Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 32

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 32
Öfgafullar og óskilgreindar skoð- anir á því, hverjar séu kröfur starfs- ins, útiloka margar konur frá ýmsum vinnustöðum. Samkvæmt eldgömlum og rótgrónum skoðunum er stundum talið, að eitthvert starf sé erfitt, þótt vélvæðing og breyttir starfshættir hafi gjörbreytt því og gert það óháð- ara líkamsburðum. Með rækilegri sundurgreiningu starfa á vinnustöð- um hafa opnazt möguleikar til að ráða konur til starfa — möguleikar, sem hingað til hafa fremur lítið ver- ið notaðir í iðnaðinum. Slíkar sund- urgreiningar hafa raunar einnig mik- ið gildi, þegar meta skal tæknilegar ráðstafanir, sem unnt er að gera til að auka atvinnumöguleika — ekki aðeins fyrir konur, heldur og fyrir eldri starfsmenn og þá, sem ekki hafa fulla starfskrafta. Hagræðing getur leitt af sér einhæfni Þegar starfskröfurnar eru sundur- greindar, er tekið tillit til margra einkenna og mælikvarða, og álagið er metið á mörgum líkamlegum og andlegum starfsþáttum. Það er ekki aðeins um þunga starfsins að ræða, kröfur til blóðrásar, öndunarfæra og hreyfilíffæra, heldur einnig stað- bundið álag á vöðva, hrygg og liða- mót, kröfur um hraða og nákvæmni, áhrif af ryki, reyk og gufum, lengd vinnutímans og skiptingu hans,hvíld- arstundir, máltíðir o. s. frv. Lundgren prófessor leggur t. d. á- herzlu á, að enda þótt krafan um hentuga líkamsstöðu við vinnuna sé sérlega mikilvæg við erfiðisvinnu, þá gildi hún engu síður um hin svo nefndu léttu skrifstofu- og iðnaðar- störf. Frá þessu sjónarmiði getur hagræðing oft haft tilhneigingu til að gera starfið einhliða -—- enda eru slit- eða ofreynslutjón algengustu starfssjúkdómarnir. Það er mjög mikilvægt að útvega góð og hentug sæti, sjá um tilbreytni í líkamsstöðu og hreyfingum og forðast kyrrstöðu- vinnu að svo miklu leyti, sem unnt er. Sé framleiðslustarfinu stjórnað af vélum, verður hraðinn að vera rétt stilltur. Gerið vinnuna hagkvæma fyrir bakið Margir okkar eru slæmir í haki? Já, bakveiki er helzta orsök fjar- vistar, stöðuskipta og endurþjálfunar í nútíma atvinnulífi. Tveir þriðju hlutar allra manna virðast fá ein- hvers konar bakveiki fyrr eða síðar, og því miður virðast einnig hata- horfurnar mjög takmarkaðar, þegar um bilaðan hrygg er að ræða. Ein- mitt þess vegna hefur það úrslita- þýðingu að reyna að gera vinnustað- ina hliðholla hakinu. Lyftingar og þung verkfæri reyna t. d. mjög á bakið. Er hægt að kom- ast hjá lyftingunum, gera þær ein- faldari eða léttari? Er hægt að end- urbæta gripið — er fótfestan nógu góð? Titringur á gólfi eða sæti hef- ur óheppileg áhrif. Einhliða og ó- þægilegar vinnustöður bitna gjarnan á bakinu, en það virðist hafa minna að segja, hvort vinnan er talin þung eða létt. Auk þess eru margir hinna bakveiku oft mjög næmir fyrir kulda og súg. Hægt er að vinna gegn hitaþreytu I norðlægum löndum verðum við oft að vinna útivinnu í miklum kulda marga mánuði ársins. Vandamálið er þá fyrst og fremst í því fólgið að útvega vinnufatnað, sem veitir vörn gegn úrkomu og kulda, án þess að hann hefti hreyf- ingar okkar og starfsemi, og forðast ofkælingu í hvíldarhléum eða við léttari vinnu. Mikill hiti á vinnustöðum virðist vera álíka algengt vandamál og mj ög almenn orsök óþæginda og minnkaðr- ar starfsgetu í nútíma iðnaði. Skort- ur á vörnum gegn sólarhita að sumr- inu til þyngir þessa byrði, bæði á skrifstofum og iðnaðarstöðum. Kyrr- stöðuvinna og hiti fara illa saman — einnig erfiðisvinna og hiti. Miðaldra og eldri menn þola hitann verr en hinir yngri. Getum við ekki vanizt hitanum? Líkamleg þjálfun getur sennilega stuðlað að meira hitaþoli. Annars tekur það oft eina til tvær vikur fyr- ir byrjandann að venjast hitanum, og það er nokkuð, sem verkstjórn- endur verða að hafa hugfast. Byrj- andinn verður að fá tækifæri til að venjast aðstæðunum smám saman. Annars er hægt að vinna gegn hita- þreytu og draga úr henni með ýms- um hætti, t. d. með nægilega söltum drykkjarföngum, sem bæta upp salt- og vökvatap líkamans við svita. Auk- in hreyfing loftsins dregur einnig úr óþægindum, ef lofthitinn fer ekki fram úr hita húðarinnar. Lokaorð Þetta er auðvitað engin tæmandi upptalning yfir reglur og ráðstafanir, enginn fullkominn, líftæknilegur minnislisti, heldur eingöngu sjónar- mið á víð og dreif, sem ættu að gilda, þegar starfsgetan og starfskröfurnar eru settar á vogarskálarnar, segir Lundgren prófessor að lokum. Slík- um sjónarmiðum ætti að koma fram á kerfisbundinn hátt þegar við skipu- lagningu húsnæðis og innkaup véla og tækja. Ekki má heldur gleyma því, að með líkamsþj álfun getur starfsmaðurinn sjálfur aukið og varðveitt starfsgetu sína. Hverfi hann frá þyngri störfum yfir til léttari, verður reyndin því miður oft sú, að hann fær minni líkamsþj álfun, getan minnkar og „nettó-hagnaður“, mið- aður við áreynslustig, verður tiltölu- lega rýr. Jafnframt minnkar vara- orkan til að mæta hinum einstöku kraftaátökum, sem koma fyrir í flest- um iðnaðarstörfum. , „ Þýð. J. Bj. Hugsið málið vandlega, herrar mínir, og látið mig svo vita hvað konunum yðar jinnst. 114 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.