Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 8
greinum í Bretlandi, sem ættu sér hliðstæöu hér á Islandi, svo að ég gæti gert samanburð. Að vísu var ég hafður með í ráðum og spurður, hvað ég vildi helzt skoða og hverju kynnast, og var óskum mínum yfir- leitt vel tekið. Eg fór frá London til Hull og heimsótti þar fyrirtækið B.P. Chemi- cals. Þar starfa á annað þúsund manns. Oryggisvörður fyrirtækisins fylgdi mér um svæðið og sýndi mér framleiðsluna, sem eru alls konar efni, ýmist mjög eldfim eða mjög varasöm í meðferð. Ekki var leyfilegt að bera á sér eldfæri eða nokkuð það, sem eld- hætta stafaði af, inni á athafnasvæð- inu. Tók ég eftir því, að við átöppun á tunnur og önnur ílát var gætt mik- illar varúðar. Við það eru notaðar vélar, sem jafnframt því að fylla á ílátin soga burt gufur af efninu og koma í veg fyrir, að þær blandist andrúmsloftinu. Mikil áherzla er lögð á, að starfsfólkið, sem vinnur með hættuleg efni, noti viðeigandi persónuhlífar við vinnuna. En starf öryggisvarðarins er m. a. fólgið í því að sjá um, að það sé gert, og hafa uppi fræðslu um hvaðeina, er öryggi varðar. Á vinnustaðnum er verzlun, sem selur persónuhlífar á framleiðsluverði, þ. e. þær hlífar, sem fyrirtækið leggur starfsfólki sínu ekki til. Flest slys þarna eru af völd- um hinna ýmsu efna, sem valda meiðslum og bruna, ef þau komast í snertingu við líkamann, einkum hendur. í Hull heimsótti ég fiskvinnslustöð hjá Rossfyrirtækinu og átti viðtal við mann, sem sér um starfsmanna- haldið þar. Ekki gafst mér tækifæri til þess að skoða vinnsluna. En vinnslurásin gengur svipað fyrir sig og í frystihúsum okkar. Þarna var á- kvæðisvinna í gangi a. m. k. í flök- un, snyrtingu og pökkun. Meira er unnið úr hráefninu en hér tíðkast, einkum þannig, að það er matreitt fyrir neytandann eða því sem næst. Þarna er bæði unnið í einstaklings- ákvæðum og hópum. Afköstin liggja að meðaltali 25—30% yfir staðal- afköstum. Ætlunin var að koma öll- um vinnsluþáttunum í ákvæði með tímanum, og var einmitt verið að vinna að því. Þegar nýtt fólk kemur til starfa, eru því kennd vinnubrögð og það þjálfað af sérstökum verk- kennurum a. m. k. 3 vikur áður en það telst fullgilt starfsfólk. Það, sem ég sá af fyrirtækinu, var hreinlegt, og var mér tjáð, að mikil áherzla væri lögð á hreinlæti. Þarna starfa 3—400 manns. Þarna er hverjum starfsmanni gert skylt að þvo sér um hendur, áður en hann byrjar vinnu við matvæli. Fyrirtækið leggur starfs- fólkin til vinnufatnað. í fyrirtækinu er starfandi hjúkrunarkona, sem hef- ur sjúkrastofu til umráða og getur veitt fyrstu hjálp, þegar slys ber að höndum. Flest slys þarna eru minni- háttar, skurðir á höndum, og svo eru slys af völdum hálku á gólfum, sem er mikið vandamál í fyrirtækjum, þar sem unnið er með matvæli, eink- um fisk og kjöt. Þá heimsótti ég í Hull eitt af fyrir- tækjum Reckitts and Colman Hold- ings Limited, en félag þetta á fjölda- mörg fyrirtæki víða um heim. Þessi fyrirtæki framleiða m. a. ýmis efni til heimilisnota, svo sem bón, skó- svertu, málningu, veggfóður, ýmiss konar lyf og ilmvötn, svo að eitthvað sé nefnt. Þarna var ég í fylgd með öryggisverði fyrirtækisins, sem sýndi mér öryggisbúnað véla og verkfæra, sem notuð eru við fram- leiðsluna. Loks heimsótti ég Hull Steam Trawlers Mutual Insurance and Pro- tecting Company, sem er tryggingar- fyrirtæki og sér jafnframt um örygg- ismál togara frá Hull. Togarar verða að fullnægja lágmarksskilyrðum um öryggisútbúnað, til þess að unnt sé að tryggja þá hjá fyrirtækinu. Ég kynntist yfirmanni og sérfræðingi fyrirtækisins um öryggismál, sem sagði mér í stórum dráttum, hvernig unnið er að öryggismálum togaranna og hafnarinnar í Hull. Áður en menn eru ráðnir á togara, verða þeir að gangast undir læknisskoðun, þar sem skorið er úr, hvort þeir þykja hæfir, heilsu sinnar vegna, að gegna störf- um á togurum. Haldið er uppi þjálf- un og fræðslustarfsemi um öryggis- og heilbrigðismál. Skipshafnirnar eru þjálfaðar í björgun úr sjávar- háska og í því að ráða niðurlögum elds. Mér var tjáð, að áætlað væri að leggja niður síðutogarana, eftir því sem þeir ganga úr sér, og taka í notkun skuttogara, sem þá eru út- búnir til þess að vinna úr aflanum til frystingar. Ég skoðaði einn slíkan skuttogara, sem þannig er útbúinn. Hann er mun stærri en venjulegur síðutogari. Gert er að aflanum ofan- þilja, þó þannig, að um mikið meira vinnuöryggi er að ræða en á síðu- togurunum. Flökunarvélar, snyrting- arhorð og frystitæki eru neðan þilja. Heldur virtist mér vera þröng vinnu- aðstaða þar, en taka verður tillit til þess, að slíkir togarar eru mjög dýrir og rýmið því notað til hins ýtrasta. Unnið er stöðugt að endurbótum, sem mega verða til þess að auka ör- yggi togarasjómanna og umferð um höfnina. Frá Hull fór ég síðan til Fraser- burgh, sem er fiskibær nokkru norð- an við Aberdeen í Skotlandi. Þar kom ég í fiskvinnslustöð MacFish- eris og skoðaði fyrirtækið og vinnsl- una. Vinnslurásin gengur svipað fyr- ir sig og í frystihúsum hérlendis, nema hráefnið er svo til fullunnið til neyzlu. Unnið er jöfnum höndum úr bolfisktegundum og síld, eftir því hvaða hráefni berst. Auk þess er unnið nokkuð úr kjöti og grænmeti. Nokkrir erfiðleikar eru á öflun hrá- efnis, og er víða farið til þess að afla þess á hinum ýmsu fiskmörkuðum á stóru svæði í Skotlandi. Til þess eru notaðar stórar flutningabifreiðar. Fiskurinn er fluttur ísaður í tiltölu- Iega litlum kössum til þess að forðast skemmdir á hráefninu. Hráefni er flutt inn frá öðrum löndum, t. d. er mikið flutt inn af heilfrystri síld frá Rússlandi. Lítið er flutt inn frá ís- landi, og var mér sagt, að það væri vegna þess að síldin þætti of dýr, miðað við gæði. Stöðugt eru gerðar framleiðsluáætlanir, áætlað sölumagn 90 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.