Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 10
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 200810 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is FLEIRI SKJÓTA SIG EN AÐRA Nýlega felldi Hæstiréttur Bandaríkjanna úr gildi bann við skammbyssueign í Wash- ington. Bannið var sett árið 1976 og í kjölfar þess dró verulega úr tíðni sjálfsvíga og morða með skotvopni. Meira en helmingur dauðsfalla af völdum skotvopna í Banda- ríkjunum er sjálfsvíg og því óhætt að segja að vopnin snúist í höndum eigenda. Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkj- anna í síðustu viku um einstaklings- bundinn rétt til að eiga skotvopn tók að miklu leyti mið af möguleik- um borgara til að verja hendur sínar og heimili sitt gegn óboðnum gest- um. Það skýtur verulega skökku við í ljósi þess hve oft vopnin snúast í höndum eigenda þeirra. Árið 2005 mátti rekja nærri þrjá- tíu og eitt þúsund dauðsföll til skot- vopna. Af þeim var um að ræða sjálfsvíg í fimmtíu og fimm prósent- um tilvika. Árið 2005 var að engu leyti frá- brugðið árunum á undan, því morð með skotvopnum og slys af völdum skotvopna hafa síðastliðin tuttugu ár af tuttugu og fimm fallið í skuggann af sjálfsmorðum með byssum. Fjörutíu prósent dauðsfalla vegna skotvopna árið 2005 skrifast á að viðkomandi hafi verið skotinn til bana, þrjú prósent voru úrskurð- uð slys og tvö prósent skrifuðust á reikning lögreglunnar. Þeir sem rannsakað hafa heilsu- far almennings í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að á heimilum þar sem skotvopn fyr- irfinnast eru mun meiri líkur á að heimilismaður falli fyrir byssukúlu en ella. Hvort heldur sem um er að ræða sjálfsvíg eða morð. Rannsókn- ir hafa einnig sýnt að á heimilum þar sem sjálfsvíg hafði verið framið var allt að fimm sinnum líklegra að byssa væri á heimilinu en á heim- ilum þar sem enginn hafði framið sjálfsvíg. Banninu hnekkt Fyrir helgi hnekkti Hæstiréttur Bandaríkjanna, með fimm atkvæð- um gegn fjórum, banni við skamm- byssueign sem sett hafði verið í Washington árið 1976 og hafnaði kröfum um að byssur væru útbúnar gikklás eða væru geymdar sundur- teknar. Hæstiréttur hróflaði þó ekki við þeim takmörkunum sem fylkið hafði sett varðandi skotvopnaleyfi fyrir byssueigendur. Eftir að bann við skammbyssu- eign var sett í fylkinu dró verulega úr tíðni sjálfsvíga og morða. Íbúum var heimilt að eiga haglabyssur og riffla á heimili sínu með þeim skilyrðum að vopnin væru skráð, geymd óhlað- in og sundurtekin eða væru útbúin gikklás. Þó nokkur samtök lögðu fram dómskjöl þar sem lýst var yfir stuðn- ingi við bannið og hafnað þeirri rök- semdafærslu að ef fólk hefði ekki aðgang að skotvopni fremdi það sjálfsvíg með einhverjum öðrum hætti. Níutíu prósent sjálfsvígstilrauna með skotvopni lánast, ef hægt er að orða það svo. Aðrar leiðir eru ekki eins árangursríkar og aðeins þrjá- tíu og fjórum prósentum þeirra sem stökkva ofan af háum stað tekst ætl- unarverk sitt og einungis tvö prósent þeirra sem taka of stóran skammt af lyfjum hafa erindi sem erfiði. Þess má geta að, samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Washington, voru framin eitt hundrað þrjátíu og fimm morð með skotvopnum árið 1976 þegar bann var sett við skam- byssueign. Á síðasta ári voru framin eitt hundrað fjörutíu og þrjú morð þar sem skotvopn kom við sögu. Tvíeggjað sverð Þó meirihluti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna hafi ekki minnst á sjálfsvíg í umfjöllun sinni notaði einn dómaranna, Stephen