Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 2
Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, gagnrýn- ir harðlega vinnubrögð innri end- urskoðunar Reykjavíkurborgar og Velferðarráðs sem gera ekki at- hugasemdir við að gengið skuli að næstlægsta tilboði í rekstur íbúða fyrir einstaklinga sem þarfnast fé- lagslegrar aðstoðar og endurhæfing- ar vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Innri endurskoðun Reykjavíkurborg- ar gerir ekki athugasemdir og telur rök Velferðarsviðs um að ganga að tilboði Heilsuverndarstöðvarinnar/ Alhjúkrunar málefnaleg. Lægsta til- boð átti SÁÁ. Þorleifur segir að ekki hafi ver- ið hrakið að tilboð SÁÁ hafi verið lægst, en því hafi verið haldið fram að Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun sé betur í stakk búin til að sinna verk- efninu á faglegan hátt. Tilboð SÁÁ nam 33,4 milljónum á ári með hús- næðiskostnaði en tilboð Heilsu- verndarstöðvarinnar um 41 milljón króna án hús- næðiskostnaðar. Í skilum ehf. gjaldþrota Borgaryfir- völd telja veiga- mikil rök að Heilsuverndar- stöðin/Alhjúkr- un hafi aðgang að ákveðnu hús- næði í austur- bænun sem þykir hentugt. „Mér hef- ur verið bent á að hvorki sé til staðar kaupsamningur né löggiltur leigusamn- ingur um húsnæðið og hugsanlega verði það ekki falt á næstunni og þarf þetta frekari skoðunar við,“ segir Þorleifur í yfirlýsingu sinni. Um er að ræða sex raðhús að Hólavaði 1 til 11. Í tilboði Heilsu- verndarstöðvarinnar eða Inpro, for- vera þess, er ráð fyrir því gert að þrír til fjórir einstaklingar búi í hverri íbúð, en hver þeirra er um 150 fer- metrar. Eigandi íbúðanna er félag sem heitir Í skilum ehf., en samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá var þetta félag úrskurðað gjaldþrota 8. apríl síðastliðinn, löngu eftir að Inpro, nú Heilsuverndarstöðin, gerði sitt til- boð. Í skilum ehf. er í eigu Sigtryggs A. Magnússonar, en tilgangur félagsins er fjárfestingar í fasteignum, útleiga á fasteignum, fasteignaviðskipti og rekstur fasteigna. Sigtryggur seg- ir í samtali við DV að þessi staða mála trufli ekki þau áform að leigja Heilsuverndarstöðinni íbúðirn- ar til áðurgreindra nota. Í rauninni hafi gjaldþrotakrafa verið til komin vegna ágreiningsmála við tollayfir- völd. Hann segir að íbúð- irnar verði skráðar á félag sem ber nafnið Hagur ehf. Unnið sé að því að ljúka smíði íbúðanna við Hólavað. Ekki orð frá innri endur- skoðun Af um- sögn innri endurskoð- unar Reykja- víkurborgar er ekki að sjá að þessi þáttur málsins hafi ver- ið sérstaklega kannaður þegar veitt var umsögn um tilboð Heilsuvernd- arstöðvarinnar og SÁÁ þann 10. júní síðastliðinn. Þar segir meðal annars: „Það er mat Innri endurskoðunar, stutt ítarlegri rökstuðningi sem nú liggur fyrir, að málefnalegar forsend- ur liggi að baki þeirri ákvörðun þar sem sú umsókn var talin hagkvæm- ust m.t.t. heildarlausnar.“ DV er ekki kunnugt um hvort unn- ið sé að því að ljúka smíði umræddra húsa á vegum þrotabús Í skilum ehf. og samkvæmt ósk skiptastjóra. Einkennileg stefna Velferðarráðs Þorleifur Gunnlaugsson, borg- arfulltrúi VG, segir að sú fullyrðing Stellu Víðisdóttur, sviðsstjóra Vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, að það sé eitt af markmiðum „Velferð- arsviðs að styðja við þróun og sam- keppni á markaði í félags- og heil- brigðisþjónustu“ sé með ólíkindum. „Velferðarráð hefur aldrei markað sér þessa stefnu enda er einkavæð- ing félags- og heilbrigðiskerfisins eitt helsta deiluefni samfélagsins. Þetta skýrir þó vilja meirihluta Velferðar- ráðs til að taka tilboði einkaaðila á markaði frekar en almannasamtaka þó þau síðarnefndu geti boðið betur einfaldlega vegna þess að þau þurfa ekki að færa eigendum sínum arð,“ segir Þorleifur í yfirlýsingu sinni. Byrgisfíklar í húsnæði Ósk um að koma á fót og starf- rækja félagslegt húsnæði fyrir fíkla sem þarfnast endurhæfingar barst borgaryfirvöldum frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu í fyrra í kjölfar þess að starfsemi Byrgisins var lögð niður. Þannig má búast við að hluti þeirra sem koma til með að njóta þessa nýja úrræðis sé fyrrver- andi vistmenn Byrgisins. mánudagur 16. júní 20082 Fréttir DV Verði áform Heilsuverndarstöðvarinnar að veruleika munu um 20 fíklar í endurhæf- ingu fá inni í raðhúsum við Hólavað 1 til 11 í Reykjavík, þeirra á meðal fyrrum skjól- stæðingar Byrgisins. Húsin eru ófullgerð og félagið sem reisti þau hefur verið úrskurð- að gjaldþrota. