Iðnaðarmál - 01.06.1957, Side 6

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Side 6
 Hvað skal velja? Hvað stóð í auglýsingunni? (Úr amerískri kjörbúð). Bandaríkjanna. Sá háttur, að gera fyrst markaðstilraunir á takmörkuðu svæði, er yfirleitt hafður á, og sparast mikið fé við að finna strax þá auglýs- ingaaðferð, sem líklegust er til að gefa beztan árangur í sölu. Ein af aðferðum þeim, sem notað- ar eru við að komast að, hvers konar auglýsingatexti eða uppsetning á aug- lýsingu sé líklegust til að selja vöru, er, að gerðar eru tvær auglýsingar fyrir sömu vöru, en með mismunandi orðalagi og uppsetningu. í horni beggja auglýsinganna er „cupon“, sem auðkenndur er þannig, að sjá má, hvorri auglýsingunni hann hefur fylgt. Þeim, sem hafa vill fyrir því að senda „cupon“ útfylltan með nafni og heimilisfangi, er heitið sýnishorni af vöru þeirri, sem auglýst er. Þessar tvær mismunandi auglýsingar eru svo settar í víðlesið dagblað, en prentun hagað þannig, að auglýsingarnar birtast sitt á hvað í öðru hverju ein- taki, sem úr prentvélinni kemur. Tryggir þetta alveg jafna dreifingu á báðum auglýsingunum. Síðan er beð- ið átekta og séð, hvaða áhrif tilboðið um ókeypis sýnishorn hafi. Hafi önn- ur auglýsingin verið áhrifaríkari en hin, ber fjöldi hinna merktu „cup- ona“ það með sér, hvor auglýsingin það sé, og eru þá áframhaldandi aug- lýsingar byggðar á þeirri reynslu. Einnig er nokkuð notuð skoðana- könnun meðal lesenda blaðanna. Bandarískir auglýsendur telja, að sjónvarpið sé langáhrifaríkasta aug- lýsingatækið, sem þekkist í dag, enda verja þeir geysilegu fé til auglýsinga í því. Hálfrar klukkustundar leiga á sjónvarpsstöð, sem sjónvarpar um öll Bandaríkin, kostar um 50.000,00 $, en þar að auki verður auglýsandinn sjálfur að kosta skemmtiatriðin, og er algengt, að það sé um 35.000,00 $. Af þessum hálftíma er 3 til 4 mínútum varið til auglýsinga. Auglýsingatími í sjónvarpsstöð, sem sjónvarpar til New York og nágrennis, kostar 400,00 $ á sekúndu. Auglýsingar í blöðum og tímaritum eru einnig mjög dýrar, og kostar til dæmis heilsíða í tímaritinu Life 25.000,00 $. Stóru sápuframleiðendurnir í Bandaríkjunum verja einnig miklu fé til annarra tegunda auglýsinga, svo sem dreifingu sýnishorna, sem þeir gera oft í mjög stórum stíl, sérstak- lega þegar verið er að setja á mark- aðinn og kynna nýja vöru. Einnig er talsverðu varið til verðlaunagjafa og útiauglýsinga. Eitt er það, sem þeir gera öðru hverju til þess að auglýsa og örva sölu á vörum sínum, og það er að auglýsa tímabundna verðlækk- un á einhverri af vörum sínum. Verð- lækkunin er í því fólgin, að pakkað er saman til dæmis 3 stykkjum af handsápu og þau boðin á sama verði og tvö. í slíkum tilfellum bætir sápu- framleiðandinn kaupmanninum upp þann hagnað, sem hann telur sig fara á mis við við það að útbýta einu stykki af hverjum þrem sem gjöf frá framleiðanda. Markarðskönnun Eins og getið var um í upphafi, þá eru þessir þrír sápuframleiðendur, sem um hefur verið rætt hér, meðal 10 stærstu auglýsenda í Bandaríkjun- um, og mun til dæmis Lever Bros. hafa varið um 15 millj. $ til auglýs- inga árið 1955. Þetta er mikið fé, en þó skiptir það miklu máli fyrir aug- lýsandann, að sem mestur árangur verði af notkun þessa fjár. Þess vegna er fyrirtækjunum brýn nauðsyn á að hafa nánar gætur á markaðnum og fylgjast ekki einungis með, hvernig eigin vörur seljast, heldur einnig vör- ur keppinautanna. Þetta er gert í Bandaríkjunum með því að nota sér þjónustu fyrirtækja, sem hafa mark- aðskönnun að sérgrein. Eitt þessara fyrirtækja er A. C. Nielsen & Co. Það lætur í té, gegn ákveðnu föstu gjaldi, söluhlutföll vörutegunda, til dæmis milli þvottaduftstegunda, sem á markaðnum eru, eða handsáputeg- unda, allt eftir því, hvað um er beðið. Þessara upplýsinga er aflað á tveggja mánaða fresti með því að safna skýrslum hjá um 2000 verzlunum, sem valdar hafa verið með hliðsjón af því að fá sem nákvæmast meðaltal. Skýrslusöfnun þessi fer þannig fram, að starfsmenn markaðskönnunar- stofnunarinnar fara í verzlanir þær, sem eru samningsbundnar við stofn- unina. Fá þeir þar að gera vörutaln- ingu á þeim vörutegundum, sem þeim þóknast, og 'einnig fá þeir afhent afrit af öllum innkaupanótum. Geta þeir á þennan hátt fylgzt nákvæmlega með sölu þessara vörutegunda í þessum 2000 verzlunum. Einnig er Gallup- aðferðin mikið notuð við markaðs- könnun. Ég vil svo enda þessar stuttu at- huganir mínar með því að koma á framfæri við íslenzka framleiðendur heilræði, sem okkur, er fórum þessa ferð, var gefið: Leggðu aldrei í kostn- að við að auglýsa nema góða vöru. 110 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.