Iðnaðarmál - 01.01.1956, Page 21
niðurstaðan sú, að bezt væri að nota
stöng, sem renna mætti með þremur
bökkum í senn, því að álagið jókst
um 30 pund við sérhverja viðbótar-
höldu, en ef þeim var fækkað, fór
meiri tími í hleðslustörf.
Nú eru notaðar stengur, gerðar úr
alúminíumpípu með harðvið innan í
og með þremur krókum á endanum,
enda reyndist þessi gerð bezt. (Sjá
mynd).
Annar kostur við þessa hleðsluað-
ferð er sá, að nú er unnt að nota
bakkagrindurnar sem mælikvarða við
ákvæðisvinnu, þar sem einn maður
vinnur við hverja grind, sem tekur
ákveðinn pakkafjölda.
Mjög áríðandi var að fullkomna
aðferðina við að pakka hinum frosnu
pökkum niður í kassa. í stað þess að
nota handafl, var tekið upp algjörlega
sjálfvirkt kerfi við lokapökkunina, að
undanskildu því að losa bakkana og
að hafa eftirlit með skrásetningarvél.
Ymis tæknileg vandamál komu í ljós
við skrásetningu pakkanna, þar sem
þeir komu í samfelldri fjórfaldri röð
að hinni sjálfvirku kassafyllingarvél.
Til þess að unnt væri að setja 52.000
pakka á klukkutíma í kassa með
þremur átta manna vöktum, var vand-
inn leystur á eftirfarandi hátt:
Fyrst má telja, að nú voru rafknún-
ar trillur notaðar til að flytja grindur
með 30 bökkum og 30 punda hlass á
hverjum bakka beint úr frystunum í
kössunardeild. Fyrirtækið hefur út-
búið færibönd til að flytja frysta
pakka úr grindunum beint í kössunar-
vél, sem pakkar 12 eða 24 pökkum
saman í kassa til afskipunar.
Aðferðin er þannig: Þrír bakkar
eru dregnir úr grindinni og innihaldi
þeirra rennt á borðið. Síðan er pökk-
unum ýtt með sóparmi inn á 50 þuml-
unga breitt færiband úr vírneti.
Þá er 40 pökkum sópað í einu með
vökvaknúinni hillulyftu við enda hins
stutta færibands á annað færiband,
sem liggur þvert á hið fyrra. Þaðan
fara pakkarnir beint inn í kössunar-
vélina. Fylltir kassar fara síðan í
tæki, sem lokar þeim bæði að ofan og
neðan.
Þaðan fara kassarnir, sem standa
nú upp á endann, gegnum merkingar-
tæki, og prenta tveir hjólastimplar
tegundarheiti og dagsetningu á báða
enda sérhvers kassa.
Að lokum fara tylftarkassarnir
undir límbera, þar sem tveir og tveir
kassar eru límdir saman til að auð-
velda meðferð.
Sú breyting að fylla kassana um
endana hefur reynzt mjög til bóta og
er mun ódýrari en gamla aðferðin,
þar sem kassarnir voru fylltir ofan
frá.
Afköstin á klukkutíma eru nú 6000
tylftarkassar eða 3000 tveggja tylfta
úr þremur pökkunarröðum. Fjórða
röðin er höfð til vara.
Áður fyrr bárust tómir og saman-
lagðir kassar í verksmiðjuna í 25
stykkja knippum, og meðferð þeirra
krafðist mikillar vinnu. I samráði við
framleiðendur kassanna var þessu
breytt þannig, að fyrirtækið fær nú
kassana afgreidda í 6 feta báum
knippum, festum saman með stál-
böndum, og eru 900 kassar í hverju
knippi.
Umbúðastaflar þessir eru fluttir til
með gaffallyftum, svo að einn maður
getur nú annazt innpökkunarefni fyr-
ir heila vakt, en áður þurfti til þess
allt að átta menn.
Til að tryggja fullt notagildi allra
tækja er öllum starfsmönnum, sem
við frystingu og innpökkun
, starfa. veittar kaupbætur
hagur
eftir afköstum, þegar á-
kveðnum lágmarksafköstum hefur
verið náð.
Núverandi fyrirkomulag hefur
aukið framleiðni um 300% saman-
borið við það, sem áður var, þegar
handafl var aðallega notað. Jafnframt
jukust þægindi og tímasparnaður við
að koma hinni miklu framleiðslu
gegnum frystingu og kössun í kæli-
geymslu.
Síðastliðin þrjú ár hafa afköst
starfsmanna við flutning kassanna
einnig aukizt áberandi mikið. Með
aukinni framleiðslu hafa tekjur
starfsmanna hækkað. Árið 1951 voru
kaupbætur 156% hærri en 1950, og
1952 voru þær 34% hærri en 1951.
Eitt ágæti vinnusparnaðarins var,
að kleift reyndist að flytja fjölda
reyndra starfsmanna úr frysti- og inn-
pökkunarvinnu í æskilegri stöður. Þá
hefur og dregið úr áreynslu og
þreytu, um leið og afkoma starfs-
manna hefur batnað.
Ennfremur þurfti að gera ýmsar
endurbætur á framleiðslurásinni, sem
ókleift var að sjá fyrir, áður en breyt-
ingarnar voru gerðar. Þar á meðal
var afgreiðslukerfið tekið til endur-
skoðunar. Nú er sá háttur hafður á,
að stimplunar- og merkikerfi fylgir
eftir hverri bakkagrind, frá því hún
hefur göngu sína við innpökkunar-
deildina og þar til hún lendir að lok-
um í kössunardeildinni.
Með aðstoð þessa merkjakerfis var
unnt að tryggja, að enginn frystiklefi
yrði tæmdur, áður en matvælin væru
fullfryst. Og þegar hið nýja af-
greiðslukerfi hafði verið tekið upp,
kom í ljós, hve mikils virði það var,
að sem flestir frystiklefar væru jafn-
an fullhlaðnir.
Með núverandi eftirliti er aldrei
tæmt úr frystiklefa, nema fyrir hendi
séu bakkagrindur til að fylla hann á
nÝ-r
Árangurinn verður meðal annars
sá, að engin vinnutöf verður við
vaktaskipti, því að um leið og búið er
að hlaða alla frystiklefana, er hætt
við kössunina.
Þess vegna tapast enginn tími hjá
starfsmönnum kössunardeildarinnar
að morgni, eða þegar ný vakt tekur
við, þar eð nóg er af frystum vörum
í klefum til að tryggja næga vinnu
við að fylla á kassa og um leið óslitna
vinnuhringrás.
Aths. IMSÍ.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að ýmislegt er
ólíkt með þessu bandaríska fyrirtæki og ís-
lenzkum hraðfrystihúsum — svo sem stærð
}>ess og matvælategundirnar, sem hraðfryst-
ar eru — þá geta hraðfrystihúseigendur hér
á landi án efa fært sér í nyt eitt og annað
af því, er grein þessi fjallar um.
Umbúðirnar, sem hið erlenda fyrirtæki
notar utan um vöru sína, sem aðallega er
I8NAÐARMÁL
17