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fjallaði ekkert um þennan þátt málsins þegar hún lagði blessun yfir tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar í reksturinn. Heimili fyrir fíkla í uppnámi Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Mikil óánægja ríkir meðal bæjar- fulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokks í Vesturbyggð með fjárstyrki sem svo- kallað Sjóræningjahús á Patreksfirði nýtur. Samkvæmt bókun flokksins var verkefnið kynnt á þann hátt að um nýsköpun í formi nýstárlegrar afþrey- ingar væri að ræða og bæjarstjórnin ákveðið að veita hlutaðeigandi afnot af húsi í eigu bæjarins endurgjalds- laust. Síðan hafi komið upp úr dúrnum að veitingastaður var opnaður í hús- inu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins segja verkefnið hafa siglt undir fölsku flaggi, jafnvel sjóræningjafána, og eru æfir yfir því að skattfé almenn- ings sé varið í samkeppnisrekstur við veitingahúsaeigendur á Patreksfirði. Þeir fara fram á að leigusamningnum verði rift. „Við erum mjög óánægð,“ segir Jón B.G. Jónsson, oddviti sjálfstæðis- manna í Vesturbyggð. „Þessi staður er náttúrlega í beinni samkeppni við þessa staði sem þó eru að reyna að skrimta hér án þess að við séum að hjálpa þeim sérstaklega.“ Jón Hákon Ágústsson úr Samfylk- ingunni, varaforseti bæjarstjórnar- innar, segir ekki tímabært að grípa til róttækra aðgerða vegna málsins. Hann segir tvær hliðar á deilunni og ekki útséð hvort rekstraraðilarnir hafi blekkt bæjarstjórnina. „Ég myndi nú vilja leyfa þeim að klára að setja upp þetta sjóræningjasetur áður en við förum að dæma hvort þetta sé kaffi- hús eða hvað,“ segir Jón og bætir við að húsið hafi verið í niðurníðslu og gott fyrir bæinn að einhver hafi viljað gera eitthvað fyrir það. Bæjarfulltrúar D-listans í Vesturbyggð æfir yfir veitingarekstri bæjarins: Bærinn borgar Sjóræningjahús Patreksfjörður Ekki eru allir á eitt sáttir um Sjóræningjahús bæjarins kviknaði í kapellu Eldur kom upp í Minningar- kapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri þegar verið var að gera við þakið. Slökkvistarf gekk vel og skemmdir urðu ekki mjög miklar. Í Hamragarðaheiði kviknaði í sinu og við það brann töluvert af trjágróðri. Þar fannst einnota kolagrill og vindlinga- stubbar. Af því tilefni brýnir lög- reglann á Hvolsvelli fyrir fólki að skilja ekki eftir rusl og glóð sem getur kviknað út frá því mörg ár tekur fyrir landið að gróa aftur. Jarðskjálftabrú vinnur Þjórsárbrú á Suðurlandi hlaut viðurkenningu Norræna vegasambandsins á ráðstefnu í Helsinki í Finnlandi um helg- ina en það var Einar Hafliða- son sem tók við viðurkenn- ingunni og skildi. Brúin var tilnefnd ásamt Eyrarsunds- brúnni en það voru hæfileikar Þjórsárbrúarinnar til þess að mæta öflugum jarðskjálfta, líkt og reið yfir í lok maí, sem gerði útslagið. Á sömu ráðstefnu tók Ísland við stjórn sambands- ins sem er í fyrsta skiptið í 73 ár. Þess má geta að ráðstefnan verður haldin hér á landi árið 2012. fimma varð að slysi Ekið var á 17 ára pilt á Ísafirði klukkan ellefu á laugardagskvöld- ið samkvæmt fréttavef bb.is. Hafði drengurinn hlaupið að bifreiðinni en hann þekkti þar farþega. Skipt- ust þeir á high-five handahreyf- ingum en flæktust eitthvað saman svo að drengurinn hrasaði og féll í götuna. Fór fótleggur hans und- ir annað afturdekk bifreiðarinnar. Marðist hann mikið á fótleggnum og var lagður inn á sjúkrahúsið til skoðunar. Þykir mildi að ekki fór verr. Bílabrenna á Selfossi Tilkynnt var um bruna í tveimur bílum klukkan tutt- ugu mínútur yfir sjö á sunnu- dagsmorgun á Selfossi. Sam- kvæmt lögreglu er ljóst að um íkveikju var að ræða. Bílarnir stóðu fyrir framan sprautu- verkstæði í iðnaðarhverfi þeg- ar bruninn uppgötvaðist, en ólíklegt þykir að þeir hafi þá staðið lengi í logum. Þriðji bíllinn varð fyrir talsverðum hitaskemmdum af brunanum, en bílarnir sem um ræðir eru af gerðinni Nis- san, Volvo og Chevrolet. Að sögn lögreglu er ekki vitað um tilgang gjörningsins og enginn liggur undir grun. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is hólavað 1–11 Veðsettar eignir í vörslu þrotabús? raðhúsin sex eru tilgreind í tilboði Heilsuverndarstöðv- arinnar. Innri endurskoðun reykjavík- urborgar minnist ekki á málið. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG „Þetta skýrir þó vilja meirihluta Velferðarráðs til að taka tilboði einkaaðila á markaði frekar en almannasamtaka þó þau síðarnefndu geti boðið betur einfaldlega vegna þess að þau þurfa ekki að færa eigendum sínum arð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.