Iðnaðarmál - 01.06.1957, Side 13

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Side 13
afgreiða sig sjálfir í orðsins fyllstu merkingu. Við þetta skapast meiri tími fyrir afgreiðslufólkið til að að- stoða þá, sem óska eftir þjónustu. Eg tel mikilvægt, að starfsmenn kjör- búða geri sér grein fyrir því, að kjör- búðirnar leysa menn ekki undan þjón- ustuskyldunni, heldur skapa þær meiri möguleika fyrir betri þjónustu, þar sem það á við. Kaupfélag Hoínfirðinga — Strandgötu — Hafnarfirði Það er eigi unnt að ræða um þróun kjörbúða hér á landi án þess að líta inn í eina slíka verzlun utan Reykja- víkur. Fyrir valinu varð önnur þeirra tveggja verzlana, sem fyrst voru opn- aðar með kjörbúðarfyrirkomulagi, en það er kjörbúð Kaupfélags Hafnfirð- inga við Strandgötuna í Hafnarfirði. Kjörbúð þessi var opnuð 1. nóvember 1955 eða sama dag og kjörbúð Kaup- félags Arnesinga. Afgreiðslurými hennar er 150 m2 og innpökkunar- og geymslurými 35 m2. Starfsmenn eru 5. Við hittum að máli verzlunarstjór- ann Ingólf Guðmundsson, sem fyrr er getið í grein þessari, og tjáum hon- um, að við vildum gjarnan fá að ræða við hann um nokkur atriði í rekstri kjörbúða, eins og t. d. lýsingu, gólf, vöruflokkun og niðurröðun inn- an verzlunarinnar, staðsetningu pen- ingamóttöku o. fl. — Það er mikilvægt fyrir hverja kjörbúð að hafa góða lýsingu, segir Ingólfur, og höfum við lagt mikla áherzlu á það atriði. í afgreiðslusal hjá okkur eru um 70 flúrskinsstengur (perur), sem gefa góða dagsbirtu og lýsa vel á vörurnar í hillunum. Einnig eru ljós í kæliskápum verzlunarinnar. Hjá okkur eru ljósin á allan daginn, því gluggarnir gefa ekki nægilega góða birtu innst inn í verzlunina, þó að þeir séu stórir, og er því nauðsyn- legt að hafa ljósin á til að jafna birt- una. í kjörbúð er ætíð reynt að vanda frágang á gólfi og hafa það sem lit- fegurst, þannig að það falli vel inn í heildarmynd búðarinnar. Hérna er gólfið lagt með gráum og svörtum plast-flísum, sem eru sterkar og endingargóðar. Það er gott að halda því hreinu, en slíkt er mjög millilsvert í sérhverri mat- og ný- lenduvöruverzlun. Um flokkun og niðurröðun vöru í kjörbúð væri hægt að segja margt, en ég skal lýsa með nokkrum orðum, hvernig það hefur verið gert hérna. Við höfum flokkað saman í hillur og á eyjar skyldar vörur eins og t. d. hreinlætisvörur. Er þá miðað við notkunar- eða neyzluskyldleika. Síð- an er hverjum vöruflokki ákveðinn staður innan verzlunarinnar, og geta margs konar sjónarmið komið til greina við staðsetningarákvörðun fyrir vöruflokk. Kæliskápar fyrir kjöt og álegg eru staðsettir innst í verzlun- inni (þ. e. fjærst dyrunum). í þeim eru þær vörur, sem mest og jöfnust eftirspurn er eftir. Verður fólk þann- ig að ganga í gegnum alla verzlunina, þegar það vill kaupa þessa vöru, en við það hlýtur hinn væntanlegi kaup- andi óhjákvæmilega að taka eftir öðr- um vörum, sem eru á hillum og eyj- um í kring. Eykur það sölumöguleika á þeim. Þungar vörur, eins og t. d. öl og gosdrykkir, eru hafðar sem næst peningakassanum, sem er við útgöngu- dyrnar. Næst gluggum höfum við ým- iss konar dósavörur og pakkavörur, en engin algild regla er um staðsetn- ingu slíkrar vöru. Aðalreglan er sú, að samkynja vörur eru settar sem næst hver annarri. Vörur eru settar þannig í hillur og á eyjar, að fólk eigi auðvelt með að ná til þeirra. Á veggj- um fyrir ofan hillurnar eru alls konar auglýsingaskilti, er eiga að vekja at- > Úr innsta hluta Kaupfélags Hafniirðinga kenna kjörbúðina. Smekklegt gólf, góð loftræsing og góð lýsing ein- (Ljósm.: Þorvaldur Ágúsísson), ✓ -- - 10'*' w f3 Ml- ■ % InH ^ ^ . ; r » JF £gf$***^******%í. Hfi *r*'írí “ \ 7mTr r

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.