áttu lítið í hann. Í stað þess að berja sér í brjóst, koðnuðu Fylkismenn niður við fyrsta mark KR. Liðið ógnaði aldrei allan fyrri hálfleikinn og brotalamir voru á vörninni. Fjalar bjargaði Fylki Björgólfur bætti við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf úr aukaspyrnu í markið. Eftir fylgdu nokkrar ágætar KR-sóknir og ef ekki hefði verið fyr- ir góða markvörslu Fjalars í markinu hefði þriðja markið komið mun fyrr en það gerði. Það kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Guðmundur Reyn- ir Gunnarsson hafði farið illa með varnarmenn Fylkis upp við enda- línu. Fyrirgjöf hans endaði í hönd Ól- afs Stígssonar og vítaspyrna var um- svifalaust dæmd. Björgólfur átti ekki í vandræðum með að skora úr henni og staðan orðin 3-0 fyrir KR. Á lokamínútunum fengu Fylkis- menn tvö ágæt færi þegar Ian Jeffs og Halldór Hilmisson skutu beint á Stefán Loga Magnússon. Að þess- um skotum undanskildum ógnuðu Fylkismenn svo til aldrei allan leik- inn og mikið andleysi einkenndi leik þeirra. KR-ingar geta hins vegar andað léttar eftir hálfdapra byrjun á mótinu. Liðið er með nokkra léttleikandi leik- menn og getur spilað fínan fótbolta þegar sá gállinn er á þeim. Björgólfur Takefusa lék vel ásamt Jónasi á miðj- unni en einnig er vert að geta þess að vörn liðsins var traust, en því hefur sjaldan verið að fagna í sumar. björgólfur í formi Logi Ólafsson, þjálfari KR, hrós- aði Björgólfi Takefusa fyrir hans framlag í leiknum. „Hann er að upp- skera laun erfiðisins, hann er í miklu betra líkamlegra formi en hann hef- ur verið,“ sagði Logi. Hann var sáttur við spilamennskuna. „Við reyndum að þétta okkur inni á miðjunni og þar með gat Viktor farið framar. En fyrst og fremst var þetta sigur liðsandans og menn sjá bara hvað til þarf til þess að vinna leiki,“ sagði Logi. KR komst upp að hlið Fylkis með níu stig með sigrinum og situr sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir er hins vegar í áttunda sæti og hefur leikið einum leik meira. dauft á Akranesi Valsmenn sóttu stig á Skagann í markalausum leik. Bæði lið lögðu upp með að fá ekki á sig mark og þeim varð að ósk sinni. Aðeins ör- sjaldan gerðist eitthvað upp við ann- að hvort markið en markverðast var þegar varamaðurinn Andri Júlíusson fékk rauða spjaldið fyrir að sparka knettinum í burtu eftir að búið var að dæma rangstöðu. Andri fékk tvö gul spjöld en hann var einungis í 11 mín- útur inni á vellinum. keflvíkingar á sigurbraut Andri Steinn Birgisson varð fyr- ir því óláni að skora sjálfsmark þegar Keflvíkingar sigruðu Grindavík á úti- velli í grannaslag. Keflvíkingar hafa oft leikið betur en þeir gerðu í þessum leik en eftir standa þrjú stig og Kefla- vík komst á toppinn með sigrinum. Þróttarar seigir Þróttarar héldu áfram uppgangi sínum þegar félagið lagði HK að velli 2-1 í Laugardal. Hjörtur Júlíus Hjartar- son og Denni Danry komu Þrótturum í 2-0 áður en Mitja Brulch minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Þróttur er kominn í fjórða sæti deild- arinnar með ellefu stig. TÓmAs ÞÓr ÞÓrðArson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Keflvíkingar unnu enn einn leikinn í Landsbankadeild karla þegar þeir lögðu granna sína í Grindavík 0-1 á útivelli. Valur og Skaginn gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum knatt- spyrnuleik á meðan Þróttarar héldu áfram uppgangi sínum og lögðu HK í Laugardal. Björgólfur á skotskónum Björgólfur í ham Björgólfur Takefusa skoraði þrennu og lék vel. Hann á hér í höggi við Kjartan Ágúst Breiðdal. Hart barist Viktor Bjarki Arnarson er hér stöðvaður af Vali Fannari Gíslasyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.