Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 28
Leikminjasafn Íslands opnaði um síðustu helgi sýningu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. Sýningin fjallar um leiklistina á Akureyri og norð- anlands, auk þess sem hluti henn- ar er helgaður list Þráins Karlssonar leikara og myndlistarmanns. Það er Þórarinn Blöndal, myndlistarmaður og sýningahönnuður, sem setur upp sýninguna. „Þetta gerðist nú bara þannig að Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, bauð okkur húsið til afnota,“ segir Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafnsins, spurður um tildrög sýningarinnar. „Húsið var enduruppgert fyrir all- mörgum árum og þá í þeim tilgangi að það yrði opið almenningi. Það hefur hins vegar ekki verið nú um alllangt skeið og ég hygg að bæði bæjaryfirvöld og fleiri hafi gjarnan viljað fá meira líf í húsið.“ Myndlistarhæfileikarnir koma á óvart Sýningarrými í húsinu er ekki mikið, að sögn Jóns Viðars, „en við reynum að gera eins mikið úr því og við getum. Við verðum með fasta- sýningu um leikhúsið á Akureyri í einu herbergjanna, en í öðru með sérsýningar sem verða breytileg- ar. Okkur fannst einstaklega vel við hæfi að helga þessa fyrstu sýningu myndlist Þráins Karlssonar sem er alveg hreint frábær myndlist- armaður, þó að hann sé auð- vitað langþekktastur sem leik- ari. Ég geri ráð fyrir að það komi fleirum en mér á óvart að sjá þessi verk. Síðar ætl- um við að setja þarna upp sýningu um starf leikfélag- anna á Norðurlandi, en áhugamannaleikhúsið er merkilegt fyrirbæri sem okkur finnst sjálf- sagt að sinna, engu síður en atvinnuleik- húsinu.“ Vísir að leikhús- bókakaffi Á efri hæð hússins verða sýndar nokkrar af leikbrúð- um Jóns E. Guðmundssonar, brúð- ulistamanns og frumherja í íslensku brúðuleikhúsi. Leikminjasafnið eignaðist allt safn hans á síðasta ári og Jón Viðar segir þetta kærkomið tækifæri til að sýna brúðurnar. „Þá er hægt að kaupa kaffiveit- ingar í húsinu og sitja þar og skoða blöð og bækur tengd leiklistinni. Við höfum hugsað okkur að koma upp þarna vísi að leikhúsbóka- kaffi. Annars er þetta þróunar- verkefni, það er alls ekki fullmót- að, við erum bara að stíga fyrstu skrefin.“ En er Leikminjasafnið kannski flutt norður? „Nei, alls ekki,“ svar- ar Jón Viðar. „Leikminjasafnið þarf auðvitað að fá húsnæði í Reykjavík, því að það er hér sem leiklistin hef- ur þróast. En ræturnar úti á landi skipta einnig miklu máli, við höf- um alltaf lagt á það mikla áherslu í kynningu og sýningahaldi. Það er ekki síst þess vegna sem okkur finnst gaman að hafa komið upp þessari aðstöðu á Akureyri. Lax- dalshús er ákaflega sjarmerandi hús og ég efa ekki að bæði Akur- eyringar og gestir og ferðamenn munu leggja leið sína hingað á næstunni.“ Sýningin sem sett er upp með fjárstuðningi frá menningarsjóði Eyþings verður opin alla daga í sumar nema mánu- daga. Vonir standa til að sýningin haldi áfram næsta vetur, en það fer þó eftir aðsókn. kristjanh@dv.is Miðvikudagur 2. jÚLÍ 200828 Fókus DV á m i ð v i k u d e g i Faðir vor og gjörð Hljómsveitirnar Faðir vor og Gjörð spila á Organ í kvöld klukkan 21. Báðar hljómsveitir ætla að spila frumsamið efni en þær hafa verið starfandi með hléum í rúmt ár. Stutt verður í spunann hjá böndunum, en músík þeirra hefur verið lýst sem blöndu af tilraunamennsku, heimstónlist og djassi. athygli vekur að báðar hljómsveitirnar notast við tvö trommusett í einu. Líf í Lax- d Lshúsi Nýr fram- kvæmdastjóri Listahátíðar Stjórn Listahátíðar í Reykjavík hef- ur ráðið Jóhönnu Vigdísi Guð- mundsdóttur í stöðu framkvæmda- stjóra hátíðarinnar. Tuttugu og þrjár umsóknir bárust um starfið. Jóhanna Vigdís starfaði áður sem forstöðumaður samskiptasviðs Straums-Burðaráss en þar áður sem markaðsstjóri hjá Deloitte hf. og Borgarleikhúsinu. Jóhanna Vigdís er með MBA-próf úr Háskólanum í Reykjavík, mastersgráðu í