Iðnaðarmál - 01.06.1957, Page 4
Síðla árs 1955 tók Gunnar J. Friðriksson framkvæmdastjóri þátt í för
fulltrúa frá níu Vestur-Evrópulöndum til Bandaríkjanna á vegum Fram-
leiðniráðs Evrópu (EPA-áætlun nr. 299) til að kynna sér tækni í dreif-
ingu sápu-, hreinlætis- og málningarvara þar í landi. Ilefur Framleiðni-
ráð nú gefið út skýrslu um förina, og er hún til í IMSÍ. í eftirfarandi
grein segir Gunnar lesendum nokkuð frá verzlunarháttum Bandaríkja-
manna, að því er varðar sápu- og hreinlætisvörur.
samkeppm í sápuibítabi
/3aHclaríUjai4íta
Nokkrar athuganir gerðar á tveggja mánaða ferð um Bandaríki
Norður-Ameríku haustið 1955 á vegum EPA í París.
Eftir GUNNAR J. FRIÐRIKSSON
í flestum löndum heims, þar sem á
annað borð ríkir nokkurt frelsi í við-
skiptum, er hörð samkeppni milli
sápu- og hreinlætisvöruframleiðenda
mjög þekkt fyrirbæri. Hvergi mun sú
samkeppni þó vera rekin af eins miklu
kappi og hörku og í Bandaríkjunum.
Þar má segja, að stórorusta geisi
stöðugt milli þriggja risa um hylli og
traust hinnar amerísku húsmóður, en
í skugga þessara átaka stendur svolít-
ill hópur smærri framleiðenda, sem
ekki hafa bolmagn til þess að taka
þált í þessum dýra leik. Þessir þrír
risar, sem samanlagt hafa milli 80 og
90% af markaðnum, eru: Procter &
Gamble, sem framleiða m. a. Tide,
Oxydol, Ivory og Camay, Colgate-
Palmolive, sem framleiða m. a. Fab,
Palmolive og Colgate, og Lever Broth-
ers, sem framleiða m. a. Rinso, Lux
og Vim, en af þessum þremur eru
Procter & Gamble stærstir.
Skal nú athugað svolítið nánar,
hvaða vopnum er beitt í þessari miklu
orustu, sem ekki virðist veita nein-
um þeirra, er berjast, endanlegan sig-
ur, heldur aðeins smávægilega stund-
arsigra eða ósigra, en tryggir aftur á
móti þeim, sem barizt er um, það er
að segja hinni amerísku húsmóður,
góða vöru í fallegum umbúðum á
hagstæðu verði.
Skilyrðin til þess að geta tekið þátt
í hinni miklu samkeppni eru þau
helzt: að hafa nægilegt fjármagn, vel
skipulagt fyrirtæki og vörur, sem eru
samkeppnisfærar að gæðum, í útliti
og verði. En vopnið, sem fyrst og
fremst er notað í samkeppninni, er
auglýsingarnar.
Fjármagn og skipulag
Um fjármagn og skipulag þessara
fyrirtækja, sem svo að segja ráða öllu
á sápu- og hreinlætisvörumarkaði
Bandaríkjanna, ætla ég ekki að ræða
hér að öðru leyti en því, að fyrirtæki
þessi standa öll á gömlum merg og
virðist hvorki skorta fjármagn né
hæfa stjórnendur, eins og sjá má
meðal annars af því, að forstjóri
Procter & Gamble, McElroy, hefur
nýlega tekið við embætti landvarnar-
ráðherra Bandaríkjanna.
VörugæSi
Um vörugæðin er það að segja, að
öll reka fyrirtæki þessi mjög full-
komnar rannsókna- og tilraunastöðv-
ar, skipaðar færustu sérfræðingum á
þessu sviði. Þarna er stöðugt leitað
að nýjum leiðum, en jafnframt fylgzt
nákvæmlega með öllum nýjungum á
sviði hráefna- og framleiðslutækni, en
ekki hvað sízt með vörum keppinaut-
anna og þá auðvitað sérstaklega, ef
þeir verða á undan með einhverjar
nýjungar. Af þessu leiðir, að vöru-
gæði eru á háu stigi og mjög svipuð
hjá þeim öllum. Einnig er vöruval
mjög svipað, því að komi einhver á
markaðinn með nýjung, sem virðist
ætla að verða ofan á, eru hinir óðara
komnir með sams konar vöru, því að
varla kemur fyrir, að neinar slíkar
nýjungar komi tæknistöðvum þessara
fyrirtækja að óvörum, meðal annars
vegna þess, að hversu góðar sem nýj-
ungarnar virðast vera, fara þessi
stóru fyrirtæki alltaf varlega af stað
og framkvæma markaðstilraunir með
hina nýju vöru á takmörkuðu svæði
í nokkra mánuði, áður en ákveðið er,
hvort setja skuli vöruna á markað í
öllum Bandaríkjunum eða hætta við
framleiðslu hennar.
Umbúðir
011 leggja fyrirtæki þessi mjög
mikla áherzlu á, að nafn og umbúðir
geri vöruna seljanlegri og auðveldi
auglýsingar. Nafnið á að vera stutt
og einfalt, svo að auðvelt sé að muna
það. En lengra en niður í tveggja
stafa nafn hefur engin þeirra samt
farið ennþá, en ef til vill taka þeir til
við stafrófið næst. Eftir að sjálfsaf-
greiðsluverzlanirnar komu til sögunn-
ar, hefur við teiknun umbúða verið
lögð höfuðáherzla á, að vörunafnið
væri eins áberandi og mögulegt er og
þá haft eins stórt og flöturinn frekast
leyfir, en litarfletir notaðir til frekari
áherzlu og auðkenna. Skreytingar á
108
IÐNAÐARMÁL