Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 20088 Fréttir DV „Þetta var miklu meira mál en ég bjóst við,“ segir Ómar Ágústsson sem leitar nú leiða að gera fyrsta löglega listaverkið gert með úða- brúsa, stundum nefnt graffítí. Ómar fór ásamt blaðamanni að finna eyðublað sem Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri hefur bent listamönnum á sem vilja gera lögleg verk á veggi í Reykjavík. „Það er búið að mála yfir öll þau verk sem voru lögleg samkvæmt eldri skilgreiningum í 101. Þá verð- ur bara að fara þessa réttu leið og finna þetta eyðublað og fylla það rétt út. Gera löglegt verk og skreyta miðbæinn aðeins,“ segir Ómar. Ómar segir að miðbæinn vanti aðeins meiri liti. Hann sé of grár og myglulegur fyrir hans smekk. „Ég held að allir geti verið sammála um að það sé ekki flottara að hafa engin verk í miðbænum. Það er í flestum menningar- og heimsborgum, þar eru verk og listaverk úti um allt.“ Leyfið kostar 7.300 krónur Ómar leitaði fyrst að leyfinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar kom furðusvipur á unga konu í afgreiðsl- unni sem vissi ekki hvernig ætti að bregðast við. Skömmu síðar bar að eldri konu sem gat bent á að eyðu- blaðið væri að finna hjá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar. Það væri þó ekki eyðublað um gerð listaverka heldur þyrfti að fylla út umsókn um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsóknin sem Ómar fékk í skipulags- og bygging- arsviði í Borgartúni þarf að fara fyrir nefnd og tekur það sjö til tíu daga. Þar er verkið skoðað, metið og síð- an samþykkt eða því hafnað. Einn- ig getur nefndin beðið um frekari útskýringar. Það kostar 7.300 krón- ur að fylla eyðublaðið út. „Yfirleitt er það nú samt þannig að menn sjá einhvern flottan vegg, eru með ein- hverjar skissur í höndunum, fá leyfi eiganda hússins og síðan er verkið málað. Það er nú yfirleitt ekki hugs- að svona langt fram í tímann,“ seg- ir Ómar og hlær. „Þetta er í raun al- veg fáránlegt að menn hafi ekki leyfi til að mála sinn eigin vegg,“ bætir hann við. Íslendingar opnir fyrir listaverkum Nokkur fylgiskjöl þurfa að fylgja byggingarleyfisumsókninni með- al annars samþykki nágranna sem Ómar segir að verði gert í dag og því ætti það ekki að vera neitt ve- sen. „Það hefur ekki verið neitt mál að fá samþykki. Íslendingar eru í flestum tilfellum opnir fyrir svona verkum. Hús- og bílskúrseigendur samþykkja flestir að fá verk á sín- ar eignir. Ef það er áberandi vilja menn frekar fá svona list. En það er greinilega ekki nóg.“ Eftirsóknarverðast að vera í 101 Ómar segir að flestöll verk í mið- bæ Reykjavíkur séu nú horfin af veggjunum eftir hreinsunarátak borgarinnar. Einhver séu í útjaðri borgarinnar og á einstaka bílskúr. Hann segir að graffarar hafi feng- ið að gera sín verk í friði á tveimur stöðum, Loftkastalanum og gömlu Kassagerðinni. „Vandinn er bara að það á að rífa bæði húsin. Þegar þau hverfa hafa graffarar engan sama- stað.“ Aðspurður af hverju graffarar vilji gera sín verk í miðbæ Reykja- víkur segir Ómar að þar geti flest- ir notið þeirra. „Það er eftirsóknar- verðast að gera verk þar sem flestir sjá þau. Það er ekkert endilega skil- yrði að vera í miðbænum. Það þurfa bara að vera góðir veggir á góðum stað.“ BEnEdikt Bóas hinRiksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is ómar Ágústsson leitar nú leiða til að gera fyrsta löglega listaverkið á húsvegg með úðabrúsa. Ómar fór í gær að leita að eyðublaði sem hann þarf að fylla út, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra. Ómar fékk ekki eyðublað í Ráðhúsinu en fékk byggingarleyfiseyðublað hjá skipulags- og byggingarsviði. Byggingarleyfi fyrir listaverk Listamenn að störfum vegglistamenn þykja setja skemmtilegan svip á umhverfið þegar vel tekst til. ómar Ágústsson Ómar leitar nú leiða til að gera löglegt listaverk á húsveggi. „Þá verður bara að fara þessa réttu leið og finna þetta eyðublað og fylla það rétt út. Gera löglegt verk og skreyta miðbæinn aðeins.“ svipmót Nefnd skipuð fagaðilum fer yfir hverja umsókn. Flestum er neitað um breytingu á ytra byrði húsa vegna breytinga á útliti þeirra. Eyðublaðið Ef Ómar ætlar að fá að gera löglegt verk þarf hann að fylla út umsókn um byggingarleyfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.