menning- arfræðum frá Edinborgarháskóla og BA-gráðu úr bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Jóhanna tekur við starfi framkvæmdastjóra af Hrefnu Haraldsdóttur, sem gegnt hefur því starfi í rúm sjö ár, en hún tekur við starfi listræns stjórnanda 1. október af Þórunni Sigurðardóttur. verðlauna- listamaður frá Svíþjóð Berit Lindfeldt opnar sýningu á Loftinu í Start Art listamannahúsi á morgun klukkan 17. Lindfeldt, sem býr og starfar í Gautaborg, er mynd- höggvari að mennt og hefur vakið athygli fyrir innihaldsrík verk sem byggjast á hefðbundnum vinnuað- ferðum í bland við tilraunir með ólík efni, hlutföll og áferð. Verk listakon- unnar má finna í og við opinberar byggingar í heimalandinu Svíþjóð og nýlega vann hún samkeppni um gerð minnismerkis til minningar um rithöfundinn Astrid Lindgren. Lindfeldt hefur áður sýnt á Íslandi, í Nýlistasafninu árið 1997. Bænastund í Hljómskála- garðinum Bænastund í nafni umburðar- lyndis og kærleika fer fram í Hljómskálagarðinum á föstu- dagskvöldið. Listamaður- inn Snorri Ásmundsson, sem stendur fyrir viðburð- inum, segir að markmiðið sé að fá sem flesta einstakl- inga og hópa sem aðhyllast mis- munandi trúarbrögð til að taka þátt í þessari sameiginlegu bænastund. Eins og margir vita hefur Snorri ferðast heimshorna á milli með kærleikspíramídann sinn undanfarin ár og beðið fyrir ást og kærleik öllum til handa. Bænastundin á föstudagskvöldið hefst klukkan 21. Tveir á tröppum Þráinn karlsson, leikari og myndlistarmaður, og jón viðar jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands. Er þetta ekki ...? gestir skoða sýninguna með glöggu auga. Blint kaffihús er verkefni sem ung- mennadeild Blindrafélagsins stend- ur fyrir í sumar í húsnæði félagsins í Hamrahlíð 17. Mig hafði lengi dreymt um að fara á kaffihús sem þetta. Há- degisverður í kolsvarta myrkri hljómar mjög spennandi í mínum huga. Ég er ekki frá því að við vinkonurnar höfum fundið til kvíða þegar við nálguðumst kaffihúsið og veltum fyrir okkur hvort við myndum ekki bara sulla öllu niður og yfir okkur sjálfar. Blindir og sjónskertir þjóna á kaffi- húsinu og við leiddum einn þjóninn inn í myrkvaðan salinn eftir að við pöntuðum. Við pöntuðum okkur báð- ar það sama: gúllassúpu, skinkuhorn, vatnsglas og síðan kaffi. Fyrir þetta borguðum við hvor um sig 980 krón- ur sem er ansi gott verð. Súpan var bragðmikil en nokkrir bitar voru seigir. Skinkuhornin til fyrirmyndar og kaffið bara eins og heima hjá mömmu. Þjón- arnir voru allir af vilja gerðir og á tíma- bili höfðum við tvo slíka sem vildu allt fyrir okkur gera. Eitt markmiðið með kaffihúsinu er að veita þeim sjáandi „innsýn“ í heim blindra. Og það gekk sannarlega. Þjónninn sagði mér alltaf hvar hann lagði diskana og glösin niður: „Ég set brauðið vinstra megin.“ Og síðan þreif- aði ég til vinstri og fann þar brauð. Merkilegt nokk sulluðum við engu yfir okkur. Annar þjónninn sagði okkur að skömmu áður hefði verið lambalæri í hádegismatinn, ásamt grænum baun- um og tilheyrandi. Ef mér fyndist erf- itt að borða súpu blindandi ætti ég að prófa að finna grænar baunir á diskn- um mínum Þegar við vorum að kára súpuna höfðu augun þó vanist myrkrinu þannig að við sáum betur til. Engu að síður var svart plast límt fyrir alla glugga og inngangurinn vel einangrað- ur. Og þá lokuðum við bara augunum. Það var hvort eð er enginn sem gæti séð okkur drekka kaffi með lokuð augu. Þess má geta að kaffihúsið var opn- að 17. júní en verður lokað 20. júlí. Opið er á virkum dögum milli klukkan 11 og 15, en á laugardögum frá klukkan 12 til 16. Erla Hlynsdóttir Erla HlynsdóTTir fór á „blindrakaffihús“. Hraði: HHHHH VEiTinGar: HHHHH ViðMóT: HHHHH UMHVErfi: HHHHH VErð: HHHHH BOrðað Í Myrkri í skyndi laxdalshús Í þessu elsta húsi akureyrar er nú mikið líf í formi sýningar Leikminjasafnsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.