Iðnaðarmál - 01.06.1957, Page 16
má nefna, að enda þótt nú á tímum sé mikil
tilhneiging til að byggja einnar hæðar verk-
smiðjuhús, þá geta margra hæða verk-
smiðjuhús stundum haft ýmsa kosti, sér-
staklega þegar unnt er að láta hluti eða efni
falla eða renna fyrir áhrif aðdráttaraflsins
á milli hinna ýmsu vinnslustiga. Þó eru stór-
ar vélar yfirleitt bezt staðsettar í einnar
hæða byggingum. Loftræsing er einnig ein-
faldari í einnar hæða verksmiðjuhúsum, og
dagsbirtu nýtur þar betur.
Ýmis hjálpargögn má nota, þegar hafizt
er handa um niðurskipun í verksmiðjum.
Einfalt ráð, sem sýnir samanburð mismun-
1. mynd. Nokkur fóbrotin og hentug
tæki til innanhússflutninga.
andi niðurskipana á fljótan hátt, er að
klippa út í pappa útlínur hverrar vélar og
hvers vinnubekkjar í ákveðnum mælikvarða
og færa þessar pappaútklippur til og frá á
gólfflatarteikningu verksmiðjunnar, þar til
heppilegasta niðurskipun véla og vinnu-
bekkja er fundin. Einnig eru oft notuð
líkön (t. d. úr pappa eða krossviði) af
verksmiðjunni, vélunum, vinnubekkjum,
birgðum og efni, færiböndum o. fl. Með
slíkum líkönum má athuga nýtingu á loft-
hæðinni jafnt og gólfrýminu. Þegar vinnslu-
rásin er óslitin, eins og oft er t. d. í efnaiðn-
aðinum, þá er niðurskipunin yfirleitt ákveð-
in fyrirfram af vinnslusérfræðingunum.
Þegar niðurskipun er ákveðin, er hyggi-
legt að gera ráð fyrir hugsanlegri stækkun
í framtíðinni. I sumum verksmiðjum hafa
litlar breytingar verið gerðar á niðurskip-
un, frá því þær tóku fyrst til starfa, þrátt
fyrir það, að nýjum vélum og vinnslustigum
hefur smám saman verið bætt við í sérhvert
autt svæði, sem þar var að finna. Þetta hef-
ur gert vinnslurásina óþarflega flókna.
Þar sem slíkt hefur átt sér stað, verður
heppilegast að láta framkvæma rannsókn á
allri vinnslurásinni. Leiðir þær, sem hrá-
efnið, hlutir og hin fullunna vara, fylgja,
eru vandlega skráðar inn á rásteikningu,
svo að unnt sé að finna heppilegustu
vinnslurás með endurbættri niðurskipun.
Nokkur vandamál, sem leysa þarf, eru
staðsetning birgðageymslna, ásamt stað-
setningu bráðabirgðageymslna fyrir hluti
og efni, sem ganga heint inn í aðalvinnslu-
rásina, staðsetning viðgerðarstöðva og ann-
arra deilda, sem veita sameiginlega þjón-
ustu mörgum vinnusvæðum og vinnslustig-
um. Aðaltilgangur bættrar niðurskipunar
er ávallt sá sami — að draga sem mest úr
öllum óþarfa hreyfingum eða ferðum, bæði
manna og efnis.
Fyrirmyndar-niðurskipun væri það að
sjálfsögðu, þegar starfsmaður gæti tekið
við verki af næsta manni til frekari vinnslu
án þess að þurfa nokkuð að hreyfa sig úr
vinnustað, og svo koll af kolli. Þessu verður
auðvitað oft ekki við komið, og verður því
að nota hentug innanhússflutningatæki, t.
d. þegar miklar f jarlægðir eru á milli vinnu-
svæða, hlutirnir þungir eða vinnsluvélarnar
af þeirri gerð, sem þarf ákveðin flutninga-
tæki sér til aðstoðar.
I riti útgefnu af brezku framleiðnistofn-
uninni um innanhússflutninga í iðnaði er
minnzt á f jögur grundvallaratriði fyrir góð-
um innanhússflutningum:
1. Forðizt að beita líkamlegu afli við með-
höndlun, þegar þess er kostur, þar sem
mikill hluti af tíma starfsmannsins getur
farið í að lyfta, sækja eða bera hluti (sjá
töflu að framan).
2. Fækkið meðhöndlunarstigum. Athugið
fyrst, hvort sleppa megi ákveðnu með-
höndlunarstigi. Ef ekki, þá athugið,
hvort ekki megi sameina það öðru eða
fleiri meðhöndlunarstigum.
3. Notið tæki, sem hafa reglubundinn
hraða. Það getur verið mikilvægt við
samsetningarverk og dregið úr ónauð-
synlegu erfiði.
4. Reynið ávallt að meðhöndla sem stærsta
byrði í einu (flestar einingar í einu).
Þetta á sérstaklega við í birgðageymsl-
um og í móttöku- og útsendingarsal.
Meðhöndlun og flutningar stórra farma
draga úr tímanum við stöflun og eins við
skýrslugerð í birgðageymslunni.
I hinu brezka riti eru ennfremur taldir
upp helztu kostir góðra innanhússflutninga,
og þeir eru:
Minni vinnukostnaður.
Aukin nýting húsnæðis, sérstaklega í
talningu. Einnig getur þetta einfaldað
birgðageymslum.
Aukin not véla.
Meiri vöruvelta.
Minna f jármagn bundið í framleiðslunni.
Einfaldara birgðaeftirlit.
Afkastameira framleiðslueftirlit.
Minni áreynsla starfsmanna.
Auðveldara gæðaeftirlit.
Moira öryggi á vinnustað.
Að lokum segir í ritinu, að ýmis fyrir-
tæki (í Englandi) telji innanhússflutninga
það mikilvæga rekstri sínum, að þau hafi
fastráðna verkfræðinga til þess eins að
rannsaka gaumgæfilega innanhússflutninga-
kerfi fyrirtækjanna og niðurskipun og
koma síðan með tillögur um, hvemig megi
bæta það. Meðhöndlun bætir ekkert gæði
vörunnar, nema síður sé, en eykur aðeins
120
XÐNAÐARMÁL