Iðnaðarmál - 01.06.1968, Page 14

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Page 14
árafjölda, sem sennilegt er að það taki, að fjárfestingarupphæðin skili sér aftur að fullu. E. t. v. líta þeir á núverandi verðmæti þess framtíðar- hagnaðar, sem vænzt er. Bókhaldsmenn deila ákaft um kosti sérhverrar þessara aðferða, en raunar eru þetta mismunandi „þver- skurðarmyndir“ af raunveruleikan- um. Og það er jafnfávíslegt að deila um það, hver þeirra hafi mest gildi, eins og að deila um það, hvort þver- skurður eða langskurður á hári gefi betri mynd af því. Þetta er auðvitað undir tilganginum komið. Aðferðirn- ar hafa allar „gildi“, og þeirra er þörf. En hingað til hafa stjórnendur orðið að gera sig ánægða með eina þeirra. Það kostaði blátt áfram of mikla vinnu að hafa þær allar þrjár. En það gildir ekki lengur. Stjórnend- ur geta nú beðið um að fá fjárfest- ingarnar reiknaðar út eftir öllum þremur aðferðunum og litið síðan á allar þrjár og gert sér grein fyrir því, hver þeirra veitir þeim beztan skiln- ing á ráðagerðinni. Næsta augljósa skrefið beinist að „geometri“, þ. e. hinni efnislegu byggingu. Ef rafreiknirinn er matað- ur á forskriftum, er ná yfir allt, sem varðar byggingu þjóðvegar yfir land- svæði, og einnig látinn hafa forskrift- ir yfir höfuðeinkenni landsvæðisins, getur hann með skjótum hætti fund- ið, hvar vegurinn ætti að liggja, þannig að allir kostir nýtist sem bezt, bæði frá landfræðilegu og hagfræði- legu sjónarmiði. Á sama hátt getur hann fundið fjölda af efnislegum ráðstöfunum, einkum þar, sem taka þarf tillit til mjög margra atriða til að finna hina einu, beztu lausn. Þá kemur sér vel hin mikla geta raf- reiknisins til að vinna með hraði úr geysilegum fjölda afbrigða. Enn fremur er hæfni hans til að breyta teikningum í tölur og tölum í teikn- ingar afar mikilvæg. Næsta meiri háttar notkunarsvið rafreiknisins, nátengt viðskiptum, er geta hans til að skipa vinnsluathöfn- um eða verkferli eftir fyrirfram á- kveðnum skilyrðum — hæfni hans til að „stjórna“ verkferlinum. Ef t. d. Ef rafreiknir hefur fengið forskriftir um æskilegt magn vörubirgða og um þau atriði, sem ákvarða birgða- magnið, getur hann tekið að sér stjórnina. rafreiknir hefur fengið forskriftir um æskilegt magn vörubirgða og um þau atriði, sem ákvarða birgðamagn- ið, svo sem sölumagn, afgreiðslu- magn o. fl., getur hann tekið að sér stjórnina. Hann getur skýrt frá, hve- nær endurnýja þarf birgðir ákveð- innar vörutegundar. Hann getur jafn- vel prentað út vörupöntunina eða gefið fyrirskipanir varðandi hinar eða þessar vörur. Hann getur gefið fyrirmæli um að safna saman vörum til afgreiðslu til viðskiptavinar. Hann getur vissulega — ef óskað er — sett af stað þann vélbúnað, sem tekur vörurnar úr hillum eða geymslustöðum og raðar þeim sam- an til afgreiðslu samkvæmt pöntun (ef slík aðferð væri talin borga sig). Það er þetta, sem fólk á við, þegar það segir, að rafreiknirinn taki „verkákvarðanir“. Þetta er þó hið mesta öfugmæli. Rafreiknirinn tekur engar ,„ákvarðanir“. Hann fram- kvæmir skipanir. Aðrir verða fyrst að taka ákvörðunina, og síðan verður að gefa honum forskrift um hana. Það, sem rafreiknirinn getur gert, er að fylgjast með verkinu og skynja á augabragði sérhverja breytingu eða misræmi milli hinnar fyrirhuguðu og raunverulegu atburðarrásar og skýra samstundis frá því. Við getum gengið einu skrefi lengra og gefið honum fyrirmæli um, hvernig hann eigi að bregðast við og hver séu hin réttu viðbrögð við ákveðnum atburð- um. Rafreiknirinn getur þá fram- kvæmt þessar skipanir. Hann getur dregið úr hraða vélar eða hert á henni. Hann getur skipað loka að opna eða loka fyrir og breytt þannig blöndunarhlutföllum. Hann getur prentað pantanir eða afgreiðsluskip- anir. Hann getur framkvæmt allar þær skipanir, sem við getum í hann látið. Hann getur ekki tekið starfsá- kvarðanir, en hann getur framkvæmt slíka ákvörðun, þegar honum hafa eitt sinn verið gefin skilmerkileg fyr- irmæli og upplýsingar um það, í hverju ákvörðunin sé fólgin. Rafreiknirinn mun að lokum eiga vaxandi hlutdeild í úrslitaákvörðun- um stjórnenda — þ. e. ákvörðunum um það, hvaða framkvæmdastefnu skuli taka með tilliti til framtíðarinn- ar. Þá er ekki lengur um að ræða að halda verkferlinum við einhver fyrir- fram ákveðin mörk. Hér erum við að tala um raunverulega ákvörðun; hvað við eigum að gera til að breyta ferlinum. Þarna getur rafreiknirinn ,„leikið eftir“. Hann getur í skyndi komizt að því, hvað myndi gerast, ef ákveðin atriði væru framkvæmd við ákveðnar forsendur um framvindu mála. Hann getur ekki ákveðið, hvaða atriði það ættu að vera, sem fram- kvæma skyldi, og hann getur ekki á- kveðið forsendurnar. Hvort tveggja þarf að gefa honum forskrift um. En hann getur skýrt stjórnendum frá höfuðstaðreyndum, t. d. að fram- leiðsla nýrrar vörutegundar á þessu eða hinu verði og með þessum eða hinum kostnaði væri því aðeins rétt- lætanleg, ef hægt væri að gera ráð fyrir einhverju ákveðnu sölumagni. Rafreiknirinn getur sagt stjórnend- um, að ný framleiðsluvara á ákveðnu verði og með ákveðinni sölu megi ekki kosta meira í framleiðslu en á- kveðna upphæð, ef hún eigi að reyn- ast hagkvæm. Hann getur sagt þeim, hvaða markaði þeir verði að reikna með fyrir nýja vöru, ef hún eigi að skila hagnaði o. s. frv. Hann getur sagt fyrirtæki, á hvaða forsendum stjórnendur þess hafa byggt, af ráðn- um hug eða ósjálfrátt, þegar þeir hafa tekið einhverja ákveðna ákvörð- un. Ef fyrirtæki byggir t. d. nýja verksmiðju með ákveðinni afkasta- 96 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.