Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið Miðvikudagur 2. jÚLÍ 2008 29
SEXÍ OG SÆT
Íslenska leikkonan Aníta Briem fór
heldur betur á kostum á frumsýningu
A Journey to the Center of the Earth á
sunnudaginn síðastliðinn. Aníta fer með
eitt af aðalhlutverkunum í endurgerð af
klassískri skáldsögu Jules Verne.
Aníta hreppti þetta eftirsótta hlutverk
sem hin íslenska Hannah Ásgeirsson og
virðist myndin ætla að verða ein af aðal-
ævintýramyndum sumarsins. Brendan
Fraser fer með aðalhlutverk á móti Anítu
ásamt hinum unga Josh Hutcherson. En
Brendan er einna þekktastur fyrir hlutverk
sitt í ævintýra- og spennumyndunum The
Mummy.
Gagnrýnendur spá myndinni mikilli
velgengni og þá sérstaklega meðal yngri
kynslóðarinnar því myndin er í þrívídd.
Bloggarar hrósuðu Anítu há-
stöfum á frumsýningu myndar-
innar. Þeir segja hana hafa ver-
ið kynþokkafulla og fyndna
og að spennan og eftirvænt-
ingin hafi skinið skært í aug-
um hennar á rauða dregl-
inum.
Það fer ekki á milli mála
að Aníta er á góðri uppleið í
Hollywood. Hún gefur Kate
Hudson og Reese With-
erspoon ekkert eftir ef
marka má þessar
myndir.
AnítA Briem:
„ÉG Er
óTrú-
lEGur“
Gillzenegger er sannkallað-
ur þúsundþjalasmiður. Á milli
þess sem hann æfir í ræktinni
eða einkaþjálfar semur kapp-
inn texta. En Gillz samdi textann
við lagið Basscop á breiðskífu
Merzedes Club sem kom út á
dögunum.
„Ég held að það sé ekkert sem ég
get ekki gert,“ segir Gillz sjálfs-
öryggið uppmálað. „Ég komst
að því að ég er með ágætis hæfi-
leika til að semja texta og við
ákváðum að nýta okkur það á
plötunni. Þetta tók heldur ekki
meira en fimm mínútur,“ segir
Gillz og bætti við í lokin: „Ég er
ótrúlegur.“
Geir Ólafsson vill auka þjóðrækni Íslendinga:
vill flEiri fánadaGa
umvafinn
STElpum
Trommuleikarinn Hanni Backman,
sem þekktastur er fyrir að hafa verið
í hljómsveitinni Skítamóral, eignað-
ist sitt annað barn í fyrradag. Unn-
usta hans er Íris Aðalsteinsdóttir.
Hanni og Íris hafa verið saman síðan
þau hittust úti í Danmörku þeg-
ar þau voru bæði búsett þar. Ástin
kviknaði á milli þeirra í Danaveldinu
og hefur verið mikil ánægja og gleði
í kringum þau síðan. Hanni á aðra
stelpu úr fyrra sambandi en hún er
tíu ára og því má segja að hann sé
umvafinn stelpum.
Íslenska leikkonan
Aníta Briem kom, sá
og sigraði á frumsýn-
inu A Journey to the
Center of the Earth í
Hollywood á sunnu-
daginn.
á frumSÝninGu
„Sem mikill þjóðernissinni vil ég að Íslend-
ingar flaggi meira,“ segir söngvarinn Geir Ól-
afsson, betur þekktur sem Ice Blue, en hann
hvetur fólk til þess að flagga íslenska fánan-
um af krafti í sumar. Hann segir fánann vera
einkenni hverrar þjóðar og verði til þess að
Íslendingar meti land sitt og þjóð betur.
„Það þarf að efla kærleikann hjá þjóðinni,“
segir Geir en sjálfur var hann úti í Banda-
ríkjunum þar sem stórsveit spilaði með
honum að hætti spilaborgarinnar Las Ve-
gas, en sjálfur stefnir Geir á útgáfu breið-
skífu næsta haust.
„Bandaríkjamennirnir eru sko ekki feimn-
ir við að flagga fánanum sínum,“ segir Geir
sem lærði mikið af bandarísku þjóðernis-
ástinni sem hefur ekki farið framhjá nein-
um í heiminum.
Vangaveltur Geirs koma í kjölfar þess að
hann er farinn að huga að þrjátíu og fimm
ára afmælinu sínu sem verður í ágúst.
Hann segist ætla að flagga í hæstu stöng,
og það sem meira er – hann mun halda
stórtónleika fyrir músíkþyrsta Íslendinga.
Hann vonast til þess að halda tónleikana á
Broadway og mun þá kynna fyrir landi og
þjóð heimsfræga slagara með íslenskum
textum.
„Síðan langar mig að styrkja gott málefni
þannig að allur ágóði tónleikanna mun
renna til þurfandi samtaka,“ segir hinn
þjóðrækni Geir Ólafsson að lokum.
valur@dv.is
Flottari en Kate Hudson aníta Briem var
stórglæsileg í stuttum gulum kjól á
frumsýningu myndarinnar a journey to the
Center of the Earth.
Þvílíkt bros Eftirvænting-
in og spennan skein af
Anítu, segja Hollywood-
bloggarar. Það sést á
þessari mynd.
Stórstjarna Stjarna Anítu Briem skín skært um þessar
mundir. Hér er hún ásamt meðleikurum sínum þeim
Brendan Fraser og Josh Hutcherson á frumsýningu A
Journey to the Center of the Earth.
Töff skór Silfurlitaðir með opinni
tá og dökkt naglalakk. Takið eftir
rennilásnum aftan á skónum.