Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 36

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Qupperneq 36
Byggingareiningar úr úrethanplasti Sænska fyrirtækið AB DENAX, Kungsgatan 40, Lindesberg, hefur ný- lega hafið framleiðslu á byggingar- einingum úr neglanlegum múrsteins- skífum, frauðplasti (urethane) og gipsplötum. Samkvæmt umsögn framleiðand- ans AB DENAX eru frauðplastveggir þessir 20% ódýrari en samsvarandi tæknilega jafngóðir veggir úr öðrum efnum. Hinir hagkvæmu varmaeiginleikar úrethan-frauðsins leyfa, að veggir þessir séu 17—18 sm á þykkt eða verulega þynnri en venjulegir tré- eða steyptir veggir. Notkunarrými liúss- ins verður meira, miðað við sama utanmál byggingarinnar, en ef notuð væru önnur efni. Veggeiningarnar eru framleiddar eftir einkaleyfisaðferð, og tekur fram- leiðsla hverrar einingar um 4 mínút- ur. Framleiðsunni er þannig háttað, að hinar neglanlegu múrsteinsskífur, sem mynda útflöt einingarinnar, og gipsplöturnar, sem mynda innflöt ein- ingarinnar, forma mótið fyrir frauð- plastkjarnann, en freyðandi úrethan er sérlega gott límefni, og hindur það saman þilplöturnar. Hin almenna stærð á plötum þess- um er 2.500X1-200 mm og þykkt 178 mm, þar af er frauðplastið 140 mm, hinar neglanlegu múrsteinsskíf- ur 25 mm og gipsplatan 13 mm. Allar lagnir, dyr og gluggar eru steypt í úrethan-frauðin í verksmiðj- unni. Á byggingarstað má festa sam- an útveggi og innveggi með því að sprauta í samskeyti. Umræddar veggeiningar eru léttar, um 25 kg/m2, og því auðvelt að flytja þær. Uppsetning er einföld að sögn framleiðandans, og einingarnar hafa góða varma- og hljóðeinangrun- areiginleika. Þær þola tiltölulega vel eld, því að úrethan-frauðið er „sjálf- slökkvandi“. Þá er hafin framleiðsla á 10 m einingum fyrir fjölbýlishús, skóla, iðnaðarhúsnæði og sjúkrahús. Rétt er að lokum að geta þess, að tvö íslenzk fyrirtæki, Börkur hf., Hafnarfirði, og Plastiðjan hf., Eyr- arbakka, framleiða þak- og veggein- ingar með úrethan-frauðkjarna. Ur „The Architect & Building News“, 20. jan. 1965. Verkfærahengi Með þessu einfalda tæki má draga úr þeirri þreytu, sem það veldur starfsmanninum að taka upp og leggja frá sér þung verkfæri. Ahald- inu er krækt í hengið innan seiling- arsviðs starfsmannsins, og með fjað- urbúnaði er öllum þunga létt af, svo að áhaldinu er haldið í jafnvægi. Þetta kemur einnig í veg fyrir skemmdir, sem öðru hverju vilja til, þegar áhöld detta á verkstæðisgólf- ið. Þrjár gerðir eru fáanlegar, eftir því hve þunginn er mikill, sem létta þarf af: Gerð Micro Jolly, (0—1, 0 —3 lb), gerð Jolly (0—5, 0—10, 0—20 lb) og gerð Jollymatic (10— 25, 20—45, 40—65, 60—85, 80— 105, 100—125, 120—145 og 140— 165 lb). Framleiðandi er E. F. Allchin & Co., Ltd., 253 Bordesley Green, Birm- ingham 9, Bretlandi. Úr „Work Study“, nóvember 1968. 118 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.