Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Qupperneq 2
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 20082 Fréttir DV Slökkvilið kælir moldarflag Lögreglu- og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa haft það náðugt síðustu daga. Það kom þó ekki í veg fyrir að slökkviliðið væri kall- að út í gær. Ástæðan var þó ekki húsbruni. Kallað var á slökkvilið eftir að rjúka fór úr mold við Hagaflöt á Akranesi þar sem bæjarstarfs- menn unnu að þökulagningu. Kom í ljós að moldin sem var mjög þurr hafði hitnað svo mikið að það byrjaði að rjúka úr henni. Slökkviliðið mætti á staðinn með tvo bíla sem sprautuðu á svæðið og kældu moldina og nærliggj- andi garða. Þetta var það heitasta sem gerðist á Akranesi í gær, að sögn yfirlögregluþjóns. Hundur bíður réttarhalda Mindaugas Stankevicius, sem berst fyrir lífi hundsins síns, Su- striss, fyrir dómstólum, þarf enn að bíða þess að örlög hundsins verði ljós. Héraðsdómur Suður- lands úrskurðaði í apríl að hund- urinn skyldi líflátinn, en eigand- inn var ósáttur við þann úrskurð og áfrýjaði til Hæstaréttar Íslands sem ógilti úrskurðinn og vísaði málinu aftur í héraðsdóm. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að málið hafi ekki verið flutt ennþá og því er ljóst að lífsbaráttu Sustriss er hvergi nærri lokið. Landsmótsgestir til fyrirmyndar Gestir á Landsmóti hesta- manna á Hellu hafa verið til fyrirmyndar að sögn lögreglu- varðstjóra á Hvolsvelli. Lögregl- an á Hvolsvelli hefur verið með eftirlit á mótinu og hefur ekki þurft að vera með aukamann- skap. Hins vegar verður fjölgað í öryggisgæslu um helgina. Lög- reglan lætur alla ökumenn sem fara inn á eða út af svæðinu blása svo enginn aki ölvaður. Einnig er þung umferð um umdæmið og hefur lögreglan tekið nokkra fyrir of hraðan akstur. Fólki fjölgar í Árborg Íbúum í sveitafélaginu Árborg hefur fjölgað alls um 36 íbúa frá maí til júní. Alls búa þar 7.789 manns í dag samkvæmt upplýs- ingum sem koma fram hjá bæj- arstjórn Árborgar en íbúatalan er miðuð við 18. júní. Skipting íbúa er nokkuð aug- ljós en tæplega sex þúsund og fimm hundruð manns búa á Sel- fossi, 169 í Sandvík, á Eyrarbakka búa 609, á Stokkseyri og í dreif- býli er 541 íbúi og svo eru óstað- settir alls átján talsins. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sigmundur Eyþórsson, fráfarandi slökkviliðsstjóri Brunavarna Suð- urnesja, hefur hætt störfum hjá embættinu. Þetta staðfesti Sigur- vin Guðfinnsson, stjórnarformað- ur Brunavarna Suðurnesja í samtali við DV í gærkvöldi. „Ég get staðfest að hann hefur gengið frá starfslok- um sínum að eigin ósk,“ segir Sig- urvin. Hann staðfestir jafnframt að gerður hafi verið starfslokasamn- ingur við Sigmund, en Sigurvin vill ekki greina nánar frá innihaldi hans. Sá samningur sé eingöngu milli stjórnarinnar og slökkviliðsstjórans fráfarandi. „Sigmundur óskaði eftir því fyrir helgina að láta af störfum og við fórum yfir það mál í stjórn- inni. Okkur fannst rétt að verða við óskum hans.“ Jón Guðlaugsson verður áfram settur slökkviliðsstjóri þar til starfið verður auglýst seinna á þessu ári. Sigmundur tjáir sig ekki Þegar DV leitaði til Sigmundar um miðjan dag í gær sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið og vísaði algjörlega á stjórn embættisins. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hefur Sigmundur ver- ið í launuðu leyfi allt frá því stjórn- in ákvað að skoða aðgang fjölmiðla að Tetra-útkallsrásum slökkviliðs- ins, en nokkrir fjölmiðlar höfðu að- gang að þeim. Aðgangi fjölmiðla að útkallsrásunum var lokað eftir að DV greindi frá málinu, enda hafði stjórn embættisins ekki vitneskju um hann. Þröstur Brynjólfsson, þjónustu- fulltrúi Tetra-kerfisins hjá Neyðar- línunni, var afar hissa á ákvörðun Sigmundar og sagði hana veruleg vonbrigði, í viðtali við DV þann 24. maí síðastliðinn. Aðspurður sagði hann: „Ef einhverjum er hleypt inn á talhópa slökkviliðsins sem ekki á að vera þar er það alveg skýlaust brot. Það virðist vera í þessu tilviki og við lítum þetta brot mjög alvar- legum augum.