Breyer, orðið sjálfsvíg fjórtán sinn- um þegar hann velti fyrir sér afleið- ingum þess að hnekkja banninu við skammbyssueign. „Ef heim- ilismaður hefur skammbyssu á heimili sínu, sem hann getur not- að til að verja hendur sínar, hefur hann skammbyssu á heimili sínu sem hann getur notað til að fremja sjálfsvíg eða til heimilisofbeldis,“ sagði Breyer Gary Kleck hjá Flórída-há- skólanum er einn þeirra sem hafa rannsakað aðra þætti en sjálfs- víg sem tengjast byssueign. Hann áætlar að í Bandaríkjunum séu meira en ein milljón tilfella á hverju ári þar sem skotvopnum sé beitt til að koma í veg fyrir áform- aðar árásir eða stöðva árásir sem eru í framkvæmd. Mat sitt bygg- ir hann á viðamikilli símakönnun. Sérfræðingar í almannaheilsu ve- fengja niðurstöðu Klecks og telja að hann ofmeti stórlega jákvæðar hliðar byssueignar. Engu að síður er það sameigin- legt mat beggja aðila að undanfar- inn áratug hafi verulega dregið úr ofbeldi þar sem skotvopn koma við sögu. „ef heimilismaður hefur skammbyssu á heimili sínu, sem hann getur notað til að verja hend- ur sínar, hefur hann skammbyssu á heimili sínu sem hann getur notað til að fremja sjálfsvíg eða til heimilisofbeldis.“ KolBeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Krafist hertrar löggjafar Mótmælandi fyrir framan Hæstarétt Bandaríkjanna. er þessi betri en hin? Fjölskylda í verslunarleiðangri skoðar varninginn. Barist um bílnúmer „Allir eiga flott úr og flottan bíl,“ segir Abdullah Al-Manna- ei, skipuleggjandi uppboðs á einkanúmerum á bíla í borginni Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Það er ekki nóg að eiga bara Ferrari í dag.“ Hundruð manna koma saman daglega og bjóða í bílnúmer sem þeir vilja nota. Fyrr á þessu ári komst Saeed Khouri á forsíður heimspressunnar og í heims- metabók Guinnes þegar hann borgaði 14 milljónir dollara fyrir númeraplötu með engu öðru en tölunni 1. Það er andvirði 1.100 milljóna króna. Moskító til sölu Kínverskur maður sem setti upp netþjónustu sem seldi dauð- ar moskítóflugur segist hafa feng- ið 10 þúsund pantanir á tveimur dögum. Nin Nan frá Sjanghæ kom með hugmyndina að því að selja dauðu flugurnar til þess að lokka viðskiptavini í skart- gripaverslunina sína. Nin selur hræ hverrar flugu á 6 yuan sem jafngildir 60 krónum íslenskum. Auglýsingin hans hljómar svona: „Raunverulega drepin af manni, getur verið notuð til vísindarann- sókna, skreytinga og til að safna.“ Dalai Lama biður um raunsæi Dalai Lama segir að samræð- ur sendimanns hans og kín- verskra stjórnvalda muni hefjast aftur í júlí. „Nú er tími til kominn fyrir kínversk stjórnvöld að líta raunsæjum augum á framtíð- ina,“ sagði hann í viðtali. „Þeir hafa dælt inn milljónum en þeim hefur ekki tekist að koma ham- ingju inn í tíbeskt líf. Þeir verða að komast að því hvað er rangt.“ Dalai Lama tekur fram að hann sé ekki að berjast fyrir sjálfstæði Tíbeta né heldur sé hann á móti ólympíuleikunum. Hlaupandi um listasafn Listamaðurinn Martin Creed hefur komið nýju verki af stað í London’s Tate Britain. Verkið kallast No. 850 og samanstendur af íþróttamönnum sem hlaupa um galleríið á þrjátíu sekúndna fresti næstu fjóra mánuðina. Fimmtíu hlauparar voru ráðnir í „störfin“ og fá þeir 10 pund, and- virði 1.600 króna, á tímann. Þeim hefur verið sagt að hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa. Í viðtali við Daily Telegraph segir lista- maðurinn, „mér líkar að sjá fólk hlaupa, mér finnst það fallegt“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.