Iðnaðarmál - 01.06.1968, Síða 16

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Síða 16
þekkingu. Þess vegna getur enginn rafreiknir sagt fyrir um framtíðina á sviði stjórnmála, þjóðfélagsmála, efnahagsmála eða menningarmála. I efnisheiminum gerum við ráð fyrir, að þau náttúrulögmál, sem ríkt hafa, muni halda áfram að ríkja í framtíð- inni. Rafreiknirinn getur blátt áfram sagt fyrir, hvað muni gerast, vegna þess að það hefur alltaf gerzt. Mann- legar verur sjá ekki langt fram í tím- ann, og það, sem við getum ekki, get- ur rafreiknirinn ekki. Hann getur ekki tekið ákvörðun, aðeins sundur- greint og framkvæmt. Onnur veigamikil takmörkun raf- reiknisins er sú, að hann getur ekki unnið úr öllum upplýsingum, heldur aðeins þeim, sem unnt er að skil- greina og meðhöndla á rökrænan hátt, en það er aðeins hluti hinna nauðsynlegu upplýsinga. Það, sem aðeins er hægt að fá hugboð um, get- ur rafreiknirinn ekki ráðið við. Þetta er þungt á metunum fyrir stjórnend- ur. Því að mikilvægustu upplýsing- arnar fyrir viðskiptahöldinn, stjóm-. málaleiðtogann eða herforingjann er ekki unnt að skilgreina. Það er að- eins hægt að fá hugboð um þær. Það eru upplýsingar um eitthvað, sem í vændum er — upplýsingar um breyt- ingar á stefnum eða tilhneigingum. Víðfrægt er dæmið um Edsel-bif- reiðina, sem Ford-verksmiðjurnar komu með á markaðinn árið 1956. Engin iðnaðarframleiðsla, fyrr né síðar, hefur hlotið rækilegri rann- sókn. Ollum hugsanlegum skýrslum var safnað. En meðan þessu fór fram, tók ameríski bílamarkaðurinn að breytast. Kaupendur, sem í 40 ár höfðu hagað innkaupum sínum í sam- ræmi við tekjur, tóku nú að láta smekkinn ráða, og markaðurinn breyttist í samræmi við það. Tölurnar sýndu þetta ekki. Tölurnar geta að- eins sýnt það, sem þegar hefur gerzt. Þær sýna meðaltöl og aðaltölur. Um- fram allt, — við getum aðeins fengið tölur yfir það, sem við mælum. Metramálið mælir lengd efnis, ekki lit þess eða blæ. Og ef síðast töldu atriðin skyldu nú reynast einmitt hin veigamiklu, kæmist maður að rangri Það, scm aðeins er hægt að fá hngboð ii m. getnr rafrciknirinn ckki ráðið v ið. niðurstöðu og tæki ranga ákvörðun, hversu nákvæm sem lengdarmæling- in hefði verið. Með öðrum orðum, kvörðunin hvílir á úrskurði um, hvað sé hið mikilvæga og málinu skylda. Og þennan úrskurð getur rafreiknir- inn ekki fellt. Þetta er einkum veiga- mikið atriði, þar sem atburðir utan viðskiptanna, atburðir í efnahagslíf- inu, markaðsmálum eða þjóðfélags- málum, verða ekki kvarðaðir af ná- kvæmni. Hér er það hið nýja, ein- stæða, sem máli skiptir — atburðir, sem boða breytingu. En það, sem raf- reiknirinn ræður við, eru atburðir, sem þegar hafa gerzt, þegar eru orðn- ir viðurkenndir og marktækir, yfir- leitt atburðir hins liðna. Rafreiknirinn getur því ekki vakið athygli stjórnenda á atburðum, sem eru að gerast fyrir utan, og þessari takmörkun verða stjórnendur að gera sér grein fyrir. Hann er einkum fær um að skrá allt, sem gerizt innan við- skiptanna. Hann er umfram allt tæki til að fylgjast með innri atburðum. En árangur viðskiptanna kemur eink- um utan frá. Innan viðskiptanna er fyrst og fremst kostnaður. Það er að- eins viðskiptavinurinn, sem hreytir erfiði viðskiptanna í verðmæti, arð og ágóða. „Eftirlíking“ ætti að auðvelda mjög greiningu þeirra forsenda, er varða hið ytra — markaðinn og efna- hagslífið, sem stjórnendur miða við. Framkvæmdastjórar geta gengið út og litazt um og athugað, hvort þessar forsendur eru í samræmi við raun- veruleikann. Á þennan hátt ætti raf- reiknirinn að gera stjórnendur betur búna til að prófa eða sannreyna sín- ar eigin getgátur og þröngva sjálfum sér til að líta með gagnrýni á eigin ráðagerðir. Hann mun samt ekki segja þeim, hver raunveruleikinn er. Það verða þeir að geta sér til um. Ég vil taka fram, að þarna getur rafreiknirinn orðið slæmur þrándur í götu. I þessu getur verið fólgin hætta. Ef stjórnendur skella skollaeyr- um við hinum ytri atburðum vegna hinna nákvæmu, ríkulegu og hröðu „upplýsinga“, sem rafreiknirinn get- ur aflað, mun þeim farnast miklu verr heldur en ef þeir treysta á getspeki sína og hugboð. Ef hið geysilega magn innri upplýsinga, sem rafreikn- irinn lætur í té, verður til þess, að stjórnendur vanræki að litast um sjálfir í ytra umhverfi, sem þeim finnst ákaflega „ruglingslegt“, „óá- kveðið“ og „óáreiðanlegt“, þá munu þeir enda á sama stað og Edsel — á ruslahaugunum. Hvora leiðina þeir velja, er undir þeim sjálfum komið — ekki rafreikninum. Hann er aðeins tæki. Fyrir stjórnendur og störf þeirra er árangurinn af rafreikninum sá, að það verða æ færri „smáar ákvarðan- ir“ og „smáskyssur“. Rafreiknirinn mun gera ákvarðanirnar að stórum ákvörðunum. Og ef þær eru rangar, munu mistökin verða stórmistök. Með öðrum orðum, það er blátt áfram ekki rétt, að rafreiknirinn muni „af- nema“ millistigsstjórnendur. Þvert á móti mun hann neyða þá til að læra að taka ákvarðanir, þar sem þeir í dag venjulega láta nægja aðhæf- ingu án þess að sundurgreina og hugsa um hlutlægar, sérstæðar ad hoc aðstæður. Sölustjórinn í dag tek- ur ákvarðanir sínar varðandi birgðir og afgreiðslu á þessum grundvelli. Þar er ekki um raunverulegar „á- kvarðanir“ að ræða — heldur að- hæfingu. En hann leggur heldur ekki í mikla áhættu. Sérhver ákvörðun er út af fyrir sig og auðvelt að breyta henni. Til þess að gera rafreikninum fært að stjórna birgðahaldi eða afgreiðslu verður samt sem áður að taka á- kvörðunina, og það verður að íhuga hana vandlega. Sú ákvörðun er hvorki auðveld né áhættulaus lengur. Þvert á móti snertir sérhver meiri háttar ákvörðun alla viðskiptastarf- 98 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.