Iðnaðarmál - 01.06.1957, Síða 12

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Síða 12
þau ákaflega mikilvæg í rekstri hverr- ar kjörbúðar. ÞaS er m. a. gert með því að gefa fólkinu kost á að taka þátt í einnar viku sumarnámskeiöum, sem haldin eru í Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði, og fræðslufund- um, eiginlega kvöldvökum, sem starfs- fólkið heldur sjálft. Þar eru vanda- mál fyrirtækisins rædd, eftir því sem kringumstæður leyfa, flutt fræðandi erindi og sýndar fræöslukvikmyndir um nýjungar í faginu. — Hverju spáir þú um framtíð kjörbúða á íslandi? — Ég tel, að þetta skipulag eigi eftir að ryðja sér enn meir til rúms hér á landi, og vil leyfa mér að full- yröa, að þetta sé skipulag framtíöar- innar í sölu matvöru og nýlenduvöru. Einnig tel ég, að sjálfsvalið í bús- áhöldum og vefnaðarvöru eigi fram- tíð fyrir sér. Með þessu rekstrarformi nýtast starfskraftarnir vel, sömuleiðis húsrýmið, vörurnar eru auðseljan- legri, og það, sem er mikilvægast, að viðskiptavinurinn er ánægðari. Egilskjör — Laugavegi — Reykjavík Ofarlega við Laugaveg var opnuð ný kjörbúð 1. júní s.l., en það er verzlunin Egilskjör. Þetta er rúmgóð verzlun með 200 m2 búðarrými, en með vörugeymslum og innpökkunar- herbergi er hún tæplega 500 m2. Þarna vinna 9 manns að verzlunar- stjóranum, Kolbeini Kristinssyni, meðtöldum. Kolbeinn hefur fengizt við verzlunarstörf í fjölda ára hjá Kaupfélagi Arnesinga, og var hann verzlunarstj óri þar, þegar fyrsta inn- lenda kjörbúðin var opnuð á Selfossi 1. nóvember 1955. Hafði hann ásamt Ingólfi Guðmundssyni, verzlunar- stjóra hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga, sem síðar verður getið í þessari grein, dvalizt tvo mánuði í Danmörku sum- arið 1955 og kynnt sér rekstur kjör- búða hjá HB í Kaupmannahöfn. Við snerum okkur til þessa braut- ryðjanda í kjörbúðarrekstri og rædd- um við hann um kosti hins nýja fyrir- komulags, rekstrarkostnað, innrétt- ingar og önnur atriöi í sambandi við rekstur kj örbúða. — Kjörbúðin hefur marga kosti, séð frá sj ónarhóli kaupmannsins, seg- ir Kolbeinn. Ræður þar mestu, að möguleikar til aukinnar veltu batna til muna við það, að kaupandinn af- greiöir sig sjálfur. Á meðan við- skiptavinur er að skoða og velja sér vörur, getur afgreiðslufólkið verið að sinna öðrum, sem annaðhvort eru ósjálfstæðari við vöruvalið eða eru þegar búnir að velja þær vörur, sem þeir ætla að kaupa. f verzlun með af- greiðsluborðsfyrirkomulaginu var ákaflega erfitt að auka söluna til muna án þess að bæta við starfs- manni, ef eitthvað var á annað borð að gera í fyrirtækinu, en í kjörbúð er hægt að vinna svo mikla undirbún- ingsvinnu, áður en hámarksös hvers tíma dags, viku eða mánaðar hefst. Þessi undirbúningsvinna, sem er m. a. fólgin í umvigtun og innpökkun vöru, er ákaflega mikilvæg í kjörbúð- inni. Ef rætt er almennt um kosti kjör- búða, ber fyrst að nefna, að kaupand- inn er í miklu nánari snertingu við vöruna, sem hann ætlar að kaupa, en í gömlu verzlununum, þar sem allt var rétt yfir afgreiðsluborð eða sýnt á fjarlægum hillum. Kaupandinn hef- ur betri möguleika til að hafa áhrif á, hversu langan tíma það tekur hann að verzla, þar sem hann nálgast sjálfur vöruna og getur hraðað sér að greiða fyrir hana við útgöngu. Einnig hefur hann betri möguleika á að gera sér grein fyrir gæðum vörunnar, þar sem hann getur handleikið hana og skoð- að án þess að yfir honum sé staðið. Persónulegra áhrifa sölumanns gætir því síður í vali hans á vöru. Þá er það mikill kostur, að allar vörur í kjör- búð eru vel auðkenndar og verð- merktar, en það hjálpar kaupanda mikið við innkaup. Tel ég þáð eitt af frumskilyrðunum í rekstri kjörbúða, að allir hlutir séu greinilega verð- merktir. — Hvað getur þú sagt okkur um rekstrarkostnað kjörbúða? — Hann er yfirleitt hár. Kostnað- ur vegna umbúða er talsvert meiri en í eldri verzlununum, en aftur á móti er kostnaður vegna mannahalds til- tölulega lægri. Er það vegna þess, hve vinnuafliö nýtist miklu betur og jafn- ar. Hinn mikli kostnaður við umbúð- irnar stafar af því, að vörurnar verÖa að vera vel innpakkaðar, í fallegum og sterkum umbúðum, svo þær selji, eins og það er nefnt, þ. e. fari vel í hillum og veki athygli viðskiptavinar- ins. — Gætir þú ekki sagt okkur eitt- hvað um innréttingartæki, hillur og kæliskápa, sem nota þarf í kjörbúð- um? — Hillur eiga fyrst og fremst að vera þannig, að þær séu einfaldar að gerð, jafnframt því sem þær eru sterkar og hentugar. Það er ekkert at- riði, að þær séu úr dýrum viði, nema síður sé. Til þessa hefur þurft að flytja inn jámverkið í innréttingarn- ar, en tréverkið hefur verið íslenzkt, en núna munu innlendir aöilar vera byrjaðir á að smíða fullkomnar inn- réttingar fyrir kjörbúðir. Um eyjarn- ar (gondolana) er það að segja, að hver samstæða er 1 m á lengd, en þær er unnt að tengja saman eftir hentug- leikum. Yfirleitt á ekki að setja hærra á eyjarnar en svo, að vel megi sjá yfir vörurnar. Hverri kjörbúð er nauðsynlegt að hafa góða kæliskápa, sem eru þannig útbúnir, að vel megi sjá vörurnar í þeim og ná auðveld- lega til þeirra. — Hefur glugginn mikið gildi fyr- ir kjörbúðina? — Já, tvímælalaust. Auk þess að vera birtugjafi þjónar hann því mikil- væga hlutverki að selja það, sem er í allri verzluninni, þ. e. a. s. hann á að vera skilrúmalaus, til þess að væntan- legur kaupandi sjái utan frá vel yfir alla verzlunina og fái það á tilfinning- una, að í þessari verzlun fái hann þá vöru, sem fullnægir þörfum hans og óskum. AS endingu vil ég vekja athygli á því, að í kjörbúðinni er unnt að veita miklu meiri þjónustu en í afgreiðslu- verzlunum. Það er fólgiö í því, að þeir viðskiptavinir, sem eru sjálf- stæðir í vali, óska raunverulega ekki eftir athygli afgreiðslufólksins, þeir 116 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.