Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 42

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 F járfestingarfyrirtækið Salt Investments ehf. tók til starfa í október 2007 en það er að stærstum hluta í eigu Róberts Wessman, sem á 94% fyrirtækisins á móti stjórnendum þess. Félagið á nú einnig 98% hlut í fasteignafélaginu Salt Properties (áður Perla Investments), dótturfyrirtæki Salt Investments. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 10 manns, en það mun á næstu mánuðum flytja í nýtt húsnæði í Turninum við Smáratorg og vera þar með efstu skrifstofuhæðina. Árni Harðarson lögfræðingur er forstjóri Salt Investments, hann starfaði lengst af hjá Deloitte þar sem hann var meðeigandi og yfirmaður skatta­ og lögfræðisviðs til ársbyrjunar 2005 þegar hann hóf störf hjá Actavis Group. Árni hefur frá árinu 1999 starfað með Róbert, bæði hjá Deloitte og Actavis, en í framhaldi af því að fyrirtækið var tekið af markaði bauð Róbert þeim Árna og Matthíasi H. Johannessen, nú aðstoðarforstjóra Salt Investments, að stýra fjárfestingarfyrirtæki sínu. Allir unnu þeir þétt saman innan Actavis að þeim yfirtökum sem félagið hefur staðið í síðustu ár. Árni segir daglegan rekstur fyrirtækisins hafa verið á verkefnagrunni þar sem lagt hafi verið upp með að taka virkan þátt í rekstri þeirra fyrirtækja sem fjárfest sé í, en Salt Investments hefur lagt sérstaka áherslu á fasteignamarkaðinn og lyfjageirann bæði heima og erlendis. Ógrynni af fjárfestingartækifærum komi inn á borð fyrirtækisins ýmist af götunni eða frá mönnum sem heyrt hafi af hugsanlegum fjárfestingum og vilji kanna slík tækifæri betur. Eins berist tækifæri í gegnum markaðina sem miðli slíkum upplýsingum enda hafi stjórnendur fyrirtækisins byggt upp sterk tengsl við innlenda sem erlenda banka. Hvert verk er skoðað á verkefnagrunni og greining þá gerð í samstarfi við fjármögnunaraðila komi hann að verkinu. Annars vinni fyrirtækið greininguna sjálft f j á r m á l texti: María ÓlafsdÓttir • Myndir: Geir Ólafsson SALT INVESTMENTS: „Litla fyrirtækið“ hans Róberts Wessman Salt In­ves­tmen­ts­ ehf. er s­volítið­ s­érs­takt fjárfes­tin­garfélag. Þetta er „litla, tíu man­n­a fyrirtækið­“ han­s­ Róberts­ Wes­s­man­, fors­tjóra Actavis­, s­em an­n­as­t ávöxtun­ eign­a han­s­ – á með­an­ han­n­ s­jálfur s­týrir Actavis­ af fullum krafti, en­ han­n­ á 10% í því ris­afyrirtæki á móti Björgólfi Thor Björgólfs­s­yn­i.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.