Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 9
„Þetta er ansi stór hópur og kemur mér í rauninni mjög á óvart,“ seg- ir Steindór Tryggvason ökukennari um fjölda próflausra ungmenna í umferðinni. Samkvæmt upplýsing- um frá ríkislögreglustjóra hafa 1.759 ökumenn ekki endurnýjað bráða- birgðaökuskírteini sín. Um þriðjungur þess hóps hef- ur trassað það í tvö ár eða lengur og neyðist því til að taka ökupróf að nýju. Steindór segir þó upp og ofan hvort trassaskapurinn sé viljandi, eða ökumenn gleymi einfaldlega að endurnýja ökuleyfið. Áhyggjur af löggunni Ellert Svavarsson, lögreglumað- ur í umferðardeild, segir erfitt að segja til um hvort allur þessi fjöldi haldi áfram að keyra án leyfis eft- ir að bráðabirgðaskírteinið renni út. Hann telur þó líklegt að svo sé, enda reki lögreglumenn við eftirlit sig all- oft á að fólk á öllum aldri keyri með útrunnin leyfi. Steindór hefur svipaða reynslu: „Það var ungur nemandi sem var hjá mér í mati. Hann sagði mér eftir á að það væri aldeilis flott að vera kom- inn með prófið, því þá þyrfti hann ekki lengur að hafa áhyggjur af lögg- unni.“ Að sögn Ellerts er sektin við því að keyra með útrunnið ökuskírteini um fimm þúsund krónur. Greiða allt tjón sjálfir Stærsta hættan við að keyra með útrunnið skírteini liggur í hvers kyns tjóni. Agnar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri tjónasviðs VÍS, seg- ir tryggingafélögin geta gert end- urkröfu á réttindalausa ökumenn vegna tjóns sem þeir valda. Þeir geti þannig lent í því að borga allt að öllu því tjóni sem þeir valda sjálfir. „Milljón er dýr fyrir þann sem á lítið. Það er alveg hægt að nota pen- ingana sína í eitthvað annað,“ seg- ir Agnar. Hann segir enga ástæðu til að bíða með að endurnýja skírteinið, enda geti orðið dýrt spaug að sleppa því. Grípa þarf til aðgerða Þeir ökukennarar sem blaðamað- ur ræddi við voru sammála um að grípa þyrfti til einhverra aðgerða til að sporna við þeim mikla fjölda fólks sem endurnýjar ekki ökuskírteini sín líkt og vera ber. Lögðu þeir ýmist til að lögregla herti eftirlit með réttinda- lausum í umferðinni eða tæki upp á því að áminna fólk þegar komið væri að því að endurnýja ökuskírteinið. Þannig myndi þeim fækka sem gleyma einfaldlega að endurnýja, eða eins og einn ökukennarinn orð- aði það: „Hvað er langt síðan þú kíkt- ir síðast aftan á skírteinið þitt?“ DV Fréttir Miðvikudagur 2. jÚLÍ 2008 9 Alls eiga 1.759 ökumenn sem hlotið hafa bráðabirgðaökuskírteini eftir að endurnýja ökuleyfið. Bráðabirgða- skírteinið rennur út á tveimur til þremur árum. Lögreglumenn verða alloft varir við útrunnin skírteini við eftirlit og telja öruggt að próflausir ökumenn finnist í umferðinni. Próflausir geta þurft að greiða háar fjárhæð- ir verði þeir fyrir tjóni. Próflaus undir stýri ÖkuleyfisveitinGar Þegar sótt er um ökuleyfi í fyrsta sinn er viðkomandi veitt bráðabirgðaöku- skírteini til þriggja ára. Bráðabirgðaskírteinið var lengi vel til tveggja ára. Hafi ökumanninum ekki fallið neinir refsipunktar í skaut gefst honum færi á að fara í akstursmat að ári liðnu og öðlast fullnaðarskírteini. Sé það ekki gert rennur bráðabirgðaökuskírteinið að lokum út. Sé skírteinið ekki endurnýjað innan tveggja ára frá því það rennur út neyðist eigandi þess til að taka ökupróf að nýju. hafsteinn Gunnar hauksson blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is umferðin Í umferðinni leynist að öllum líkindum fjöldinn allur af próflausum ökumönnum. „Þetta kostar sveitarfélag eins og Garðabæ hátt í 250 milljónir. Allt fer hækkandi og persónulega finnst mér ekki góð skilaboð að þjónustan eigi að vera frí. Með heildarrekstur Strætó bs. í huga og bæjarfélagið einnig verð- um við að staldra við og skoða þetta í þessu árferði öllu,“ segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, um þá ákvörðun bæjarráðs að draga sig út úr áframhaldandi þátttöku í verk- efninu „Frítt í strætó“. Tilraunaverkefnið hófst haustið 2007 og fengu allir nemendur í fram- haldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi merkt kort og fengu fríar ferðir til 1. júní síðastliðinn. Gunnar segir að Garðabær ætti ekki að borga nema 10 milljónir fyrir sína þátttöku en borgi núna helmingi meira. „Í fyrsta lagi höfum við kallað eftir hvaða árangri þetta hefur skilað. Við sjáum það miðað við þær taln- ingar sem hafa verið gerðar myndi vera ódýrara fyrir bæjarfélagið að námsmenn kæmu til okkar að sækja kort. Við borgum, ef haustið er tekið með, 20 milljónir í verkefnið. Miðað við þátttöku ætti það ekki að kosta okkur nema 10 milljónir.“ Markmið verkefnisins hefur tengst grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið er mettað svif- ryki, mengun og svo miklum umferð- arþunga að stofnæðarnar ráða ekki við umferðina. Enda yfirleitt aðeins einn í bíl. „Ég var að koma frá Norðurlönd- um þar sem ég talaði um þetta verk- efni. Þar göptu menn einfaldlega. Frítt sögðu þeir, það er ekkert frítt hérna. Það er ekkert til sem heit- ir frítt. Þess vegna höfum við viljað skoða þá möguleika sem eru í stöð- unni og vaða ekki áfram og gefa öll- um frítt,“ segir Gunnar, bæjarstjóri í Garðabæ. benni@dv.is Garðabær hættir að gefa námsmönnum frítt í strætisvagna: Garðabær hættir að gefa í strætó kostar of mikið að gefa garðabær borgar 20 milljónir á ári fyrir að vera með í verkefninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.