Iðnaðarmál - 01.01.1956, Síða 23

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Síða 23
AlþjóSaráðsteínan um stórar raíorku- veitur. 16. þing „Alþjóðaráðstefnunnar um stórar raforkuveitur”, C.I.G.R.É., verður haldið í París dagana 30. maí til 9. júní í ár. C.I.G.R.É. er skamm- stöfun á franska heitinu Conférence Internationale des Grands Reseaux Électriques. í C.I.G.R.É. eru nú um það bil 2000 fastir meðlimir frá 43 löndum, og gegnir félagsskapurinn mikilvægu hlutverki í þróun rafmagnstækninnar, sérstaklega að því er varðar stór orku- ver og flutning raforku með hárri spennu. Þessi alþjóðafélagsskapur er orð- inn vettvangur færustu sérfræðinga í rafmagnstækni, og þing hans gefa öll- um verkfræðingum kost á að fylgjast með nýjungum í raforkutækni. Á síð- asta þingi, sem haldið var 1954, voru 1529 þátttakendur frá 50 löndum. 116 erindi verða lögð fram og rædd á þinginu í sumar. Eru þau ýmist rit- uð á frönsku eða ensku, og sömu mál verða notuð við umræðurnar. Sér- lærðir þýðendur og túlkar munu gera öllum, sem skilja annað þessara mála, fært að hafa gagn af ráðstefnunni. Þau mál, sem rædd verða, eru: Vinnsla, umbreyting og rof raf- straums. Bygging, einangrun og viðhald á loftlínum og jarðstrengjum. Rekstur, samtenging og vernd á stórum háspennuveitum. í stjórn sambands C.I.G.R.É.-fé- laga á íslandi eru: Steingrímur Jóns- son, rafmagnsstjóri, formaður; Ei- ríkur Briem, rafveitustjóri, ritari, og Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, meðstjórnandi. Geta þeir, sem áhuga hafa á að sitja þingið, fengið nánari upplýsing- ar og innritunareyðublöð hjá stjórn- inni. M. R. J. Taeknibókasafn IMSÍ. Hinn 20. janúar s.l. opnaði IMSÍ tæknibókasafn í húsakynnum sínum í Iðnskólahúsinu. í því eru rúmlega 600 nýjar tæknibækur auk fjölda tímarita, útdrátta úr tæknigreinum í spjaldskrárformi, skýrslna frá Efna- hagssamvinnustofnuninni,framleiSni- stofnunum o. fl. Bókakostur safnsins mun aukinn mjög verulega í ár. í safninu eru einnig staðlar (standard- ar), sem hafa verið keyptir frá Banda- ríkjunum, Danmörku, Englandi, Nor- egi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Bókasafnið er opiö á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 16 —19. ASsókn að safninu hefur verið allmikil þessar fáu vikur, sem það hefur verið opið. G. H. G. Fræðslukvikmyndir með íslenzku skýringartali. Dagana 24.-—31. janúar s.I. dvald- ist hér á landi Englendingurinn Mr. Jolin P. Seabourne, sem er sérfræð- ingur sýnitækjadeildar Framleiðni- ráðs. Kom hann til IMSÍ til þ ess að aöstoða við segulhljóðritun á filmur, en slík hljóðritun hefur eigi átt sér stað fyrr hér á landi að neinu ráði. Tókst þetta mjög vel, og var sett ís- lenzkt tal inn á fimm eftirtaldar kvik- myndir: Bættir framleiðsluhættir (skipu- lagning vélaverkstæðis), Hreinlæti í búskap (meöferö mjólkur og nautgripa), Stytzta leiðin (þróunarsaga flutn- inganna), Réttar aÖferÖir við borun, Oryggi í meðferð dráttarvéla. Svo sem nöfn myndanna bera með sér, fjalla þær um bætta framleiðslu- hætti í landbúnaði og hagkvæmari vinnubrögð í iðnaði. IMSÍ hyggst koma upp vísi að kvikmyndasafni með íslenzku tali á þessu ári, og má segja, að þetta sé fyrsti áfanginn. G. H. G. Námskeið í verzlun með skó. í janúar s.I. kom hingað til lands á vegum Skóbúðar Reykjavíkur sér- fróður maöur um skóverzlun, hr. Orla Hansen, skókaupmaður frá Hels- ingjaeyri. Dvaldist hann hér um nokkurt skeið og hélt námskeið í dreifingartækni og hættum verzlun- araðferðum fyrir starfslið verzlana fyrirtækisins. í kveöjuræðu, sem hr. Magnús Víglundsson ræðismaður flutti við brottför hr. Hansens, komst hann m. a. svo að orði: „Svo sem alkunna er, hafa undan- farna tíma staðið yfir heimsóknir all- margra erlendra sérfræðinga til ís- lands. Hefur til þessara heimsókna veriö stofnað fyrst og fremst að til- hlutan Iðnaðarmálastofnunar íslands annars vegar, en Sambands ísl. sam- vinnufélaga hins vegar. Og erindi boðsgestanna hefur verið mjög hið sama: að kynna íslenzkum kaupsýslu- mönnum og verzlunarfólki ýmsar nýj- ungar í viðskiptalífinu, þær er fram- kvæmdar hafa verið hjá þeim þjóð- um, er sérfræöingarnir teljast til. Jafnan má, svo sem að líkum lætur, deila um, hvort þetta nýmæli eða hitt taki fram þeim eldri aðferðum, sem unnið hefur verið samkvæmt. En hafa verður þó hugfast, að þetta eru kröf- ur tímans og að samtíðin hefur tekið hina nýju viöskiptaháttu sér á arma. í þeim efnum tjóar ekki „að vaða fyr- ir vað neöan og stríða móti straumi“. Sú verzlun, sem lætur undir höfuð leggjast að aðhyllast hinn nýja sið, mun áður en varir renna í kaldan stein. Ur þvílíkum álögum er ekki auðvelt að losna.“ Er ánægjulegt til þess að vita, að heimsóknir hinna erlendu sérfræð- inga á vegum IMSÍ hafa m. a. leitt til þess, að einstaklingar og félags- samtök verða sér úti um sérfræðinga í sínum greinum til þess að flýta fyrir þróun nýrra hugmynda, sem hafa í för með sér hagkvæmari vörudreif- ingu og bætta framleiösluhætti. G. H. G. IÐNAÐARMÁL 19

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.