Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 14
miðvikudagur 2. júlí 200814 sumartíska DV Sumarleg snyrtitaska Á sumrin vilja konur oft farða sig minna en Á veturna, leyfa brúnkunni að njóta sín og viðra húðina eftir vet- urinn. engu að síður þarf að huga að því að líta vel út og gæta sín Á sólinni sem er oft sterkari en margan grunar. mikið úrval snyrtivara með sólarvörn er nú Á boðstól- um í verslunum. dv tók saman nokkrar sniðugar snyrti- vörur sem nauðsynlegt er að eiga í snyrtitöskunni í sum- ar og þÁ sérstaklega Á ferðalaginu þegar lítill tími gefst til að huga að útlitinu. Flott í ferðalagið glæsileg snyrtitaska sem rúmar mikið. tilvalin í ferðalagið í sumar. snyrti- buddan fæst í verslunum make up store. sólarpúður nauðsynlegt er að eiga gott sólarpúður í sumar. berið sólarpúðrið varlega á kinnbein með góðum kinnalitabursta. varakitt þetta bráðsniðuga varakitt frá make up store býður upp á þrenns konar næringu fyrir varirnar. ekki slæmt að eiga eitt svona í íslensku veðráttunni. maskari förðun þykir varla tilbúin án maskara. Á góðum sumardög- um getur jafnvel verið nóg að nota maskara, sólarpúður og varasalva til að líta stórkostlega út. rakaúði þessi rakaúði frá make up store á án efa heima í hverri einustu snyrtitösku. hvort sem um sumar eða vetur er að ræða er nauðsyn- legt að gæta þess að andlitið fái raka. honum má úða á bert andlitið sem og yfir farða. hægt er að nálgast úðann í verslunum make up store í kringlunni og í smáralind. Hugsaðu vel um kroppinn ilmandi estée lauder estée lauder hannaði annars vegar olíu í úðaformi, og hins vegar krem fyrir líkamann fyrir þetta sumarið. olían er uppfull af næringarefnum og sumarlegum og seiðandi ilmi, þar á meðal kókos sem á afar vel við á heitum sumardögum. nauðsynlegt fyrir þá sem eru mikið úti við. kremið er ekki bara nærandi og gott heldur má sjá glitta í fallegan glans þegar búið er að bera það á húðina. vörurnar má nálgast á öllum útsölustöðum estée lauder. bobbi brown í úða nú er hægt að fá einstakt krem á líkamann í úðaformi frá bobbi brown. kremið sem inniheldur sjávarsmjör og ólífuolíu er létt í sér og hverfur inn í húðina á svipstundu. kremið má nálgast í hagkaup í holtagörðum og lyfjum og heilsu í kringlunni. fyrir alla fjöl- skylduna sólarvörnin buriti og brúnku- kremið Castanaha urðu nýlega til þegar ný náttúruleg sólarlína fyrir alla fjölskylduna var hönnuð af fyrirtækinu l‘occitanet do brasil. línan býður upp á vörur fyrir bæði andlit og líkama. það ætti enginn að leggja af stað í ferðalagið án góðrar sólarvarnar, brúnkukremið getur svo komið sér vel til að viðhalda fallegum sumarlitnum. vörurnar má nálgast í verslunum loccitane í kringlunni og á laugaveginum. myndir karl peterson mikið úrval – varasalvi er nauðsynlegur í allar snyrtibuddur í sumar. bobbi brown hefur hannað glæsilegan varasalva sem hentar konum sem og körlum. varasalvinn inniheldur sólarvörn spf 15. – ferðagloss er eitt af því nýjasta frá bobbi en glossin koma fjögur í pakka. frábær leið til að geta breytt aðeins til án þess að troðfylla snyrtibudduna. – þessi flotti kremaði dimmbleiki vara- og kinnalitur er stórsnið- ugur í ferðalagið. eftir að hafa sett á sig góðan farða með sólarvörn þarf ekki annað en að dúmpa litnum á kinnarnar, bera hann því næst á varirnar og þá ættir þú að vera orðin aðalskvísan í útilegunni. farði með sólarvörn þessi flotti farði er kremaður viðkomu en gefur matta og náttúrulega áferð. hann er auðveldur í notkun og síðast en ekki síst inniheldur hann spf 25 sólarvörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.