“ Úttekt á starfi Sigmundar Nokkur óánægja hefur verið með störf Sigmundar undanfarið. Embættið var nýlega dæmt til að greiða 6 milljónir króna í skaðabæt- ur vegna fráfalls slökkviliðsmanns, sem lét lífið eftir að ósæð hafði rifn- að við hjartað sem leiddi til innvort- is blæðinga. Héraðsdómur Reykja- ness taldi Brunavarnir Suðurnesja bera ábyrgð á andláti slökkviliðsmanns- ins þar sem trúnaðarlækn- ir vissi að mörk blóðþrýstings væru of há hjá honum. Starfsfólk embættisins kvartaði svo nýlega undan Sigmundi til stjórnar embætt- isins og voru kvartanirnar rædd- ar á stjórnarfundi. Á fundinum var ákveðið að ráðast í heildarúttekt með aðstoð sérfræðinga á starfinu og í kjölfarið var Sigmundur settur í launað leyfi. Málið hefur nú verið til lykta leitt með starfslokum Sig- mundar, en hann fagnaði því sjálfur að úttekt yrði gerð á starfseminni. „Ég fagna því að svona greiningarvinna fari fram,“ sagði hann í samtali við DV í maí. „Sigmundur óskaði eftir því fyrir helg- ina að láta af störfum og við fórum yfir það mál í stjórninni. Okk- ur fannst rétt að verða við óskum hans.“ Sigmundur Eyþórsson er hættur sem slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Sig- urvin Guðfinnsson, stjórnarformaður embættisins, segir Sigmund hafa látið af störf- um að eigin ósk. Sigmundur vill ekki tjá sig um málið en starfslokasamningur hefur verið gerður við hann. Sigmundur hefur verið í leyfi undanfarið á meðan stjórn emb- ættisins skoðaði aðgang fjölmiðla að útkallsrásum þess. SLÖKKVILIÐS- STJÓRI HÆTTUR Sigmundur Eyþórsson Hefur látið af störfum hjá embættinu að eigin ósk. Slökkvilið Fjölmiðlar höfðu aðgang að útkallsrásum slökkviliðsins. „Það er lítið sem kemur á óvart í þessu. Þetta er nú bara erfið ákvörð- un að taka og ég er ekki ósáttur við þessa niðurstöðu. Mér sýnist þetta allt vera á skynsamlegu nótunum hjá honum,“ segir Eggert B. Gud- mundsson, forstjóri HB Granda, um ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar um að heildarþorskaflinn fyrir næsta veiðiár verði sá sami og á yfirstand- andi veiðiári, eða 130 þúsund tonn. Þorskkvótinn var skorinn mikið nið- ur fyrir þetta veiðiár að tillögum Haf- rannsóknarstofnunar. Aflamark karfa hefur verið minnk- að um sjö þúsund tonn og segir Egg- ert að það kunni að hafa einhver áhrif á næstu mánuðum. „Ég tel að það muni þó ekki hafa geigvænleg áhrif, enda erum við nokkuð vel sett með karfakvótann.“ Aðspurður hvort niðurskurður í karfaveiðum muni leiða til þess að útgerðarmenn muni þurfa að draga saman seglin svarar hann því til að það eigi eftir að koma í ljós með tímanum. Aðrar boðaðar breytingar frá þessu fiskveiðiári eru ekki miklar. Aflamark ýsu og ufsa mun lækka, en þó var ekki farið að tillögum Haf- rannsóknarstofnunar, sem lagði til meiri lækkun. Þá er aflamark í síld um tuttugu þúsund tonnum hærra en Hafrannsóknarstofnun lagði til í sínum tillögum. Engin niðurstaða er hins vegar um aflaheimildir grálúðu. Ásamt Íslendingum nýta Grænlend- ingar og Færeyingar stofninn og myndi einhliða lækkun Íslendinga aðeins hafa það í för með sér að hin- ar þjóðirnar gætu aukið sínar afla- heimildir. valgeir@dv.is Forstjóri HB Granda segir ákvörðun sjávarútvegsráðherra ekki koma á óvart: Áfram niðurskurður í þorski Einar K. Guðfinnsson Forstjóri HB granda telur ákvörðun sjávarútvegsráðherra skynsamlega. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.