Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Page 22
Þegar svo er komið að forsætis-
ráðherra þjóðarinnar líkir gagnrýn-
inni fréttamennsku við dónaskap,
einsog gerðist nýlega, og þegar
umhverfisráherra segist ekki leyfa
myndatökur af ísbjarnarhræi því
þær gætu reynst óþægilegar erum
við komin nálægt því sem á góðu
máli heitir ritskoðun.
Þægilegar myndir, óþægileg-
ar fréttir. Hver er munurinn? Þessi
spurning vaknaði þegar iðnaðar-
ráðherra undirritaði viljayfirlýs-
ingu um álver á Bakka við Húsavík
nýlega. Iðnaðarráðherra sá sam-
hengið þarna á milli. Honum var
greinilega ekki um það gefið að fá
birta af sér mynd með álforstjórum
að fagna stóriðjustefnu ríkisstjórn-
arinnar; álforstjórum sem eiga
vart orð yfir ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar svo
ánægðir eru þeir með hana.
Konfektmolar álrisanna
Þeir nota að vísu hvert tækifæri
til að minna á að álverin sem nú
eru að komast upp á færibandið
þyrftu að vera ívíð stærri en ráð-
gert er. Það eigi til dæmis við um
álbræðsluna á Bakka. Þeir vita sem
er að þessu má kippa í liðinn síð-
ar. Goðafoss er ekkert á förum og
Jökulárnar í Skagafirði bíða þess
að stungið verði niður stíflu hér og
stíflu þar. Fossarnir, hverirnir og
óbeislaðar árnar bíða eins og kon-
fektmolar á matseðli álfyrirtækj-
anna sem eru staðráðin í því að
„fullnýta“ Ísland.
Össuri Skarphéðinssyni er ekki
um þetta gefið. Það er mín tilfinn-
ing. Sannast sagna held ég að innst
inni vilji hann í lengstu lög forðast
nýtt álver á Bakka. Það á líka án efa
við um Þórunni Sveinbjarnardótt-
ur umhverfisráðherra. Hún vill ekki
sjá álver á Bakka. Og helst ekki í
Helguvík. En lætur sig hafa það.
En ef þeim Össuri og Þórunni
er illmögulegt að kyngja stóriðju-
stefnu Sjálfstæðisflokksins og virkj-
unarsinnanna í Samfylkingunni
- sem mér sýnist vera að ná yfir-
höndinni í þeim flokki - þurfa þau
líka að segja sig frá þessari stefnu
og þess vegna ríkisstjórnarsam-
starfinu. Ef samviskan þolir ekki
álagið þarf að láta hana ráða.
Allt er þetta spurning um hæn-
una og eggið. Ef ríkisstjórn og ráð-
herrum þykir óþægilegt að horfast
í augu við eigin gjörðir í fjölmiðl-
um þurfa þau að endurskoða þær,
ekki stíga á þá sem hafa þann starfa
að greina þjóðinni frá umdeildum
gjörðum þeirra. Þegar menn orka
ekki lengur að horfa á sjálfa sig í
fjölmiðlum er eitthvað mikið að.
Össur og samviskan
Mér fannst kjörorð Samfylk-
ingarinnar um Fagra Ísland vera
frábært. Það er þó einvörð-
ungu ef innihaldið er
eftir umbúðunum. Ef
innihaldið er hins vegar
ekkert, engin meining
á bak við þetta ákall
um fegurð Íslands, þá
er slagorðið innihalds-
laust glamuryrði og
verra en ekkert. Ef þessi
er raunin verður líka
skiljanlegt að fréttir
sem ganga þvert
á slagorðin
og fyrirheit-
in verði
óþægileg-
ar og best
að hafa
þær í
algeru
lág-
marki. Núverandi iðnaðarráðherra
er óbanginn pólitíkus og afstaða
hans til ljósmyndavélarinnar í síð-
ustu viku ekki beint í hans stíl. Eitt-
hvað truflar samviskan.
Það yrðu góð tíðindi fyrir Goða-
foss, Þjórsá og allar hinar náttúr-
perlurnar ef samviskan fengi nú
að ráða för og hægt væri að mynda
og spyrja átölulaust. Þá fengi líka
stefna Samfylkingarinnar um fagurt
Ísland raunverulegt inntak. Hvort
stjórnarsamstarfið héldi er svo
önnur saga.
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 200822 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fulltrÚi ritStjóra:
janus Sigurjónsson, janus@dv.is
fréttaStjóri:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
DrEifingarStjóri:
jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðaLnÚMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsÍMi: 512 7080, augLýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Það er bæði fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið og umhverfisvænt að sem flestir fari í strætó.
Strætó í samneysluna
Leiðari
Í gær fór bensínverðið í 177 krónur. Ekkert bendir til þess að verðið muni lækka þegar til lengri tíma er litið. Margt
bendir hins vegar til þess að verðið
hækki enn frekar á næstu mánuð-
um og árum, jafnvel allt þar til bens-
ín verði lúxusvara til hátíðabrigða.
Viðbrögð okkar nú skipta sköpum
í því hvernig okkur tekst að mæta
þessum breytingum í framtíðinni.
Tveir valkostir eru aðrir en einka-
bíllinn: Að ganga eða nota almenn-
ingssamgöngur. Fæstir eru í þeirri
aðstöðu að geta gengið til vinnu á
höfuðborgarsvæðinu, enda eru flest
hverfi byggð upp sem svefnhverfi,
en ekki samblanda af starfi og bú-
setu. Allar hugmyndir um jarðlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu
ætti að taka með þeim fyrirvara að Reykjavík er mun strjálbýlli
en þær borgir sem tekið hafa upp slíkar samgöngur. Þá er aðeins
einn raunhæfur valkostur eftir, olnbogabarnið Strætó.
