Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 32

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 DAGBÓK I N 26. febr­ú­ar­ Lárus­fór­að­dæmi­ Þorstein­s­Más Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fór að dæmi stjórnarformanns bankans, Þorsteins Más Bald- vinssonar, og tilkynnti að hann hefði ákveðið að lækka laun sín um 50%. Prósentur segja í þessu tilviki ekki alla sög- una. Lárus lækkaði föst laun sín úr 5,5 milljónum á mánuði í 2,75 milljónir á mánuði. Til- gangurinn er að senda ákveðin skilaboð um aukið aðhald nýrrar stjórnar bankans í kostn- aði. Þorsteinn lækkaði þóknun stjórnarformannsins úr 1.050 þús. kr. á mánuði í 550 þús. kr. á mánuði. 27. febr­ú­ar­ Nordea: Varað­við­íslan­di Það virðist lítið lát á nei- kvæðum fréttum frá frændum vorum Dönum um íslenskt efnahagslíf - og að hér sé allt að fara til fjandans. Fréttin um að Nordea, næststærsti banki Dana, hefði ráðlagt fjárfestum að halda sig sem lengst frá Íslandi, fékk afar sterk við- brögð í fjölmiðlum og fannst mörgum sem Danir sjálfir ættu að líta í eigin barm við tæki- færi. Nordea sagði fjárfestum að halda sig frá gjaldeyrisvið- skiptum út af stöðu krónunnar sem og öllum fjárfestingum. Al­mar Örn Hil­marsson hættir hjá­ Sterl­ing. 26. febr­ú­ar­ Almar­hættir­ hjá­Sterlin­g­ Þessi frétt vakti nokkra athygli enda hefur Almar Örn Hilmars- son, forstjóri Sterling, verið talsvert í fréttum vegna starfa sinna, fyrst hjá Iceland Express og síðan hjá Sterling. Í viðtali við Morgunblaðið sagð- ist Almar Örn fara frá Sterling með eftirsjá en að tími hefði Miklar umræður urðu um grein tveggja þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, þeirra Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar, í miðopnu Morgunblaðsins þennan dag. Mjög skiptar skoðanir voru á meðal fólks um ágæti grein- arinnar. Morgunblaðið hefur lofað hana í hástert síðan og nánast ekki haldið vatni yfir því að þeir Bjarni og Illugi skrifuðu hana. Að vísu voru allir sammála um að það væri ágætt fram- tak hjá þeim að stinga niður penna - það gæti varla skaðað að þingmenn skrifuðu um ástandið í efnahagsmálum. Gagnrýnisraddir gengu hins vegar út á að greinin væri nokkuð seint á ferð þar sem staða bankanna og verðfall á hlutabréfamörkuðum hefði verið mál málanna í íslensku samfélagi frá því snemma í desember og ótal sérfræð- ingar búnir að fjalla um málið. Þá var gagnrýnt manna á meðal að grein þeirra Illuga og Bjarna væri um það hversu brýnt væri að grípa strax til aðgerða vegna bankanna. Þeir komust hins vegar að því í grein sinni að ríkisvaldið og Seðlabankinn ættu að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir áföll á fjármálamarkaði. En svo kom þessi setning sem sat í mörgum eftir það sem á undan var sagt: „En fyrst og fremst eru það bank- arnir sjálfir sem verða að sýna frumkvæði við að leysa þann vanda sem að þeim steðjar.“ Mestar umræður urðu hins vegar um þessi orð þeirra tvímenninga varðandi verðbólguna og fjármálakrepp- una. „Vissulega er verðbólga óæskileg og talsverðu til fórnandi að halda verðstöðug- leika. En fjármálakreppa og afleiðingar hennar eru miklu verri kostur auk þess sem slíkir atburðir geta hvort sem er kallað fram verðbólgu ofan á þau önnur vandræði sem af fjármálakreppu hljótast. Með öðrum orðum þá teljum við að margt bendi til að við núverandi aðstæður sé betra að taka áhættuna af verðbólgu heldur en af banka- kreppu.“ Arnór Sighvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, gagnrýndi þessi orð Bjarna og Illuga og sagði við Morgun- blaðið að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þeim vanda sem fjármálakerfið stæði frammi fyrir. En leiðin til að leysa þann vanda væri ekki fólgin í því að ýta verðbólgu- markmiðum til hliðar. Það myndi hafa þveröfug áhrif og gera vandann enn verri. Lá­rus Wel­ding. Lækkaði l­aun sín um 2,8 mil­l­jónir kr. á­ má­nuði. 26. febr­ú­ar­ ­gRein­BJARnA­Og­iLLUgA Bjarni Il­l­ugi Benediktsson. Gunnarsson. Frh. bls 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.