Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 5

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 5
 Alþjóðlega stöðlunarstofnunin 86 Fjárlög 1969 .................. 86 Arangursrik söluherferð Dana á sérþekkingu................ 86 Virkjum sérþekkingu í rekstrartækni ............... 87 Um öryggismál, hagræðingu o. fl. í Bretlandi........... 88 Járnvinnsla úr brotajárni eftir kemískri aðferð ............. 92 Smágleymska ................... 93 Stofnun Stjórnunarfélags Norð- urlands ..................... 93 Stjómun með rafreikni ......... 94 Aðalyfirsjónir við stækkun fyrirtækja .................. 100 Er þetta leiðin að ódýru hús- næði? ...................... 101 Danskar vörusýningar........... 102 Fiskeldi í upphituðum sjó .... 103 Leiðbeiningabæklingur um hleðslu húsa ............... 104 Skýrsla um verkstjórnarnám- skeiðin veturinn 1967—-’68 .. 108 Tæknibókasafn IMSI — nýjar bækur....................... 109 Skýrsla um starfsemi Stjórnun- arfélags Islands starfsárið 1967—'68 ................... 110 Verðgreining dregur úr kostn- aði ........................ 111 FlutningSkostnaður ........... 111 Það sem blóð og sviti hafa að segja ...................... 112 Upplýsingaþjónusta IMSl end- urvakin .................... 115 Gamli, góði Parkinson......... 116 Nýjasta skilgreining á helvíti . 116 Nytsamar nýjungar............. 117 Kálfaslóð ..................... 120 Forsíða: Svikamyllan. Teikning eftir hollenzka listamanninn Maurits C. Escher. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Þórir Einarsson, Stefán Bjarnason, Hörður Jónsson. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjami Vilhjálmsson cand. mag. Útgefandi: Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 81533—4. Áskriftarverð kr. 250,00 árg. PRENTSMIÐJAN HOLAR HF Iðnaðarmal 15. ÁRG. 1968 . 5.-6. HEFTI Virkjjum sérþekkingu I rekstrartækni Telja verður, að bagalega seint hafi gengið að virkja sérkunnáttu- menn til starfa í íslenzkum iðnaði og atvinnulífi yfirleitt. Er hér einkum átt við verkfræðinga og tæknifræðinga. Ekki ber að skilja þetta svo, að það sé tæknilega hlið rekstursins, sem öllu máli skipt- ir, því að án virkrar sölustarfsemi og staðgóðrar rekstrarhagfræði- kunnáttu er sérhvert fyrirtæki illa á vegi statt. Þegar þessa sér- þekkingarþörf ber á góma, er viðkvæðið gjarnan: „Fyrirtækið er svo lítið, að það ber ekki svona dýran, óvirkan vinnukraft“. Þetta leiðir hugann vissulega að því vandamáli, sem fólgið er í hinum mörgu og smáu rekstrareiningum í íslenzku atvinnulífi. Er flestum orðinn ljós sá veikleiki, sem í þessu er fólginn. Einmitt þess vegna hefur mönnum í seinni tíð orðið tíðrætt um samstarf og jafn- vel samruna fyrirtækja. Ein af .samstarfsleiðunum, sem lítt hefur borið á góma og mönnum virðist hafa sézt yfir, er að stofna til sam- starfs um hagnýtingu sérþekkingar. Virðist t. d. ekkert vera því til fyrirstöðu, að tvö-þrjú fyrirtæki, sem ekki eru í beinni samkeppni, ráði sér sameiginlega menn með sérkunnáttu, sem þau hafa sam- eiginlega þörf fyrir. Þess má t. d. geta, að tæknifræðingum fer ört fjölgandi, m. a. mönnum, sem hafa fengið sérþjálfun í rekstrar- og framleiðslu- tækni. Það hefur atvikazt svo, að margir af þessum mönnum hafa leitað til Iðnaðarmálastofnunar íslands að loknu námi í því skyni að njóta fyrirgreiðslu hennar um atvinnuútvegun. Á þetta reyndar einnig við í sumum tilvikum um verkfræðinga. Hefur stofnunin stundum haft milligöngu um ráðningu slíkra manna til íslenzkra fyrirtækja. Þótt fyrirtækjum kunni að vera nauðsyn á að leita til utanað- komandi ráðunauta, einkum í sambandi við meiri háttar hagræð- ingar- eða endurskipulagningarverkefni, er ekki síður mikilvægt, að fyrirtækin hafi á að skipa í starfsliði sínu sérkunnáttumönnum um atriði eins og vinnurannsóknir, framleiðsluskipulagningu, áætlana- gerð, arðsemisútreikninga, gæðaeftirlit, skipulagsbundið viðhald o. s. frv., svo eitthvað sé nefnt, en þessi svið eru meðal verkefna rekstrartæknifræðinga. Iðnaðarmálastofnunin er, eins og hingað til, reiðubúin til milli- göngu um útvegun sérkunnáttumanna í rekstrartækni. IÐNAÐARMÁL 87

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.