Eina aðkoma ríkisins að Strætó er að rukka 350 milljónir króna
í virðisaukaskatt á ári. Það
mundi kosta aukalega um
700 milljónir króna á ári að
gefa öllum frítt í strætó. Þetta
hefur verið gert víðar. Bæjar-
stjórnin í Ísafjarðarbæ hef-
ur ákveðið að gefa ókeypis í
strætó. Á höfuðborgarsvæð-
inu er ekki einu sinni hægt
að borga með greiðslukorti í
strætó. Svo lamaður er metn-
aðurinn. Ef Ísafjörður getur
gefið frítt í strætó ætti Reykja-
víkurborg líka að geta það.
Það er bæði fjárhagslega hag-
kvæmt fyrir samfélagið og
umhverfisvænt að sem flest-
ir fari í strætó. En eitthvað
stoppar ríkið frá því að gera hið augljóslega rétta í stöðunni. Á
meðan Geir talar um vistakstur ætti hann að tala um almenn-
ingssamgöngur. En ríkið fær gríðarlegar tekjur af einkabílnum.
Það sem er gott fyrir ríkið er í þessu tilfelli vont fyrir almenning
og samfélagið í heild.
Hefur Hátt bensínverð áHrif á ferðir þínar innanlands?
„já, ég myndi segja það, það munar
rosalega miklu hvað bensínið er orðið
dýrt. “
Heidi Pétursdóttir,
32 ára sölumaður
„nei, út af því að ég er á reiðhjóli.“
Ásgeir Ragnar Bragason,
48 ára sölumaður
„nei, í raun og veru ekki þar sem ég
ætla mér ekki að ferðast í sumar.“
Helgi Hallgrímsson,
57 ára öryrki
„já, það er meiri kostnaður og dýrt að
reka bílinn.“
Pétur Bjarnason,
25 ára atvinnubílstjóri
Sandkorn
n Enn er leitað að fyrrverandi
forsætisráðherranum sem vitn-
aði til um pólitískan uppruna
Baugsmálsins við Jón Ásgeir
Jóhannesson,
samkvæmt
Morgunblað-
sviðtali við
hann. Flestir
bloggarar
hafa kom-
ist að þeirri
niðurstöðu
að Þorsteinn
sé líklegastur, sem starfsmað-
ur í fyrirtæki Jóns Ásgeirs, 365.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Þorsteinn er meintur heimild-
armaður um Baugsmálið. Karls
Th. Birgisson ljóstraði því upp að
heimildarmaðurinn í tímarit-
inu Herðubreið um að Styrmir
Gunnarsson vissi um yfirvofandi
lögregluinnrás í Baug væri í raun
Þorsteinn Pálsson, í gegnum
þriðja aðila þó.
n Frægt er að
velferðarsvið
Reykjavík-
urborgar
undir forsæti
Jórunnar Frí-
mannsdóttur
hafnaði um-
sókn SÁÁ um
rekstur með-
ferðarúrræðis fyrir fíkla, en valdi
hina einkareknu Heilsuvernd-
arstöð þrátt fyrir 10 milljóna
króna hærri kostnað. Nú hafa
heimsmeistarar einkavæðingar,
Bandaríkjamenn, hug á sam-
starfi við SÁÁ, jafnvel þótt það
hentaði ekki Reykjavíkurborg.
n Pétur Gunnarsson hætti í gær
sem ritstjóri Eyjunnar.is. Síðast-
liðið ár hefur Eyjan skipað sér
ákveðin sess hjá sumum netnot-
endum, og er
nú í fimmt-
ánda sæti yfir
mest lesnu
vefi landsins.
Fjöldi blogg-
ara þakkaði
Pétri góð
störf í gær,
þar á meðal
Jónas Kristjánsson. Eyjublogg-
arinn Hlynur Þór Magnússon
gerði slíkt hið sama og tilkynnti
um leið um brotthvarf sitt af
vefnum vegna þessa.
n Sjósundmaðurinn og bókaút-
gefandinn Benedikt Lafleur varð
frá að hverfa á miðju Ermar-
sundi í fyrradag, þar sem hann
náði ekki að nærast vegna vinds.
Benedikt synti í heilar tíu klukku-
stundir í þágu baráttunnar gegn
mansali, en allt kom fyrir ekki
í þessari þriðju atrennu hans.
Vefmiðillinn Vísir henti gaman
að Benedikt fyrir vikið, með fyr-
irsögninni „Ellilífeyrisþegi yfir
Ermasund en Benedikt ekki“.
Þar greindi frá stríðum straumi
sundmanna yfir sundið, meðal
annars konu sem synt hefur 43
sinnum yfir. Sumir vilja meina að
með þessu sé Benedikt orðinn
„Geir Ólafsson sjósundsins“, en
aðrir þakka tilraun hans í þágu
góðs málstaðar.
dómStóLL götunnar
ÖgmunduR Jónasson
alþingismaður skrifar
Núverandi iðnaðarráð-
herra er óbanginn pólit-
íkus og afstaða hans til
ljósmyndavélarinnar í
síðustu viku ekki beint í
hans stíl.
AÐ GETA EKKI HORFST Í
AUGU VIÐ SJÁLFAN SIG